Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Forvarnadagurinn í dag

Forvarnardagur 2017 er í dag, miðvikudaginn 4. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og fleiri aðilum en stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli...

Read More

Flensborgarhlaup í óskaveðri

Árlegt Flensborgarhlaup fór fram fyrir skömmu í hvílíku blíðskaparveðri þar sem hlauparar nutu einstakrar náttúrufeguðar Hafnarfjarðar á leið sinni. Töluvert færri þátttakendur voru í ár en í fyrra en alls tóku 234 þátt að þessu sinni. Mótshaldarar töluðu um að í fyrra hefði munað um að aðilinn sem var styrktur hefði auglýst viðburðinn vel. Ágóði hlaupsins í ár rennur til Reykjalundar. Lagt var af stað frá Flensborgarskóla og vegalengdirnar voru þrjár; 10 km, 5 km og 3 km. Yngsti keppandinn var á 3. ári en sá elsti 77 ára. Efstir í 10 km hlaupi voru Ingvar Hjartarson á 36:03,...

Read More

Kátt á konukvöldi

Eldhressar, hláturmildar og margar léttvínslegnar skvísur gengu á milli verslana og veitingastaða sem voru með opið til níu sl. föstudagskvöld. Tilefnið var Konukvöld við Strandgötu. Konunum var vel tekið og með góðri þjónustu, tilboðum og sums staðar voru veitingar. Fjarðarpósturinn kíkti við....

Read More

„Hvor ykkar ert þú núna?“

Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og Guðni Ágústsson fyrrum stjórnmálamaður hafa slegið í gegn vítt og breitt um landið með 20 sýningar af uppistandinu Eftirherman og Orginallinn. Þeir voru með sýningu síðastliðinn sunnudag í Bæjarbíói og verða með tvær í viðbót þar. Fjarðarpósturinn hitti þá félaga sem margir hafa ruglað saman í tímans rás. Viljandi setjum við viðtalið upp sem samtal í anda skemmtunar þeirra.   Jóhannes: „Ég hef lifað af listinni sem skemmtikraftur síðan 1982. Það er mjög ávanabindandi og skemmtilegt og sem betur fer hefur alltaf gengið vel. Ég á þeim sem ég hermi eftir mikið að þakka því...

Read More