Flokkur: Listir og menning

Hafnfirðingar sigursælir í dansi

Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir (úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – DÍH) unnu bæði u21 ballroom og Rising Star ballroom og voru í 6. sæti í Amateur ballroom á Eastern United States Championships móti sem haldið var í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir (einnig úr DÍH) unnu einnig bæði Amateur latin og U21 latin. Þá urðu Tristan Guðmundsson og Svandís Ósk (DÍH) voru í 5. sæti í U19 og 6. sæti í U21 latin. Bragi Geir Bjarnason og Magdalena Eyjólfsdóttir (Dansíþróttafélag Kópavogs-DÍK) voru í 6. sæti í U19 latin og 8. sæti í u19...

Read More

Fyrsta útsending Fjarðarpóstsins á árinu

Fyrsta beina útsending Fjarðarpóstsins á árinu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, Bæjarbíó og Skjáskot, fór fram í Mathiesen stofunni sl. fimmtudag. Metáhorf var í beinni og horfði fólk víða á útsendinguna, m.a. Hafnfirðingur sem staddur var í Los Angeles. Þáttastjórnandi er Olga Björt Þórðardóttir, eigandi Fjarðarpóstsins og viðmælendur að þessu sinni voru Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og Kristín Fjóla Reynisdóttir, læknanemi og varaformaður Hugrúnar geðfræðslufélags. Svavar Knútur tónlistarmaður sló botninn með skemmtiegu spjalli og ljúfum tónum að sínum hætti. Stökum innslögum úr útsendingunni verður dreift í vikunni. Fjarðarpósturinn í beinni – Fyrsti þáttur 2019 Fyrsti þáttur Fjarðarpóstsins í beinni í...

Read More

Trylltir tónleikar Pollalúðrapönkara

Stórviðburðurinn Pollalúðrapönk fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag fyrir troðfullu húsi. Þar leiddu saman hesta sína þrjár hafnfirskar menningarstofnanir; pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla. Einnig verður fjallað um tónleikana í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins.  Myndir: Bergdís...

Read More

Grunnskólahátíð í Gaflaraleikhúsinu

Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði fór fram sl. miðvikudag. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til mikils sóma. Að deginum til voru leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu þar sem nemendur úr skólum bæjarins sýndu atriði og leikhópur Gaflaraleikhússins sýndi einnig afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Fjarðarpósturinn kom við á generalprufu sem haldin var kvöldið áður. Myndir...

Read More

Spennandi Safnanótt – MYNDIR

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opnuðu dyr sínar fram á kvöld og buðu upp á skemmtilega dagskrá á Safnanótt sl. föstudag. Safnanótt er hluti af árlegri Vetrarhátíð sem öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt. Við kíktum á stemninguna. ...

Read More