Flokkur: Skólamál

Söngleikurinn Systra Akt í Bæjarbíói

Leikfélag Flensborgar setur upp söngleikinn SYSTRA AKT í nýjum búningi. Verkið er byggt á samnefndri kvikmynd og er sýningin stútfull af nýrri tónlist, gríni og dönsum. Þegar skemmtikrafturinn Deloris sér kærastann sinn fremja morð verður henni umhugað um sitt eigið líf. Vitnavernd í nunnuklaustrinu Saint Catherins er það sem tekur næst við. Henni reynist erfiðara fyrir að vera eins og hinar nunnurnar og til að halda henni frá vandræðum innan klaustursins er henni falið það verkefni að taka þátt í kórnum. Þar brýst gleðin út, en ætli það megi? Verkinu er leikstýrt af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, tónlistarstjórnandi er Ásgrímur...

Read More

Víðistaðaskóli sigraði í Veistu svarið?

Úrslitin í Veistu svarið? spurningakeppni ÍTH og grunnskólanna réðust í síðust viku þegar Víðistaðaskóli sigraði Setbergsskóla með stigatölunni 22-20 í æsispennandi viðureign sem fór í bráðabana í Bæjarbíói. Tíu ár eru síðan Viðistaðaskóli krækti síðast í þessi verðlaun. Fjarðarpósturinn náði ekki að vera á staðnum en við hóuðum saman fulltrúum Víðistaðaskóla sl. mánudag, þeim Alex Má Júlíussyni, Agli Magnússyni, Guðmundi Pétri Dungal Níelssyn, Önnu Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Degi Þór Jónssyni. ...

Read More

Forvitnir nemendur spurðu margs

Árlegt Starfa- og menntatorg fór fram í Flensborgarskóla fyrir skömmu, þar sem nemendur skólans kynntu sér ýmis störf og námsleiðir. Góð þátttaka var og mikill áhugi á því sem þar fór fram hjá fjölda aðila sem kynntu sig. Fjarðarpósturinn tók þátt að þessu sinni og svaraði útgefandinn Olga Björt Þórðardóttir fyrirspurnum um blaðamennsku og útgáfu eftir bestu getu. Myndirnar tók Bergdís Norðdahl sem einnig svaraði spurningum um ljósmyndun og blaðamennsku....

Read More

Besta starfsfólkið í mestri hættu

Kulnun hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri og á seinni hluta síðasta árs hratt VIRK starfsendurhæfingarsjóður af stað auglýsingaherferð undir heitinu „Er brjálað að gera?“ 1900 manns fengu aðstoð VIRK í fyrra. Við heyrðum í Hafnfirðingnum Vigdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, sem segir margar og flóknar ástæður vera fyrir því að fólk fer í þrot. „Kulnun er ekki sjúkdómsgreining, heldur starfsþrot. Einstaklingar sem kljást við einkenni kulnunar koma til okkar með aðrar greiningar, s.s. kvíða og þunglyndi. Ég get fullyrt að allir sem koma til okkar eru í mjög alvarlegri stöðu og þurfa þjónustu og aðstoð,“ segir Vigdís og...

Read More

Samfélagshús í gömlu Skattstofunni

Nýtt ungmennahús hefur tekið til starfa í gömlu Skattstofunni að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Í ungmennahúsi stendur ungmennum á aldrinum 16-25 ára til boða fjölbreytt starf í vímulausu og öruggu umhverfi. Starf sem verður með tímanum mótað af hópnum sjálfum. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, afhenti á dögunum húsnæðið formlega til verkefnastjóra ungmennahúss sem stýrir starfsemi hússins og tekur þar vel á móti öllum ungmennum. John Friðrik Bond Grétarsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur, var ráðinn sem verkefnastjóri í lok árs 2018 og hefur síðan þá unnið að breytingum á húsnæði og framkvæmd þeirra stefnumótunar sem mörkuð var síðasta árið. John Bond...

Read More