Flokkur: Skólamál

Ýmislegt í boði í vetrarfríi grunnskólanna

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Ásvallalaug verður aftur á móti lokuð vegna viðhalds í vetrarfríinu. Hafnarborg býður börnum að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins frá kl. 13-15 mánudag og þriðjudag. Smiðjurnar eru tvær og hægt að mæta báða dagana eða annan hvorn daginn. Mælst er til þess að börn komi í fylgd fullorðinna. Aðgangur er ókeypis. Grunnskólabörn í Hafnarfirði eru líka boðin sérstaklega velkomin á Bókasafn Hafnarfjarðar í...

Read More

Hópasöfnun unglinga í miðbænum

Í haust hefur borið á því að hópur ungs fólks hafi verið að safnast saman niður í miðbæ til að hanga í og við Fjörð. Þetta hefur verið að gerast eftir að skóla lýkur, um helgar og fram á kvöld.  Þessi hópasöfnun getur haft slæmar afleiðingar. Fjörður er verslunarmiðstöð  í hjarta Hafnarfjarðar, miðstöð samgangna og hin besta verslunarmiðstöð. Þar er hægt að kíkja á kaffihús og spjalla og nota ýmiskonar þjónustu. Neikvæðar hliðar af svona miðlægum stað í miðbæ okkar geta komið upp þegar unglingar hópast þar saman til að hanga. Við Fjörð hefur verið viðvarandi hópasöfnun unglinga, mest...

Read More

Ræða áhrif málþroska við foreldra

Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar, ásamt Bókasafni Hafnarfjarðar og heilsugæslunni í Hafnarfirði, stendur um þessar mundir fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans. Haldnir eru tíu fræðslufundir í Hafnarfirði um málörvun ungra barna og verða þeir flestir haldnir í grunnskólum bæjarins. Foreldrar/forráðamenn barna á aldrinum 6-24 mánaða eru hvattir til að mæta á fundi í sínu skólahverfi, en frjálst er að mæta á fund í öðru skólahverfi. Að undanförnu hefur átt sér stað mikil umræða um að málþroska og orðaforða íslenskra barna sé að hraka. Það hefur síðar áhrif á...

Read More

Í krafti jafnréttis í Flensborg

Hópur Flensborgarskólanema skellti sér á svið og söng og dansaði með Reykjavíkurdætrum á árlegum Flensborgardegi sem fram fór sl. mánudag, sem einnig er afmælisdagur skólans. Nemendur og starfsmenn fögnuðu því með því að halda jafnréttishátíð og jafnréttisviku. Dagskráin hófst með ávarpi forseta Íslands og m.a. tók söngvarinn Páll Óskar einlægt samtal við nemendur og tók lagið í kjölfarið við miklar undirtektir. Fjölbreytt dagskrá var í boði sem var hæfileg blanda af skemmtun, uppskeruhátíð og fræðslu. Þá var afhentur afrakstur Flensborgarhlaupsins til Hugrúnar – geðfræðslu. Fjarðarpósturinn náði að kíkja við í klukkutíma og smellti af myndum sem eru hér fyrir neðan....

Read More

Er ekki á Facebook

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi á Íslandi 15. júlí 2018, en lögin höfðu fram að því verið nánast óbreytt frá árinu 2000. Í nýju lögunum er kveðið á um að sveitarfélög hafi persónuverndarfulltrúa sem á að sinna ákveðinni ráðgjöf um hvernig unnið er með persónuupplýsingar. Jón Ingi Þorvaldsson er nýráðinn í þetta starf hjá Hafnarfjarðarbæ og við spurðum hann um helstu áherslur og algengustu vangaveltur um þessi nýju lög og hlutverk þeirra. Jón Ingi er uppalinn í Norðurbænum en býr núna í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. „Ég hef alltaf verið mikill Hafnfirðingur í mér og leita...

Read More