Flokkur: Heilbrigðismál

Besta starfsfólkið í mestri hættu

Kulnun hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri og á seinni hluta síðasta árs hratt VIRK starfsendurhæfingarsjóður af stað auglýsingaherferð undir heitinu „Er brjálað að gera?“ 1900 manns fengu aðstoð VIRK í fyrra. Við heyrðum í Hafnfirðingnum Vigdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, sem segir margar og flóknar ástæður vera fyrir því að fólk fer í þrot. „Kulnun er ekki sjúkdómsgreining, heldur starfsþrot. Einstaklingar sem kljást við einkenni kulnunar koma til okkar með aðrar greiningar, s.s. kvíða og þunglyndi. Ég get fullyrt að allir sem koma til okkar eru í mjög alvarlegri stöðu og þurfa þjónustu og aðstoð,“ segir Vigdís og...

Read More

Vill ná fólki áður en það brotlendir

Í sumum nágrannalanda Íslands upplifa 13% starfandi einstaklinga kulnun og þar er hún algengust í kennarastétt. Í fræðsluefni á vefsíðu VIRK lýsir Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur og sviðsstóri, kulnun m.a. sem tilfinningalegri örmögnun, óeðlilegri og hamlandi þreytu, litlu úthaldi, orku og frumkvæði, tilfinningalegri flatneskju, neikvæðu viðhorfi, dvínandi persónulegum árangri, neikvæðu mati og erfiðleika við að takast á við vandamál. Við hittum Hauk Haraldsson,  klínískan sálfræðing í Sálfræðihúsinu við Bæjarhraun 8, og fræddumst um kulnun út frá hans sjónarhóli í starfi. Haukur segir dæmigerð einkenni kulnunar verða til þegar einstaklingur sé í starfi eða verkefni þar hann upplifi viðvarandi streitu...

Read More

„Mér fannst ekki nógu mikið að mér“

Sigrún Jónsdóttir er þroskaþjálfi, „life coach“ og sérhæfður ADHD- og einhverfu-markþjálfi. Hún kláraði diplomanám í hugrænni atferlismeðferð og hefur ástríðu fyrir að aðstoða fullorðna, fjölskyldur og fólk, aðallega börn, með fyrrnefndar greiningar. Sigrún fór að sýna alvarleg einkenni kulnunar árið 2016 og vinkona hennar hvatti hana til að sækja um hjá VIRK. Hin harðduglega Sigrún glímdi jafnframt við eigin fordóma og fannst aðrir en hún þurfa meira á hjálpinni að halda.    Í nóvember 2016 sagði vinkona Sigrúnar við hana að henni fyndist hún vera orðin frekar ólík sjálfri sér og hvatti hana til þess að komast í viðtal...

Read More

Blautþurrkur martröð í pípunum

Að undanförnu hefur verið mikið um rekstrartruflanir í fráveitukerfi Hafnarfjarðar og má rekja ansi margar þeirra til þess að blautþurrkum er sturtað niður í salerni eftir notkun. Blautþurrkur, sem gerðar eru úr plasti, festast í dælum og felst mikill kostnaður í viðhaldi og hreinsun á þeim. Ef allir íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði taka sig saman þá er hægt að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem berast í fráveituna umtalsvert og jafnvel koma alfarið í veg fyrir vandamálið til lengri tíma litið.  „En til þess þarf samhent átak, vitund og vilja allra“ segir Guðmundur Elíasson, umhverfis- og veitustjóri Hafnarfjarðarbæjar. Blautþurrkur...

Read More

Ungmennahús í nýtt húsnæði

Í húsnæði gömlu Skattstofunnar við Suðurgötu 14 fer fram ýmis starfsemi sem tengist ungu fólki. Í rýminu á jarðhæðinni Suðurgötu megin er þessa dagana verið að gera klárt nýtt húsnæði ungmennahúss Hafnarfjarðar. 14. febrúar verður kynning á húsnæðinu fyrir bæjarfulltrúa og aðra sem hafa aðstoðað eða komið að uppbyggingu Ungmennahússins á einhvern hátt og þá fer einnig í gang nafnasamkeppni um orð yfir nýja aðsetrið. Við kíktum í heimsókn og tókum tali John Friðrik Bond Grétarsson, tómstunda- og félagsmálafræðing og verkefnastjóra ungmennahússins og Birtu Guðnýju Árnadóttur, nemenda í Flensborg og fulltrúa í ungmennaráði.   Ungmennahúsið er hugsað fyrir aldurinn...

Read More