Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Essið mitt

Ég starfa mikið við það að horfa á tölvuskjá, stundum langt fram á kvöld. Ég pikka inn og móta texta, vinn í myndum, sinni skilaboðahólfinu og tengslanetinu mínu og kem efni á framfæri. Í þessu felst oft heilmikil sköpun, enda valdi ég þennan starfsvettvang og námið þar á undan. Það er gott að fara í flæði þegar verkefni eru unnin. Stundum er talað um að vera í essinu sínu undir slíkum kringumstæðum. Þá haldast í hendur sköpun og miðlun. Í mínum störfum verð ég oft trufluð í slíku flæði vegna utanað komandi áreitis. Það er líka hluti af starfinu...

Read More

Umferðaróskipulag

Í síðustu viku fjallaði Fjarðarpósturinn um umferðaróskipulagið í kringum nýja verslun Krónunnar við Flatahraun og var það afskaplega vel til fundið. Það virðist vera að þeir sem skipulögðu þetta svæði hafi búist við að fólki kæmi þangað svífandi af himnum ofan. Þetta er því miður svolítið sagan af þessu mjög svo vaxandi svæði verslunar og þjónustu við Fjarðarhraun og Bæjarhraun. Þetta svæði er búið að vaxa gífurlega á síðasta áratug og við Hafnfirðingar fögnum því að sjálfsögðu. Gallinn er samt að maður leggur sig alltaf í ákveðna hættu við að sækja sér þjónustu þangað. Þetta er smá svona skipulagt...

Read More

Þorpið

Að baki er stórskemmtileg helgi hjá mér og krökkunum mínum, kjaftfull af ævintýrum, en samt fórum við nánast aldrei út fyrir 220. Það er ekkert langt síðan menningarlíf Gaflarans gekk úr á að drekka sig fullan á Fjörukránni eða Hansen og drekka svo þynnkukaffi á Súfistanum. Fjörukráin gekk fyrst úr skaftinu og sneri sér að hótelrekstri, Hansen dankaðist hægar niður, en Súfistinn stendur enn vaktina sem nestor hafnfirskrar miðbæjarmenningar. Fylliríið fór upp á hraun og í staðinn fengum við fulla skál af gotteríi í miðbæinn. Það eru komin tvö mjög góð kaffihús á Norðurbakkann annað intróvert en hitt extrovert...

Read More

Vefsíða Markaðsstofu Hafnarfjarðar í loftið

„Í vikudagatalinu segir „fimmtudagur til frægðar“ og við trúum því fastlega og settum því nýja vefinn okkar í loftið í dag,“ segir í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem opnaði í gær. Á vefnum er og verður að finna margvíslegar upplýsingar um það sem er að gerast í bænum á fréttasíðu og viðburðadagatali. Við verðum með fyrirtæki vikunnar þar sem við kynnum tvo fyrirtæki í hvert sinn við byrjum á Ásafli og Íshestum. Listi yfir aðildarfélögin okkar sem nú eru alveg að verða 75. Upplýsingar um þau fjögur hverfafélög sem Markaðsstofan setti á stofn. Og svo verðum við með markaðstorg þar sem aðildarfyrirtækjum MsH gefst kostur á að birta ýmis tilboð sem þau...

Read More

Memphis

Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fór fram um þarsíðustu helgi fyrir fullu Bæjarbíó. Það hefur margsýnt sig að Hafnfirðingar kunna að meta tónlistarviðburði og hafa meira að segja búið til sína einstöku eigin Heimahátíð. Og hún er einnig afar vel sótt. Margt þekkt tónlistafólk og annað listafólk býr í bænum okkar. Leikarar, hljóðmenn, rótarar, umboðsmenn, rithöfundar, hönnuðir og fleira skapandi fólk. Mörg þeirra hafa flutt hingað á undanförnum árum. Það er vinsælt að búa í Hafnarfirði. Við vitum alveg að það er enginn bær án menningar og menninguna sköpum við í sameiningu. Auðvitað væri gaman ef hér væri hægt að fjárfesta...

Read More