Flokkur: Listir og menning

Alþjóðleg töfrateningakeppni í Flensborgarskóla

Dagana 4. og 5. janúar 2019 verður haldin keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þrjátíu keppendur frá 7 löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verður í 14 mismunandi greinum. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar? Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á öllum aldri að spreyta sig á upphaflega teningnum (Rubiks Cube 3×3) og ótrúlegri flóru annara sambærilegra teninga af öllum stærðum og gerðum. Mótið er alþjóðlega viðurkennt...

Read More

Heillandi helgileikir í Víðistaðakirkju

Helgileikir eru vinsæl hefð hjá grunnskólum víða um land og eru hafnfirskir skólar þar engin undantekning. Fjarðarpósturinn var viðstaddur tvo slíka af fjórum sem fram fóru um síðustu helgi í Víðistaðakirkju. Fjórðu bekkingar Víðistaðaskóla sáu um kórsöng og fimmtu bekkingar skipuðu hlutverk söguhetjanna í jólaguðspjallinu og englakórinn. Öll stóðu þau sig með prýði og stemningin var afar falleg. ...

Read More

Mathiesen stofa formlega opnuð

Rekstraraðilar tónlistar- og menningarhússins Bæjarbíós í Hafnarfirði opnuðu sl. föstudag Mathiesen stofu sem er samtengd Bæjarbíói. Bæjarbíó hefur síðustu misseri blómstrað sem tónleikasalur og keppast vinsælustu flytjendur landsins við að koma fram í húsinu og hefur bæði hljómburður og aðstaða í húsinu verið rómuð bæði af leik- og atvinnumönnum í tónlistargeiranum. Fjarðarpósturinn rak inn nefið til að sjá dýrðina. ...

Read More

Hátíðardjass í Hafnarfirði

Strákarnir í hafnfirsku hljómsveitinni Trio North halda jólatónleika á vegum Hafnarfjarðarbæjar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 18. desember kl. 21. Þeir fá til liðs við sig söngkonuna Gyðu Margréti Kristjánsdóttur sem er góðvinur hljómsveitarinnar. Saman munu þau flytja nokkur af helstu jólalögum samtímans sem allir þekkja með áhrifum frá djass, blús og poppi. Viðburðurinn er liður í eflingu menningarstarfs í Hafnarfirði. Trio North skipa: Gunnar Ágústsson: Bassi Ragnar Már Jónsson: Saxafónn Unnar Lúðvík Björnsson: Trommur Miðaverð er 2000 kr og fást miðar á Tix.is og við inngang ef borgað er með reiðufé (hraðbanki nokkrum metrum frá Fríkirkjunni)....

Read More

Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða fyrstu tónleikarnir í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 19. desember kl. 21.00. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og fimm ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Á dagskránni verða kammerperlur eftir Mozart, Divertimento fyrir strengi, Kvartett fyrir klarinettu og strengi og Kvartett fyrir flautu og strengi og að venju lýkur...

Read More