Flokkur: Listir og menning

Fjölskyldur fylltu Gaflaraleikhúsið

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason blés til útgáfuhófs fyrir nýju bókina sína, Siggi Sítróna, í Gaflaraleikhúsinu sl. sunnudag. Gestir troðfulltu salinn og nutu skemmtilegrar dagskrár þar sem m.a. Dýrin í Hálsaskógi Reykjanesbæjar fluttu atriði úr sýningu sinni, en Gunnar leikstýrði því verki. Þá las hann upp úr Sigga sítrónu og dró að lokum í happdrætti þar sem hægt var að vinna boli, húfur og bækur. Í anddyri leikhússins var svo boðið upp á kökur og kaffi. Fjarðarpósturinn slóst í hópinn fjölmenna og naut hverrar stundar.    ...

Read More

Aríur um skömm og örlög í Hafnarborg

Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12 kemur mezzosópransöngkonan Elsa Waage fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum sem bera nafnið Skömm og örlög flytja þær aríur eftir G. Bizet, G. Puccini og R. Wagner sem skrifaðar eru fyrir djúpar kvennmannsraddir. Einnig verða flutt tvö íslensk lög sem oftast eru flutt af karlmönnum. Elsa Waage lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur og síðar í framhaldsnám í Washington D.C. þaðan sem hún lauk B.M. –prófi í tónlist við Catholic University of America. Elsa hefur sungið ýmis óperuhlutverk bæði hér á landi og erlendis og...

Read More

Demanturinn við Hringtorgið

Veitingahúsið A. Hansen er kennt við Fendinand Hansen sem rak verslun í húsinu frá 1914 til æviloka árið 1950. Húsið var byggt árið 1880 og er næstelsta hús bæjarins, en elsta er sjálft Sívertsen húsi sem stendur við hlið þess. Í febrúar á þessu ári skipti veitingahúsið um eigendur, sem hafa síðan þá tekið ærlega til hendinni og lagt mikið fjármagn í að dytta að því, þó ávallt með mikilli virðingu fyrir sögu þess og uppruna. Við hittum annan rekstraraðilann og yfirmatreiðslumanninn Silbene Dias, sem einnig hefur endurbætt matseðilinn. Silbene hefur eldað frá barnæsku og hefur unnið á veitingahúsum...

Read More

Hressandi hrekkjavaka á Krydd

Veitingastaðurinn KRYDD efndi til hrekkjavöku sl. laugardagskvöld þar sem Beggi og Pacas skemmtu og spáðu „einhverjum hryllingi“ fyrir gestum. Staðurinn, starfsfólkið og gestir voru virkilega vel skreytt, mikið í lagt og stemningin „hræðilega góð“, þegar Fjarðarpósturinn rétt „þorði“ að reka inn nefið. ...

Read More

Lions gáfu námsefni til leikskóla

Fulltrúar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar afhentu á dögunum námsefnispakka til nemenda á Leikskólanum Víðivöllum. Eru nú allir leikskólar í Hafnarfirði komnir með fjölþættan námsefnispakka í hendurnar sem Menntamálastofnun, í samstarfi við Lions, er að færa öllum leikskólum landsins.   Í pakkanum er að finna spjöld með bókstöfum sem hægt er að nota á fjölbreyttan hátt, einnig veggspjöld með bók- og tölustöfum sem hægt er að hafa sýnileg í umhverfinu, hreyfispil, tónlistarleiki og léttlestrarbækur.  Afhending námsefnisins er liður í Þjóðarsáttmála um læsi og er það von Menntamálastofnunar að efnið muni nýtast vel til eflingar máls og læsis í því fjölbreytta starfi...

Read More