Flokkur: Sport

Róbert Ísak íþróttamaður fatlaðra 2018

Róbert Ísak Jónsson, 17 ára sundkappi hjá Firði, er íþróttamaður ársins meðal þroskahamlaðra, ásamt frjálsíþróttakonunni Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra, en kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Róbert hlýtur útnefninguna Íþróttamaður ársins en hann hefur verið á mikilli siglingu síðustu ár og m.a. unnið Nýársmót fatlaðra barna og unglinga þrjú síðustu ár og varð heimsmeistari á árinu 2017.  Magnað ár er að baki hjá Róberti sem vann til tvennra silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fór í Dublin síðastliðið sumar. Á árinu setti...

Read More

FH skiptir úr ADIDAS yfir í NIKE

Knattspyrnudeild FH samdi á dögunum við nýjan samstarfsaðila, NIKE, en búningar allra flokka innan deildarinnar höfðu verið merktir ADIDAS í 27 ár. Við spurðum formanninn Jón Rúnar Halldórsson, hverju sætti. „Það er í raun ekki flókið, við fengum tilboð sem erfitt var að hafna og í raun ómögulegt. Það er okkur að sjálfsögðu mikið gleðiefni að finna fyrir því að fyrirtæki sækist eftir samstarfi við okkur, þ.e. Knattspyrnudeild FH og munum við gera okkar til þess að NIKE fái allt það sem þeir búast við og rúmlega það. Það er undir okkur komið að sjá um að svo verði,“...

Read More

Tilvalið fyrir fyrsta stefnumótið

Eftir að fyrirtækið Berserkir axarkast var stofnað í vor er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að keppa innanhúss í axarkasti. Einnig er vinsælt fyrir pör og hópa að hittast þar og fá góða og óvenjulega útrás. Við kíktum í heimsókn að Hjallahrauni 9 og ræddum við eigendurna, Elvar Ólafsson og Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur og systur hennar, Rannveigu Magnúsdóttur, sem er einnig kærasta Elvars.  Fyrir ári síðan fór Elvar til Kanada með æskuvinum sínum þar sem þeir prófuðu axarkast. Hann kom heim með stjörnur í augunum og staðráðinn í stofna svona félag á Íslandi. Helga Kolbún er margfaldur Íslandsmeistari í...

Read More

„Flýtir, upplýsingaskortur, samráðsleysi og eftiráskýringar“

Fulltrúar minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna harðlega málsmeðferð varðandi uppbyggingu í Kaplakrika, á svæði Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá aðal- og varabæjarfulltrúum Bæjarlistans, Samfylkingarinnar og Viðreisnar segir að málsmeðferð varðandi uppbyggingu í Kaplakrika hafi einkennst af flýti, upplýsingaskorti, samráðsleysi og eftiráskýringum. „Úrskurður heilbrigðisráðherra staðfestir að málsmeðferð meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar gefi tilefni til að málið verði tekið til nánari skoðunar á grundvelli 112 gr. sveitarstjórnalaga sem kveða á um frumkvæðisathugun. Í því felst að rökstuðningur Hafnarfjarðarbæjar og andmæli við kærum bæjarfulltrúa í minnihluta er ekki nægjanlegur til að fella málin niður. Vert er að taka fram að enn hefur ekki verið...

Read More

Hrói Höttur í Hraunvallaskóla

Bogfimifélagið Hrói Höttur er nýjasta íþróttafélagið í Hafnarfirði og mun bjóða upp á opið hús og fríar kynningar á íþróttinni í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í nóvembermánuði. Aðalþjálfari er Sveinn Stefánsson og Fjarðarpósturinn kíkti á æfingu og náði smá spjalli. Íþróttafélagið Hrói höttur var stofnað með það markmið í huga að efla útbreiðslu bogfimi á Íslandi með kynningum og skipulögðum námskeiðum. „Sér í lagi fyrir Hafnfirðinga. Félagið er með allan þann bogabúnað sem til þarf til að læra grunnatriði og geta lært hvernig á að bera sig að. Það þarf bara að mæta með innistrigaskó og góða skapið,“ segir Sveinn, fullur tilhlökkunar, en...

Read More