Flokkur: Sport

Hjördís vann til tvennra verðlauna

Karatefólk úr Haukum var meðal keppenda á fyrsta Grand Prix móti tímabilsins sem haldið var um liðna helgi.  Grand Prix mót er bikarmótaröð unglinga 12-17 ára og Haukar áttu tvo keppendur á mótinu, þau Hjördísi Helgu Ægisdóttur og Mána Gunnlaugsson. Hjördís Helga endaði í öðru sæti í Kata og þriðja sæti í Kumite. Úrslitaviðureignin í Kata var æsispennandi en Hjördís þurfti að lokum að sætta sig við að tapa með minnsta mögulega mun. Þetta var fyrsta mótið af þremur og nóg af stigum eftir í pottinum fyrir Hjördísi til að sigra mótaröðina. Máni Gunnlaugsson var að keppa á sínu...

Read More

Frábær sigur tryggði FH í höllina

Karlalið FH mun halda uppi heiðri Hafnarfjarðar á bikarhelgi HSÍ, sem fram fer 8-9. mars nk. FH mætti Aftureldingu á útivelli í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarsins og hafði betur 26-29. Kvennalið Hauka var einnig í eldlínunni en mátti sætta sig við tap gegn Stjörnunni eftir framlengdan leik að Ásvöllum, 22-23. Sigur FH er ekki síst merkilegur í ljósi þess að fjölmarga sterka leikmenn vantaði í liðið en leikmenn sem ekki hafa verið í stórum hlutverkum stigu upp og kláruðu dæmið. FH komst í 7-1 í upphafi leiks og lagði strax grunninn að sanngjörnum sigri. Birgir Örn Birgisson og...

Read More

Hafnfirðingar sigursælir í dansi

Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir (úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – DÍH) unnu bæði u21 ballroom og Rising Star ballroom og voru í 6. sæti í Amateur ballroom á Eastern United States Championships móti sem haldið var í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir (einnig úr DÍH) unnu einnig bæði Amateur latin og U21 latin. Þá urðu Tristan Guðmundsson og Svandís Ósk (DÍH) voru í 5. sæti í U19 og 6. sæti í U21 latin. Bragi Geir Bjarnason og Magdalena Eyjólfsdóttir (Dansíþróttafélag Kópavogs-DÍK) voru í 6. sæti í U19 latin og 8. sæti í u19...

Read More

Æskudraumurinn rættist

Hafnfirðingurinn og Keilismaðurinn Daníel Ísak Steinarsson er án efa einn efnilegasti kylfingur landsins og það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan hjá þessum 19 ára golfara. Daníel var ekki hár í loftinu þegar golfbakterían náði tökum á honum. Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður Fjarðarpóstsins, hitti Daníel og ræddi við hann.  „Ég byrjaði að æfa árið 2011 en hef stundað golf frá fimm ára aldri. Pabbi dró mig í golf en ég hef líka verið mikið í badminton. Það hefur líka gengið mjög vel í badmintoninu og ég er fimmfaldur Íslandsmeistari í þeirri íþrótt. Ég er samt búinn að ákveða að einbeita...

Read More

Gengu allar götur í Hafnarfirði

Systurnar Ásdís Björk og Erla Dögg Kristjánsdætur eru uppaldir Hafnfirðingar og búa við Miðvang hér í bæ. Þær eru ólíkar en samrýmdar og finnst fátt betra en að taka göngutúr saman. Einn góðan veðurdag í júní í fyrra (eða eins góðir og þeir urðu það árið!) fékk Ásdís þá hugmynd að þær myndu ganga allar 302 götur í Hafnarfirði á fjórum mánuðum. Við hittum systurnar og fræddumst aðeins meira um þennan gjörning sem er ekkert annað en afrek. Um páskaleytið í fyrra vildu Ásdís, miðasölustjóri í Hörpu og Erla, félagsráðgjafi, taka sig taki og fara í reglulegar göngur til...

Read More