Flokkur: Skólamál

Hafnfirðingur ársins: Þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Sjö aðilar fengu tilnefningar að þessu sinni og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga. HÆGT VERÐUR AÐ KJÓSA FRAM AÐ MIÐNÆTTI Á GAMLÁRSKVÖLD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á ÞENNAN HLEKK   Björgunarsveit Hafnarfjarðar:  „Þarna fer fram einstök starfsemi sem felst í undirbúningi fyrir að bjarga eignum og mannslífum. Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir mikilvægi björgunarsveitarinnar, allt árið um kring.“     Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður: „Hann stóð sig svo vel á HM í fótbolta, þar sem hann var valinn...

Read More

Heillandi helgileikir í Víðistaðakirkju

Helgileikir eru vinsæl hefð hjá grunnskólum víða um land og eru hafnfirskir skólar þar engin undantekning. Fjarðarpósturinn var viðstaddur tvo slíka af fjórum sem fram fóru um síðustu helgi í Víðistaðakirkju. Fjórðu bekkingar Víðistaðaskóla sáu um kórsöng og fimmtu bekkingar skipuðu hlutverk söguhetjanna í jólaguðspjallinu og englakórinn. Öll stóðu þau sig með prýði og stemningin var afar falleg. ...

Read More

Syngjandi jól í Hafnarborg á laugardag

Laugardaginn 1. desember 2018 fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda en þá koma saman fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri. Syngjandi jól eru nú haldin í tuttugasta og annað sinn og eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar. Dagskráin: 10:20 – 10:40 Leikskólinn Álfasteinn 10:40 – 11:00 Leikskólinn Arnarberg 11:00 – 11:20 Leikskólinn Stekkjarás 11:20 – 11:40 Leikskólinn Hvammur 11:40 – 12:00 Hraunvallaskóli (leikskóli) 12:00 – 12:20 Leikskólinn Bjarkalundur 12:20 – 12:40 Leikskólinn Smáralundur 13:00 – 13:20 Barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju 13:20 – 13:40 Litli kór Öldutúnsskóla 13:40 – 14:00 Kór Öldutúnsskóla 14:00 – 14:20 Kór Söngdeildar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 14:20 – 14:40...

Read More

Árlegt eldvarnaátak LSS hófst í Lækjarskóla

Árlegt eldvarnaátak slökkviliðsmanna hófst í Lækjarskóla í Hafnarfirði í dag og stendur það fram í byrjun aðventu. Slökkviliðsmenn heimsækja nemendur í 3. bekk grunnskóla um allt land og fræða þá um eldvarnir. Nemendur í Lækjarskóla fengu slíka heimsókn í dag og brá bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, sér í slökkviliðsbúning af því tilefni. Hafði hún á orði að hann væri töluvert þyngri en hana grunaði, bæði jakkinn og hjálmurinn. Í framhaldi af kynningu á vegum LSS og spjalli um eldvarnir var eldvarnarkerfið sett af stað og nemendur og starfsmenn komu sér fyrir á söfnunarsvæði á skólalóðinni. Skólastjóranum, Önnu Björnýju Arnardóttur, bjargað...

Read More

Límmiðar til verndar smáfuglum

Mikið er um að smáfuglar fljúgi á gluggana á Hraunvallaskóla og drepist. Hallgrímur Kúld, húsvörður skólans og annálaður dýravinur, vildi gera eitthvað í málinu og fékk leyfi hjá skólayfirvöldum til að fjárfesta í límmiðum sem líkja eftir hröfnum: „Ég veit að þetta virkar og ég vona að færri fuglar fljúgi á gluggana í kjölfarið. Það er svo sárt að sjá nemendurna okkar koma leið á svipinn úr frímínútum með fuglagreyin.“ Samstarfskona Hallgríms, Sara Pálmadóttir, hjálpaði honum að festa límmiðana á rúðurnar af mikilli fagmennsku. ...

Read More