Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Ljósin

Desember er fallegur tími. Þrátt fyrir myrkrið er hann á vissan hátt bjartasti mánuðurinn. Fólk keppist við að skreyta með ljósum. Kertaljós, ljósaseríur, hvít og litrík ljós, ljós í gluggum, á svölum og í garðinum. Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Litríkar ljósaskreytingar í bænum og þegar veðurguðirnir eru okkur hliðhollir toppa svo ljósin á himinhvelfingunni allt. Hvað er yndislegra en stjörnubjartur himinn, tunglskin eða dansandi norðurljós? Svo koma flugeldarnir á gamlárskvöld. Dásamlegt að horfa á öll þessi ljós. Gott að sjá ljósið í víðustu merkingu. „Gott að sjá þig,“ segjum við gjarnan þegar við hittum vini og kunningja. En...

Read More

Forboðnir leikir

Það var fjandi gaman að vera barn á níunda áratuginum. Það er oft talað um að heimurinn sé alltaf að minnka. Það er bara þvæla, hann er alltaf að stækka. Barnabókin „Helgi skoðar heiminn“ kristallíserar þetta mjög greinilega. Heimur Helga rétt náði að teygja sig út fyrir túnfótinn. Þegar ég var pjakkur var vídeóspólan að ryðja sér til rúms, þar áður hafði sá heimur takmarkast af því hvaða kábbojmynd var verið að sýna í Bæjarbíó. Ég eignaðist ungur Zinclair Spectrum leikjatölvu sem leysti af hólmi Donkey Kong tölvuspilin sem hvort eð er voru alltaf batteríslaus þegar á reyndi. Í...

Read More

Pestin

Ég hef stundum sjálfum mér til skemmtunar sest fyrir framan verslunina Kailash með Begga eiganda sömu búðar og hamrað út nokkra blússlagara. Fleiri hafa brosað en ygglt sig við þessi uppátæki okkar en innihald hattarins sem við leyfum að liggja fyrir framan okkur hefur sjaldnast nægt til að kaupa kaffibolla á mann. Þetta er ekki vegna þess að Hafnfirðingar séu nískari en annað fólk, vonandi er þetta ekki vegna þess hvað við erum leiðinlegir, mig grunar að ástæðan sé sú að við erum of fá í miðbænum á rölti á góðviðrisdögum. Íbúar í miðbæ eru pest. Þetta segi ég...

Read More

Að alast upp í Norðurbænum

Rétt um það leyti sem ég var hættur að kúka í kopp var mér skóflað upp í stórglæsilegan Mini og mér og bróður ekið upp í Norðurbæ (ég er ekki alveg viss um að svæðið verskuldi stóran staf samkvæmt ströngustu málfræðireglum en í mínum huga er þetta sérnafn). Þar tók við síðhippaútlítandi foreldrum mínum og ormunum þeirra tveimur blokk sem þá hét „Græna blokkin“.  Blokkarhringurinn var ungt hverfi rétt eins og Vellirnir eru núna og innihélt að mestu barnafólk sem var að hefja búskap. Það gerði það að verkum að mér telst til að eingöngu í mínum stigagangi hafi...

Read More

Norðurbakkinn

Nú ætla ég að gera svolítið sem ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tímann gera. Ég ætla að tala fallega um Norðurbakkann. Ég ætla allavega að reyna það. Það er ekki auðvelt að finna fagran blett á þessu monstrosíteti sem byggingarverktakarnir þröngvuðu upp á okkur í krafti nýtingarréttarskördeneitthvað.  Vel á minnst hvar er skútulægið sem planað var þar sem lóðsinn lá í denn? En ég fann ljósan punkt (eftir talsverða leit), kvöld eitt þegar ég gekk með hundinn (lausan) eftir Norðurbakkanum varð mér skyndilega ljóst hvað það er sem mótar okkur Hafnfirðingana. Hafnarfjörður, ólíkt nágrannasveitarfélögunum, veit allur niður...

Read More