Flokkur: Listamaðurinn

„Hvað býr í hrauninu?“

Díana Margrét Hrafnsdóttir heiti ég og hef búið í Hafnarfirði alla mína tíð í hrauninu við hafið. Ég útskrifaðist vorið 2000 úr Listaháskóla Íslands, þar sem ég lærði grafík og leir, einnig hafði ég áður stundað nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Ég er félagi í Íslenskri Grafík og Sambandi Íslenskra Myndlistamanna(SÍM). Hef haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Ég er með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar ásamt  öðrum listamönnum og hönnuðum. Þar áður hafði ég verið með vinnustofu á Korpúlfsstöðum en ákvað að koma í heimabæinn þegar Íshús Hafnarfjarðar fékk nýtt hlutverk. Í...

Read More

Sækir innblástur í barnæskuna

Í þessum glænýja lið mun Dagný Gylfadóttir ríða á vaðið og kynna sig og sína list. Dagný er keramikhönnuður sem útskrifaðist 2014 í Englandi og var 2 ár í diplóma keramiknámi í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Dagný hannar undir merkinu DAYNEW. „Sumarið 2014 stofnaði ég vinnustofurými með öðrum hönnuðum í Íshúsi Hafnarfjarðar. Þar starfa ég alla daga við hönnun mína. Þetta er mitt aðalstarf. Innblástur kemur aðallega frá klassískum Sirkus munstrum; rendur, tíglar, fánar, sikk sakk, þríhyrnd form og sirkus tjöld spila þar stórt hlutverk í hönnun hlutanna. Nýjasta vörulínan samanstendur af skemmtilegum útfærslum af fjöllum; smáfjallavasar, fjallastjakar og Fjallavasinn.“...

Read More