Flokkur: Listir og menning

Fékk blóm og gaflarakveðju frá Guðrúnu Helgadóttur

Hafnfirski rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir var í gær fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur. Verðlaunin voru afhent í Höfða í gær við hátíðlega athöfn fyrir frumsamda handritið að barna- og ungmennabók, Kennarinn sem hvarf. Við spurðum Bergrúnu hvaða þýðingu þessi verðlaun hafa fyrir hana sem rithöfund og barnabókmenntir yfirleitt. „Guðrún Helgadóttir er frábær fyrirmynd og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér persónulega. Hún skrifar bæði bráðfyndnar og einlægar bækur, sögur sem láta engan ósnortinn. Að hljóta verðlaun sem bera hennar nafn er því mikill heiður. Hafnfirska hjartað slær greinilega sterkt því þegar ég kom...

Read More

22 verkefni fá menningarstyrk

Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær, síðasta vetrardag og hlutu 22 verkefni styrk að þessu sinni.  Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar afhenti í dag formlega menningarstyrki fyrri úthlutunar ársins 2019. 22 verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar og samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði á einn eða annan hátt. Sú skemmtilega hefð hefur skapast fyrir því að afhenda styrkina formlega síðasta vetrardag eða um leið og tilkynnt er um val á bæjarlistamanni ársins. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og...

Read More

Björk Jakobsdóttir er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019

Fjöllistakonan Björk Jakobsdóttir hlaut í gær titilinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019. Björk hefur í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum hlutverkum og starfað meðal annars sem leikkona, leikstjóri, framleiðandi, leikskáld og uppistandari. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, veitti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag á síðasta degi vetrar. Athöfnin er liður í hátíðinni Björtum Dögum sem stendur yfir í Hafnarfirði til sunnudags. Bæjarlistamaður ársins í ár hefur lagt mikið af mörkum til að efla menningarlífið í Hafnarfirði og unnið meðal annars með ungu fólki að verkefnum sem hafa vakið mikla athygli. „Hjartað slær í Hafnarfirði“ sagði Björk þegar hún tók hrærð...

Read More

Vorið vaknar í Gaflaraleikhúsinu

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) frumsýnir á föstudagskvöld söngleikinn Vorið vaknar í Gaflaraleikhúsinu. Verkið er rokksöngleikur um ungt fólk í skóla á 19. öld í Þýskalandi, byggður á leikriti eftir Frank Wedekind frá 1891. Miðasala er hafin á tix.is. Fjarðarpósturinn kíkti á æfingu. Myndir/OBÞ Vorið vaknar er stærsta verkefni vetrarins hjá söngleikjadeild SSD og það má segja að nú séu nemendurnir að uppskera. Frá byrjun eru nemendurnir eru virkir í vali á söngleik vetrarins og undirbúningur hefst strax að hausti með pælingum um sviðsetningu, kóræfingum og leiklistartímum og eftir jól hefjast svo æfingar á söngleiknum. Þátttaka í verkinu er hluti af náminu...

Read More

Bjartir dagar, HEIMA og bæjarlistamaður kynntur

Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði, pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum. Ýmsir tónlistarviðburðir skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár með tónlistarhátíðina HEIMA í broddi fylkingar og á föstudagskvöld verða söfn, verslanir og vinnustofur listamanna opnar fram á kvöld. Þá standa tónlistarmenn, íþróttafélög og ýmis félagasamtök að fjölbreyttum viðburðum og menningarstofnanir bæjarins bjóða uppá skemmtilega dagskrá. Hátíðin hefst á því að þriðjubekkingar syngja inn sumarið á Thorsplani síðasta vetrardag, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar verður...

Read More