Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Innrás 

Ég veit ekki hvernig það er með ykkur en heilinn í mér tekur sér aldrei frí. Þannig gerist það mjög oft að þegar ég á þess síst von, er kannski í mestu makindum að borða lifrarpylsu eða Nóa-kropp, að þá hreytir hann í mig hugmynd og eyðileggur jafnvel fyrir mér matinn. Þannig var það í fyrradag þegar ég var sultuslakur að naga pitsusneið að þá klonkeraðist ein á fullu gasi beint á ennið innanvert. Þar sem mér fannst þetta fjarstæðukennd og vitlaus hugmynd þá snýtti ég henni út um nefið með þóttarlegu fnæsi og hélt svo áfram að innbyrða...

Read More

Nýtt ár – nýtt lógó

Eins og lesendur okkar taka eflaust eftir er Fjarðarpósturinn kominn með nýtt einkennismerki (lógó). Bæjarblaðið er 35 ára í ár og okkur þyrsti í smá andlitslyftingu. Það fylgir líka einhver kraftur nýju ári. Hafnfirðingar búa vel að því að fá tvö bæjarblöð inn á heimili sín þar sem ritstjórarnir eru með ólík áhugasvið. Guðni hjá Fjarðarfréttum er hörkuduglegur, þekkir bæinn sinn vel og tekur afbragðsmyndir. Fjarðarpósturinn hefur líka fengið jákvæð viðbrögð við efnistökum sínum síðan bæjarblöðin urðu tvö og við höldum því áfram á sömu braut – á okkar hátt. Við höfum einnig rekið okkur á, fengið gagnrýni og...

Read More

Minningaverksmiðjan

Rölta um bæinn á Þorláksmessukvöldi. Skreyta jólatréð. Lyktin af smákökunum. Heimsækja jólaþorpið. Skera út laufabrauð. Tárast af skötunni. Lesa jólakortin. Hrein rúmföt. Jólakveðjurnar á Rás eitt. „Útvarp Reykjavík. Gleðileg jól“ og allskonar minningar. Jólin eru byggð á minningum. Frá því að við munum eftir okkur byrjum við að leggja inn í jóla-minningabankann. Mikilvægustu undirstöðurnar eru lagðar snemma. Á þeim minningagrunni hvíla öll jólin sem á eftir koma. Þess vegna eru jólin okkur svona kær. Þess vegna finnst okkur í lagi að hlusta á jólalög sem eru í raun orðin hallærisleg og endast illa. Þau færa okkur minningar sem eru...

Read More

Gerðið

„Beygðu til vinstri tvöhundruð metrum vestan við hestagerðið“. Þetta voru leiðbeiningarnar sem ég heyrði mann gefa öðrum hér á Strandgötunni. Mér hlýnaði ægilega um trénaðar hjartaræturnar við að heyra þetta innanbæjar og við að sjá hrauka af hrossaskít á dreif um götuna. Mér leiðist nútíminn. Hann er orðinn eitthvað svo hreinn, svo gerilsneyddur, svo fullur af „passaðu þig“ reglum svo þú upplifir lífið örugglega á réttan, öruggan og gerilsneyddan máta, og ekki öðruvísi. Ég hef séð svartan hrábít á vappi um miðbæinn án þess að af hlytist mannskaði og börnin mín klófestu mjög smágerða risaeðlu í sumar. Risaeðlan er...

Read More

Hræðilegi hrósarinn

Fyrir mér er næringargildi hróss í samskiptum eins mikilvægt og lýsis í mataræði. Það tekur enga stund en hefur langímaáhrif. Ég er alin upp við það að þegar fólk gerir eða segir eitthvað virkilega gott, þá sé sjálfsagt að hrósa fyrir það. Ekki bara sjálfsagt, heldur fylgir því líka góð tilfinning að gefa af sér. Algengt viðhorf þeirra sem hrósa sjaldan er: „Æ, hann veit alveg hvað hann er góður“ eða „Æ hún veit alveg hvað hún er dugleg“ eða „Þau ofmetnast!“. Raunin er bara sú að við erum langflest svo iðin við að minna sjálf okkur á hvað...

Read More