Flokkur: Hafnfirðingurinn

Jóhanna Guðrún ólétt í Hatara-galla

Tíu ár eru síðan hafnfirska söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tryggði Íslendingum 2. sætið í lokakeppni Eurovision í Moskvu, þá aðeins 18 ára. 2. sætið er besti árangur þjóðarinnar í þessari stóru og fjölþjóðlegu keppni hingað til. Það vita ekki allir að þessi afar reynslumikla og stórkostlega söngkona er mikill töffari. Við spurðum hana hvort hún væri til í að klæðast n.k. Hatara-búningi fyrir myndatöku í blaðið. Hún var meira en til í það, komin 34 vikur á leið, og hún fékk einnig eindregna hvatningu eiginmannsins, Davíðs Sigurgeirssonar, til þess. Við erum henni afar þakklát fyrir það og úr varð...

Read More

Stórstjarna í fyrsta þættinum

Fyrsti hlaðvarpsþátturinn (podcast) í samstarfi við Fjarðarpóstinn, Hafnfirðingurinn, fór í loftið í morgun. Þar settist Tryggvi Rafnsson niður með stórleikaranum og Hafnfirðingnum Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. „Jóhannes Haukur hefur sannarlega verið að gera það gott í kvikmyndaheiminum undanfarin ár, bæði hérlendis og á erlendri grundu, með hverri stórmyndinni á fætur annarri. Hann er einstaklega skemmtilegur viðmælandi og frábær gæi,“ segir Tryggvi, alsæll með fyrsta þáttinn, sem hægt er að nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir heitinu Hafnfirðingurinn. Einnig hefur verið stofnuð Facebook síða undir sama heiti. Hlaðvarpsþættirnir Hafnfirðingurinn verða vikulega á dagskrá og verður spennandi að fylgjast með hvaða viðmælendur...

Read More