Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Tælingar og pælingar

Ég er foreldri og á tvær dætur í sínum hvorum skólanum í bænum. Önnur er tindrandi táningur og hin stálpað stelpuskott. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því þegar ég var orðin tveggja dætra móðir, með fimm ára millibili, að ég myndi í uppeldinu annars vegar takast á við vinkvennadrama á vissum aldri og hins vegar einhvers konar ástarsorgir síðar. Þessir tveir þættir hafa mikil áhrif á sjálfsmynd stúlkna og ungra kvenna og þær læra að setja mörk, virða mörk og standa með sér. Það að vera hafnað á einhvern hátt, í eitt skipti eða ítrekað, hefur skiljanlega áhrif...

Read More

Frelsið er yndislegt

Ég fer mikið með ormana mína upp fyrir bæinn. Einn daginn man ég að tveir nafntogaðir menn komu ríðandi ægilega vígalegir á klárunum sínum að Hvaleyrarvatni. Að þustu hundarnir mínir og gerðu heiðarlega tilraun til að þefa af rössum aðkomudýranna eins og hunda er vani. Svo streymdi að her barna til að klappa bæði hundum og hestum. Eini gallinn við þessa stórskemmtilegu uppákomu var að þetta var allt harðbannað. Hundar og hestar voru þarna staddir í trássi við regluverk. Ég þakka bara fyrir að hafa ekki þurft að hafa börnin í bandi. Ég hlusta ekki á svona vitleysisþvælu. Hundurinn...

Read More

Golfstraumur

Golfstraumurinn er flottur. Hann er í raun lífgjafi Íslands. Án hans væri vart byggilegt hér. Hann á upptök sín skammt norðan við miðbaug, í Mexíkóflóa (Gulf of Mexico), en þaðan er nafnið komið. Einn angi hans streymir alla leið hingað norður til Íslands sem er á 63°-66° norðlægrar breiddar. Þessi hlýi hafstraumur kemur að suðurströndinni og heldur áfram norður með vesturströndinni. Þannig tryggir hann okkur mildara loftslag en víða á sömu breiddargráðu. Gott hjá honum! Svo er það hinn golfstraumurinn. Sá sem streymir frá Íslandi til suðurs, aðallega á vorin og haustin. Þetta er stöðugt stækkandi straumur golfara sem...

Read More

Vorboðar

Vetri er að ljúka. Þetta var samþjappaðasti vetur sem ég hef lifað, við fengum rosalega langt og milt haust þar til skyndilega kyngdi niður heilum vetrarbirgðum af snjó á einni nóttu og síðan ekki söguna meir. Fleiri eru teiknin um að náttúran sé að umpólast. Lóan mætti á svæðið, albúin að kveða burt snjó og fylla hjörtu landsmanna gleði, en henni var mætt þetta árið með ramakveini líffræðinga ,sem virðast nýkomnir af paranojuseminari hjá einhverri amerískri þjóðvarnarstofnun, og söngur líffræðinganna var FUGLAFLENSA!!! Verið öll á varðbergi. Þessu nenni ég ekki. Ég vil hafa gaman af þessu lífi. Leyfum Garðabæ...

Read More

Hel….s snjóskóflan

Það er fátt jafn hallærislegt og miðaldra karldýr sem hamrar á því við ungviðið hvað allt hafi nú verið erfiðara en jafnframt miklu betra í gamla daga því harðræðið á víst að vera svo agalega gott fyrir andlega sálarheill. Ég er með endemum óminnugur, ég er eitt alversta vitni um eigin jarðvist sem anda dregur á þessari plánetu. En eitt man ég og það er snjómokstur. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en með snjóskóflu í hönd. Snjóskóflur eru þessi fáránlega hönnuðu instrúment úr áli sem eru með spaða á stærð við átján tommu pizzakassa en handfang litlu lengra...

Read More