Flokkur: Samgöngumál

Hamraneslínur – Reykjanesbraut – Veggjöld

Það var mikið fagnaðarefni fyrir okkur Hafnfirðinga og ekki síst íbúa á Völlum þegar undirritað var samkomulag sumarið 2015 um niðurrif Hamraneslínu og færslu Ísallínu. Forsenda þessara framkvæmda er ný lína, Lyklafellslína sem á að leggja í gegnum fjögur sveitarfélög sem öll gáfu út framkvæmdaleyfi. Hrauna­vin­ir og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands kærðu veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is­ins sem úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi úr gildi. Frá þeim tíma hefur verið unnið að útfærslu að færslu Hamraneslínunnar frá byggð og nýbyggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í síðustu viku framkvæmdaleyfi á færslu Hamraneslínu til bráðabirgða frá byggð og nýbyggingarsvæðum þar til nýtt umhverfismat vegna Lyklafellslínu...

Read More

Útkall fjórða hvern dag

Árið hefur verið annasamt að vanda hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Sveitin hefur sinnt 83 útköllum fyrstu 11 mánuði ársins, þar af voru 26 leitarverkefni, 15 beiðnir um aðstoð við að koma slösuðum til byggða, 11 óveðursverkefni, 11 bíltengd verkefni vegna fastra bifreiða og umferðaslysa, 7 verkefni á sjó ásamt viðbragðsverkefnum tengt Keflavíkurflugvelli og þjónustuverkefnum fyrir lögregluna. Starfið hefur jafnframt verið afar líflegt en mikill áhugi hefur verið meðal Hafnfirðinga um starfið sem sést best á góðri þátttöku í nýliðaþjálfun og unglingadeild. Nýliðar eru fullorðnir eintaklingar eldri en 18 ára sem hafa hug á að verða björgunarmenn, þjálfun þeirra tekur um...

Read More

Af samgöngumálum og fjármögnun

Ég fagna því að í samgönguáætlun til næstu fimm ára sé gert ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi. Framkvæmdirnar munu hefjast strax á næsta ári, en hægt er að bjóða út verkið um leið og samgönguáætlun verður samþykkt á Alþingi. Í fyrsta skipti er raunhæf áætlun sett fram með fyrirsjáanleika sem hægt er að vinna eftir. Hér er einnig verið að taka heildstætt á vandanum og er fimm ára samgönguáætlun fullfjármögnuð. Á árinu 2020 munu 300 milljónir króna fara í vegkaflann milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þeim framkvæmdum skal vera lokið árið 2028, hugsanlega fyrr ef hægt er...

Read More