Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Andlitsliturinn

Fyrir nokkrum árum sótti ég myndlistarnámskeið. Meðal nemenda var hávaxin, tignarleg ung kona með sítt svart hár. Það geislaði af henni á svo einstakan hátt. Ég gaf mig á tal við hana og komst að því að hún hafði verið ættleitt frá Sri Lanka. Það var svo skemmtilegt að hlusta á hana segja frá sjálfri sér og hún var stolt af uppruna sínum samhliða því að vera hamingjusöm á Íslandi. Sjálf fylltist ég stolti þegar ég hugsaði til þess hversu mörg íslensk pör hafa í tímans rás tekið börnum af erlendum uppruna opnum örmum og þau orðið ein af...

Read More

Hlustunarstjórnmál

Kosningar eru gífurlega mikilvægar fyrir okkur sem lýðræðisríki. Það er slæmt ef samfélagið missir áhugann á þeim. Þá er samfélagið pínu lasið. Það sem skemmir oft kosningar eru atkvæðaveiðar sem ganga út á skítkast, skotgrafahernað og innantóm loforð. Eitthvað sem við þekkjum því miður vel. Ég held að við getum öll verið sammála um að við nennum ekki svoleiðis lengur. Eitt af málefnum komandi sveitastjórnakosninga er þessi margumtalaða borgarlína. Samgöngumál skipta höfuðborgarbúa mjög miklu máli og þessi tiltekna umræða skiptir okkur Hafnfirðinga kannski sérstaklega miklu máli, þar sem við erum í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Nú þegar er fólk farið að...

Read More

Hver vill ekki lengra og betra líf?

Faðir minn verður 77 ára eftir tæpan mánuð. Hann hætti að reykja fyrir meira en 50 árum. Það var áður en vitað var almennilega um skaðsemi tóbaksneyslu. Hann drekkur ekki lengur áfengi, syndir á morgnana og lyftir lóðum þrisvar í viku. Pabbi hefur alltaf verið á undan sinni samtíð. Þegar hann var stýrimaður á fraktskipum Eimskipafélagsins á 7. áratugnum gerði hann Charles Atlas æfingar um borð og sippaði. Og skipsfélagarnir hlógu að honum eða hristu hausinn. Þegar hann starfaði síðar hjá Varnarliðinu sem brunavörður hljóp hann alltaf til og frá vinnu. Hann gekk á fjöll með björgunarsveit og áfram...

Read More

Innrás 

Ég veit ekki hvernig það er með ykkur en heilinn í mér tekur sér aldrei frí. Þannig gerist það mjög oft að þegar ég á þess síst von, er kannski í mestu makindum að borða lifrarpylsu eða Nóa-kropp, að þá hreytir hann í mig hugmynd og eyðileggur jafnvel fyrir mér matinn. Þannig var það í fyrradag þegar ég var sultuslakur að naga pitsusneið að þá klonkeraðist ein á fullu gasi beint á ennið innanvert. Þar sem mér fannst þetta fjarstæðukennd og vitlaus hugmynd þá snýtti ég henni út um nefið með þóttarlegu fnæsi og hélt svo áfram að innbyrða...

Read More

Nýtt ár – nýtt lógó

Eins og lesendur okkar taka eflaust eftir er Fjarðarpósturinn kominn með nýtt einkennismerki (lógó). Bæjarblaðið er 35 ára í ár og okkur þyrsti í smá andlitslyftingu. Það fylgir líka einhver kraftur nýju ári. Hafnfirðingar búa vel að því að fá tvö bæjarblöð inn á heimili sín þar sem ritstjórarnir eru með ólík áhugasvið. Guðni hjá Fjarðarfréttum er hörkuduglegur, þekkir bæinn sinn vel og tekur afbragðsmyndir. Fjarðarpósturinn hefur líka fengið jákvæð viðbrögð við efnistökum sínum síðan bæjarblöðin urðu tvö og við höldum því áfram á sömu braut – á okkar hátt. Við höfum einnig rekið okkur á, fengið gagnrýni og...

Read More