Flokkur: Listir og menning

Mamma klikk í Gaflaraleikhúsinu – leita að Sigga sítrónu

Gaflaraelikhúsið mun frumsýna Mömmu klikk! eftir Gunnar Helgason í leikgerð og leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur 12. október 2019. Leikarar í verkinu verða nokkrir af allra bestu leikurum og söngvurum Íslands. Gaflaraleikhúsið (og mömmu) vantar þó einhvern til að leika Sigga litla sætabrauð, já eða Sigga sítrónu, eins og hann er hvað þekktastur núna. Því verða opnar prufur fyrir stráka á aldrinum 6-10 ára 19. maí. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á netfangið gaflarar@gmail.com. Mamma klikk! fjallar um Stellu sem er alveg að verða þrettán ára og á sér þann draum heitastan að verða venjuleg.  Þegar verkið hefst er...

Read More

Barbörukórinn í Hafnarfjarðarkirkju

Laugardaginn 11. maí kl. 18:00 mun Barbörukórinn halda tónleika í Hafnarfjarðarkirkju. Barbörukórinn hefur undirbúið þessa tónleika með Hilmari Erni Agnarssyni og fengu þau námskeið í austur-evrópskum söngstíl hjá svissneskri kórstýru, Abelía Nordmann, og tyrkneskri söngkonu, Gizem S Simsek. Hilmar Örn er að stjórna hópnum á vormánuðum í fjarveru Guðmundar Sigurðssonar. Sagan segir að ung stúlka frá Hafnarfirði hafi verið kosin ungfrú Reykjavík og þá voru nú Hafnfirðingar stoltir. Hún heldur á vit ævintýranna og uppgvötar að heimurinn er uppfullur af góðu fólki, ást, umhyggju og gleði. Heimurinn er góður. Hún heldur af stað frá Reykjavík til Englands þar sem hún...

Read More

Krydd fagnar eins árs afmæli

Veitingastaðurinn Krydd við Strandgötu 34 er eins árs um þessar mundir og verður að sjálfsögðu haldið veglega upp á þessi tímamót með ýmsum hætti. Frá opnun hefur Krydd slegið rækilega í gegn, fest sig í sessi og sankað að sér stórum hópi tryggra og ánægðra viðskiptavina. Eins og margir vita hlaut Krydd Hvatningaverðlaun MsH fyrr á árinu. Við spjölluðum við Hilmar Þór Harðarson, einn eigenda og yfirmatreiðslumann. Hilmar Þór segir eigendur Krydd vera afar ánægða og þakkláta fyrir viðtökurnar undanfarið ár og hafa tekið sérstaklega eftir því að viðskiptavinir eru bæði innanbæjarfólk og fólk víðar að á landinu. „Það...

Read More

Bjartir dagar, Gakktu í bæinn og Sumardagurinn fyrsti

Fyrstu bæjarhátíðir Hafnfirðinga fóru fram í liðinni viku. Gleði og litir voru allsráðandi og fólk með sumar í hjarta. Íshús Hafnarfjarðar og Annríki voru með opið hús og listamenn í Fornubúðum líka þegar Gakktu í bæinn stóð yfir. Að venju var skipulögð dagskrá á Thorsplani á Sumardaginn fyrsta. Hér má sjá myndir sem Olga Björt Þórðardóttir...

Read More

500 mættu í heimsókn

Heima hátíðin sem fram fór á síðasta degi vetrar tókst að sögn aðstandenda einstaklega vel. 500 miðar seldust upp og gestir gengu glaðir og sönglandi á milli nokkurra heimila í miðbæ Hafnarfjarðar til að hlusta á okkar fremsta tónlistarfólk spila inni í íslenskum stofum. Þessi hátíð er sannarlega búin að festa sig í sessi sem ein allra vinsælasta hátíðin í bænum. Hljómsveitin Á móti sól hélt svo uppi stuðinu í Bæjarbíói.  Meðfylgjandi myndir af einstakri stemningu tóku Bergdís Norðdahl og Olga Björt Þórðardóttir.   ...

Read More