Það er svo margt
Undanfarin misseri hef ég farið með gönguhópa um hluta gamla bæjarins og hef haft af því mikla ánægju. Ég er líka alveg handviss um að þeir, sem gengið hafa með mér hafa haft bæði gagn og gaman af röltinu og því sem þeir verða áskynja þar. Það er nefnilega frá svo ótal mörgu að segja og svo margt merkilegt að sjá á ekki lengri ferð. Gamli bærinn hefur að geyma mikla og merkilega sögu um uppbyggingu Hafnarfjarðar og við sem búum hér eigum að vera stolt af sögunni og eigum að þekkja sögu þeirra sem byggðu bæinn, sem okkur...
Read More