Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Plokkið virkar!

Eins og margir aðrir íbúar Hafnarfjarðar sem ganga mikið um bæinn minn, hef ég á undanförnum árum oft tekið eftir rusli og dýraskít hér og þar og gjarnan leitt það hjá mér því ég hef ekki viljað láta það eyðileggja fyrir mér upplifunina sem fylgir hreyfingu og útiveru. Mér hefur fundist jafnvel vera mál bæjaryfirvalda að hreinsa í kringum rassgatið á mér.   Eftir að ég varð ritstjóri annars bæjarblaðanna og fór að fylgjast með umræðu á íbúasíðum tók ég eftir því hversu oft rusl og skítur fara í taugarnar á fólki. Á síðurnar hafa gjarnan verið settar inn...

Read More

Kynslóðabetrungar Hafnarfjarðar

Ég hef að undanförnu verið viðstödd marga viðburði og samkomur þar sem börn eru í aðalhlutverkum. Börn á öllum aldri að gera góða hluti, vekja eftirtekt og athygli. Ég á tvær dætur, 10 og 15 ára, sem hafa frá því í leikskóla fengið þjálfun í að standa fyrir framan hóp og tjá sig, ýmist í hlutverkum, með upplestri eða bara með því að kveikja á kertum á skólasamkomum. Ég vildi óska að sú hefði verið venjan þegar ég var barn. Hvorug þeirra á í vandræðum með að koma fram og þær segja líka meiningu sína jafn óðum. Heft tjáning...

Read More

Andlitsliturinn

Fyrir nokkrum árum sótti ég myndlistarnámskeið. Meðal nemenda var hávaxin, tignarleg ung kona með sítt svart hár. Það geislaði af henni á svo einstakan hátt. Ég gaf mig á tal við hana og komst að því að hún hafði verið ættleitt frá Sri Lanka. Það var svo skemmtilegt að hlusta á hana segja frá sjálfri sér og hún var stolt af uppruna sínum samhliða því að vera hamingjusöm á Íslandi. Sjálf fylltist ég stolti þegar ég hugsaði til þess hversu mörg íslensk pör hafa í tímans rás tekið börnum af erlendum uppruna opnum örmum og þau orðið ein af...

Read More

Hlustunarstjórnmál

Kosningar eru gífurlega mikilvægar fyrir okkur sem lýðræðisríki. Það er slæmt ef samfélagið missir áhugann á þeim. Þá er samfélagið pínu lasið. Það sem skemmir oft kosningar eru atkvæðaveiðar sem ganga út á skítkast, skotgrafahernað og innantóm loforð. Eitthvað sem við þekkjum því miður vel. Ég held að við getum öll verið sammála um að við nennum ekki svoleiðis lengur. Eitt af málefnum komandi sveitastjórnakosninga er þessi margumtalaða borgarlína. Samgöngumál skipta höfuðborgarbúa mjög miklu máli og þessi tiltekna umræða skiptir okkur Hafnfirðinga kannski sérstaklega miklu máli, þar sem við erum í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Nú þegar er fólk farið að...

Read More

Hver vill ekki lengra og betra líf?

Faðir minn verður 77 ára eftir tæpan mánuð. Hann hætti að reykja fyrir meira en 50 árum. Það var áður en vitað var almennilega um skaðsemi tóbaksneyslu. Hann drekkur ekki lengur áfengi, syndir á morgnana og lyftir lóðum þrisvar í viku. Pabbi hefur alltaf verið á undan sinni samtíð. Þegar hann var stýrimaður á fraktskipum Eimskipafélagsins á 7. áratugnum gerði hann Charles Atlas æfingar um borð og sippaði. Og skipsfélagarnir hlógu að honum eða hristu hausinn. Þegar hann starfaði síðar hjá Varnarliðinu sem brunavörður hljóp hann alltaf til og frá vinnu. Hann gekk á fjöll með björgunarsveit og áfram...

Read More