Flokkur: Listir og menning

Lions gáfu námsefni til leikskóla

Fulltrúar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar afhentu á dögunum námsefnispakka til nemenda á Leikskólanum Víðivöllum. Eru nú allir leikskólar í Hafnarfirði komnir með fjölþættan námsefnispakka í hendurnar sem Menntamálastofnun, í samstarfi við Lions, er að færa öllum leikskólum landsins.   Í pakkanum er að finna spjöld með bókstöfum sem hægt er að nota á fjölbreyttan hátt, einnig veggspjöld með bók- og tölustöfum sem hægt er að hafa sýnileg í umhverfinu, hreyfispil, tónlistarleiki og léttlestrarbækur.  Afhending námsefnisins er liður í Þjóðarsáttmála um læsi og er það von Menntamálastofnunar að efnið muni nýtast vel til eflingar máls og læsis í því fjölbreytta starfi...

Read More

Bóka- og blöðrupartý í Eymundsson

Barnabókahöfundarnir Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir bjóða í bóka- og blöðrupartý í Eymundsson í Hafnarfirði í tilefni af útgáfu nýju bókanna þeirra. Nýju bækurnar og allar eldri bækur Bergrúnar og Kristínar verða á tilboði svo það verður nóg í boði fyrir börn á öllum aldri. Kristín var að gefa út bókina Úlfur og Edda: Drottningin, sem er sjálfstætt framhald í þríleiknum um stjúpsystkinin Úlf og Eddu. Bók Bergrúnar Írisar heitir Langelstur í leynifélaginu, annarri bókinni um Rögnvald og Eyju, sem eru bestu vinir þrátt fyrir 90 ára aldursmun á þeim. Þær ætla báðar að lesa úr bókunum....

Read More

Skapandi samvera í vetrarfríinu

Fjölmargir foreldrar og börn nýttu sér skipulagða samveru í bænum í vetrarfríi grunnskólanna. Meðal annars var boðið upp á föndurstund í Hafnarborg, bókamerkjagerð í Bókasafni Hafnarfjarðar og ratleik í Byggðasafninu. Var ekki annað að sjá en að foreldrar, ömmur og afar nytu sín jafn mikið og börnin því víða mátti sjá ansi fallegt handbragð og sköpun. Myndir OBÞ...

Read More

Hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju fyrsta vetrardag. Á efnisskránni eru verk Leonards Bernstein áberandi, en um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Básúnu- og klarinettudeildirnar munu fá að sýna hvað í þeim býr í Sweet trombone rag eftir Al Sweet og Pie in the face polka eftir Henri Mancini. Einnig verður flutt Svíta fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, vel valdir marsar og fleira. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson. Almennt miðaverð á tónleikana er 1500 krónur. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum og við innganginn fyrir tónleikana, en þeir verða laugardaginn 27. október kl....

Read More

Nýjar sýningar í Hafnarborg

Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg laugardaginn 27. október kl. 15. Það eru sýningarnar SNIP SNAP SNUBBUR, ný verk eftir Guðmund Thoroddsen í aðalsal safnsins, og sýningin Til móts við náttúruna, verk úr safneign Eirík Smith í Sverrissal. Á undanförnum árum hefur Guðmundur, í verkum sínum, skoðað stöðu karlmennskunnar og feðraveldisins. Í húmorískum og sjálfrýnum verkum gagnrýnir hann og hæðist að því á sama tíma og hann upphefur það. Myndefni fyrri verka hafa gjarnan verið skeggjaðir karlar sem uppteknir eru við ýmsa iðju á borð við körfuknattleik, bjórbruggun og skotveiðar en á síðustu misserum hafa myndirnar orðið æ óhlutbundnari....

Read More