Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Gagn og gaman

Sem barn og unglingur skiptir máli að vera hluti af hópi og forvarnagildi slíks er óumdeilt. Ég er skáti, ég æfði handbolta, lærði á klarinett hjá Siguróla heitnum Geirssyni og spilaði í lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur undir stjórn Arnar Óskarssonar. Ég var ung í fyrstu stjórn sameinaðrar björgunarsveitar Njarðvíkur og Keflavíkur og fæ alltaf nettan fortíðarspenning í magann þegar líður að árlegum undirbúningi flugeldasölu. Þetta mótaði mig allt saman á einn eða annan hátt. Íþróttastarf í bæjarfélögum er mikilvægt og gott. Sérstaklega hér í Hafnarfirði þar sem allt virðist blómstra. Einnig listar- og menningarstarf og á sama hátt og í...

Read More

Veisla

Mér finnst nokkuð gaman að elda mat. Ég hef talsvert meiri trú á eigin færni í þeim efnum en raunverulega getu. Því fer best á því að aðrir sjái um fóðurgjöfina. Ég hef líka talsvert gaman af því að fjasa um pólitík, þar hef ég líka miklu meiri skoðanir en vit. Merkilegt nokk er hægt að tengja þessi tvö málefni saman næstu mánuði. Brátt líður að kosningum. Og við fáum ekki einar heldur tvær og með stuttu millibili. Það þýðir að flokkarnir, sem nálgast það að verða fleiri en blokkir í Breiðholtinu, opna allir kosningaskrifstofu og flestir í miðbænum....

Read More

Íbúafundur um Reykjanesbraut í Bæjarbíói

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til íbúafundar um samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut, þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20 í Bæjarbíói. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. Gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu eru með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafa orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum...

Read More

Essið mitt

Ég starfa mikið við það að horfa á tölvuskjá, stundum langt fram á kvöld. Ég pikka inn og móta texta, vinn í myndum, sinni skilaboðahólfinu og tengslanetinu mínu og kem efni á framfæri. Í þessu felst oft heilmikil sköpun, enda valdi ég þennan starfsvettvang og námið þar á undan. Það er gott að fara í flæði þegar verkefni eru unnin. Stundum er talað um að vera í essinu sínu undir slíkum kringumstæðum. Þá haldast í hendur sköpun og miðlun. Í mínum störfum verð ég oft trufluð í slíku flæði vegna utanað komandi áreitis. Það er líka hluti af starfinu...

Read More

Umferðaróskipulag

Í síðustu viku fjallaði Fjarðarpósturinn um umferðaróskipulagið í kringum nýja verslun Krónunnar við Flatahraun og var það afskaplega vel til fundið. Það virðist vera að þeir sem skipulögðu þetta svæði hafi búist við að fólki kæmi þangað svífandi af himnum ofan. Þetta er því miður svolítið sagan af þessu mjög svo vaxandi svæði verslunar og þjónustu við Fjarðarhraun og Bæjarhraun. Þetta svæði er búið að vaxa gífurlega á síðasta áratug og við Hafnfirðingar fögnum því að sjálfsögðu. Gallinn er samt að maður leggur sig alltaf í ákveðna hættu við að sækja sér þjónustu þangað. Þetta er smá svona skipulagt...

Read More