Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Vefsíða Markaðsstofu Hafnarfjarðar í loftið

„Í vikudagatalinu segir „fimmtudagur til frægðar“ og við trúum því fastlega og settum því nýja vefinn okkar í loftið í dag,“ segir í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem opnaði í gær. Á vefnum er og verður að finna margvíslegar upplýsingar um það sem er að gerast í bænum á fréttasíðu og viðburðadagatali. Við verðum með fyrirtæki vikunnar þar sem við kynnum tvo fyrirtæki í hvert sinn við byrjum á Ásafli og Íshestum. Listi yfir aðildarfélögin okkar sem nú eru alveg að verða 75. Upplýsingar um þau fjögur hverfafélög sem Markaðsstofan setti á stofn. Og svo verðum við með markaðstorg þar sem aðildarfyrirtækjum MsH gefst kostur á að birta ýmis tilboð sem þau...

Read More

Memphis

Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fór fram um þarsíðustu helgi fyrir fullu Bæjarbíó. Það hefur margsýnt sig að Hafnfirðingar kunna að meta tónlistarviðburði og hafa meira að segja búið til sína einstöku eigin Heimahátíð. Og hún er einnig afar vel sótt. Margt þekkt tónlistafólk og annað listafólk býr í bænum okkar. Leikarar, hljóðmenn, rótarar, umboðsmenn, rithöfundar, hönnuðir og fleira skapandi fólk. Mörg þeirra hafa flutt hingað á undanförnum árum. Það er vinsælt að búa í Hafnarfirði. Við vitum alveg að það er enginn bær án menningar og menninguna sköpum við í sameiningu. Auðvitað væri gaman ef hér væri hægt að fjárfesta...

Read More

Dvergur deyr

Þegar ég var unglingur elti ég vini mína sem voru mér langtum fremri í meðferð mússíkinstrúmenta niður á Norðurbakka. Þar voru allskyns hljómsveitir með æfingaraðstöðu í yfirgefnu fiskvinnsluhúsnæði. Í sama húsi sá ég eitt magnaðasta leikhússtykki sem ég hef upplifað sem var Himnaríki, sett upp í kaffiaðstöðu Bæjarútgerðarinnar. Seinna æfði ég skylmingar í einhverri þessarra gömlu skemma. Þessi gömlu finngálkn voru öll rifin og í staðin kom blokkahverfi sem mér fannst lengi vel eins og klipptur hefði verið bútur úr Breiðholtinu og koppípeistaður inn í hjarta Hafnarfjarðar en ég er hægt og rólega að taka í sátt. Ástæða þess...

Read More

„Brekkusöngur“ á Ásfjalli?

Að undanförnu hafa tónleikar á toppum Esju og Úlfarsfells vakið athygli og lukku. Ungir sem aldnir hafa hópast í göngu (eða í þyrluferð) og notið samveru í íslenskri náttúru á löngum sumarkvöldum. Tónleikarnir á Úlfarsfelli í lok maí þóttu heppnast einstaklega vel, enda varið veðrið með besta móti og viðburðinum vel stýrt af fulltrúum Ferðafélags Íslands í tilefni af 90 ára afmæli þess í ár. Ég hef áður dásamað fellin og fjöllin hér í kring, enda gengið þau nokkrum sinnum og heillast alltaf jafn mikið af náttúrunni, umhverfinu og útsýninu. Ég mæti fólki á ýmsum aldri og hef tekið...

Read More

Dagur í lífi föður

Það gerist svo margt í Hafnarfirði sem ég held að gerist hvergi annarsstaðar. Einn sólríkan vordag röltum við Jökull niður að tjörninni við Hafnarborg með fjarstýrða bátinn sem bróðir gaf honum í afmælisgjöf. Pabbinn tefst á spjalli við hornfirskan gullmangara og bregður heldur í brún þegar hann kemst loks niður að pollinum. Var þar staddur hópur kvendýra sem flest áttu það sameiginlegt að vera löngu komin úr kaskó. Fyrir hópnum fór ægilega vígalegt eintak íklætt dragt sem hefði gert danadrottningu afbrýðisama. Ríghéldu þær bæði í Jökul og bátinn, töluðu hátt um eigin dugnað í þeim efnum og misstu sig...

Read More