Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Dvergur deyr

Þegar ég var unglingur elti ég vini mína sem voru mér langtum fremri í meðferð mússíkinstrúmenta niður á Norðurbakka. Þar voru allskyns hljómsveitir með æfingaraðstöðu í yfirgefnu fiskvinnsluhúsnæði. Í sama húsi sá ég eitt magnaðasta leikhússtykki sem ég hef upplifað sem var Himnaríki, sett upp í kaffiaðstöðu Bæjarútgerðarinnar. Seinna æfði ég skylmingar í einhverri þessarra gömlu skemma. Þessi gömlu finngálkn voru öll rifin og í staðin kom blokkahverfi sem mér fannst lengi vel eins og klipptur hefði verið bútur úr Breiðholtinu og koppípeistaður inn í hjarta Hafnarfjarðar en ég er hægt og rólega að taka í sátt. Ástæða þess...

Read More

„Brekkusöngur“ á Ásfjalli?

Að undanförnu hafa tónleikar á toppum Esju og Úlfarsfells vakið athygli og lukku. Ungir sem aldnir hafa hópast í göngu (eða í þyrluferð) og notið samveru í íslenskri náttúru á löngum sumarkvöldum. Tónleikarnir á Úlfarsfelli í lok maí þóttu heppnast einstaklega vel, enda varið veðrið með besta móti og viðburðinum vel stýrt af fulltrúum Ferðafélags Íslands í tilefni af 90 ára afmæli þess í ár. Ég hef áður dásamað fellin og fjöllin hér í kring, enda gengið þau nokkrum sinnum og heillast alltaf jafn mikið af náttúrunni, umhverfinu og útsýninu. Ég mæti fólki á ýmsum aldri og hef tekið...

Read More

Dagur í lífi föður

Það gerist svo margt í Hafnarfirði sem ég held að gerist hvergi annarsstaðar. Einn sólríkan vordag röltum við Jökull niður að tjörninni við Hafnarborg með fjarstýrða bátinn sem bróðir gaf honum í afmælisgjöf. Pabbinn tefst á spjalli við hornfirskan gullmangara og bregður heldur í brún þegar hann kemst loks niður að pollinum. Var þar staddur hópur kvendýra sem flest áttu það sameiginlegt að vera löngu komin úr kaskó. Fyrir hópnum fór ægilega vígalegt eintak íklætt dragt sem hefði gert danadrottningu afbrýðisama. Ríghéldu þær bæði í Jökul og bátinn, töluðu hátt um eigin dugnað í þeim efnum og misstu sig...

Read More

Tælingar og pælingar

Ég er foreldri og á tvær dætur í sínum hvorum skólanum í bænum. Önnur er tindrandi táningur og hin stálpað stelpuskott. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því þegar ég var orðin tveggja dætra móðir, með fimm ára millibili, að ég myndi í uppeldinu annars vegar takast á við vinkvennadrama á vissum aldri og hins vegar einhvers konar ástarsorgir síðar. Þessir tveir þættir hafa mikil áhrif á sjálfsmynd stúlkna og ungra kvenna og þær læra að setja mörk, virða mörk og standa með sér. Það að vera hafnað á einhvern hátt, í eitt skipti eða ítrekað, hefur skiljanlega áhrif...

Read More

Frelsið er yndislegt

Ég fer mikið með ormana mína upp fyrir bæinn. Einn daginn man ég að tveir nafntogaðir menn komu ríðandi ægilega vígalegir á klárunum sínum að Hvaleyrarvatni. Að þustu hundarnir mínir og gerðu heiðarlega tilraun til að þefa af rössum aðkomudýranna eins og hunda er vani. Svo streymdi að her barna til að klappa bæði hundum og hestum. Eini gallinn við þessa stórskemmtilegu uppákomu var að þetta var allt harðbannað. Hundar og hestar voru þarna staddir í trássi við regluverk. Ég þakka bara fyrir að hafa ekki þurft að hafa börnin í bandi. Ég hlusta ekki á svona vitleysisþvælu. Hundurinn...

Read More