Flokkur: Skólamál

Bráðfyndið og heillandi Systra Akt

Leikfélag Flensborgarskóla frumsýndi söngleikinn Systra Akt í liðinni viku í nýjum búningi. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd og er sýningin stútfull af nýrri tónlist, gríni og dönsum. Fjarðarpósturinn kíkti á generalprufuna, kvöldið fyrir frumsýningu. Þegar skemmtikrafturinn Deloris (sem Kolbrún María Einarsdóttir túlkar af miklu öryggi)  sér kærastann sinn fremja morð verður henni umhugað um sitt eigið líf. Vitnavernd í nunnuklaustrinu Saint Catherins er það sem tekur næst við. Henni reynist erfiðara fyrir að vera eins og hinar nunnurnar og til að halda henni frá vandræðum innan klaustursins er henni falið það verkefni að taka þátt í kórnum. Þar...

Read More

Næringarsáttmáli og samræmdir matseðlar

Leikskólar Hafnarfjarðar starfa eftir nýjum næringarsáttmála og elda eftir samræmdum matseðlum.  Vinna við verkefnið hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hófst markviss innleiðing þess fyrir rétt um ári síðan. Afraksturinn byggir á mikilli greiningarvinnu, næringarútreikningum, samstarfi og samtali viðeigandi aðila ásamt mati nemenda og starfsmanna. Næringarsáttmálinn hefur nú formlega verið gefinn út. Samræmdir matseðlar leikskóla Hafnarfjarðar byggja að á matseðlum Skólar ehf. sem hefur um ára bil þróað sína matseðla og tekið m.a. mið af mjög nákvæmum næringarútreikningum. Fyrirtækið Skólar ehf. rekur í dag fimm heilsuleikskóla á Íslandi og hefur tekið virkan þátt í þróun verkefnisins heilsueflandi leikskóli...

Read More

Söngleikurinn Systra Akt í Bæjarbíói

Leikfélag Flensborgar setur upp söngleikinn SYSTRA AKT í nýjum búningi. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd og er sýningin stútfull af nýrri tónlist, gríni og dönsum. Þegar skemmtikrafturinn Deloris sér kærastann sinn fremja morð verður henni umhugað um sitt eigið líf. Vitnavernd í nunnuklaustrinu Saint Catherins er það sem tekur næst við. Henni reynist erfiðara fyrir að vera eins og hinar nunnurnar og til að halda henni frá vandræðum innan klaustursins er henni falið það verkefni að taka þátt í kórnum. Þar brýst gleðin út, en ætli það megi? Verkinu er leikstýrt af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, tónlistarstjórnandi er Ásgrímur...

Read More

Víðistaðaskóli sigraði í Veistu svarið?

Úrslitin í Veistu svarið? spurningakeppni ÍTH og grunnskólanna réðust í síðust viku þegar Víðistaðaskóli sigraði Setbergsskóla með stigatölunni 22-20 í æsispennandi viðureign sem fór í bráðabana í Bæjarbíói. Tíu ár eru síðan Viðistaðaskóli krækti síðast í þessi verðlaun. Fjarðarpósturinn náði ekki að vera á staðnum en við hóuðum saman fulltrúum Víðistaðaskóla sl. mánudag, þeim Alex Má Júlíussyni, Agli Magnússyni, Guðmundi Pétri Dungal Níelssyn, Önnu Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Degi Þór Jónssyni. ...

Read More

Forvitnir nemendur spurðu margs

Árlegt Starfa- og menntatorg fór fram í Flensborgarskóla fyrir skömmu, þar sem nemendur skólans kynntu sér ýmis störf og námsleiðir. Góð þátttaka var og mikill áhugi á því sem þar fór fram hjá fjölda aðila sem kynntu sig. Fjarðarpósturinn tók þátt að þessu sinni og svaraði útgefandinn Olga Björt Þórðardóttir fyrirspurnum um blaðamennsku og útgáfu eftir bestu getu. Myndirnar tók Bergdís Norðdahl sem einnig svaraði spurningum um ljósmyndun og blaðamennsku....

Read More