Flokkur: Halló Hafnarfjörður

Það er svo margt

Undanfarin misseri hef ég farið með gönguhópa um hluta gamla bæjarins og hef haft af því mikla ánægju. Ég er líka alveg handviss um að þeir, sem gengið hafa með mér hafa haft bæði gagn og gaman af röltinu og því sem þeir verða áskynja þar. Það er nefnilega frá svo ótal mörgu að segja og svo margt merkilegt að sjá á ekki lengri ferð. Gamli bærinn hefur að geyma mikla og merkilega sögu um uppbyggingu Hafnarfjarðar og við sem búum hér eigum að vera stolt af sögunni og eigum að þekkja sögu þeirra sem byggðu bæinn, sem okkur...

Read More

Bláir hringir

Þegar flugið er tekið innanlands, eins og segir í auglýsingunni, blasa þeir hvarvetna við bláu hringirnir. Það mætti halda að þetta fyrirbæri tengdist á einhvern hátt lífsnauðsynjum okkar Íslendinga, að enginn geti án þess verið. Það mætti dunda sér við að telja þá í góðu skyggni en það yrði til að æra óstöðugan því þá er að finna um allar koppagrundir. Flestir eru sammála um að lítil prýði sé af trampólínunum okkar. Svo ekki sé talað um þegar þau eru komin til ára sinna, ryðguð, upplituð og slitin. Það hlýtur samt að vera einhver skýring á því að þau...

Read More

Glæpahneigð miðaldra karldýrs

Ef manni tekst, eins og mér tókst í liðnum mánuði, að drepast ekki samfleytt í fjörutíu ár, þá er maður kominn á fimmtugsaldurinn. Uppgötvunargleði æskunnar löngu horfin og núna eru allflestar tækninýjungar djöfulsins óþarfi og rugl. Aðallega vegna þess að ég nenni ekki að læra á þær. Þær uppgötvanir sem ég reyni hve mest að leiða hjá mér er innrás hvítra langra hára sem ryðjast upp og niður varnarlítinn skrokkinn eins og Hitler yfir Pólland. Það kom mér því lítið á óvart þegar eyrun kröfðust þess frekar að hlusta á fjasið á Rás 1 fremur en poppkúltúrinn á hinum...

Read More