Flokkur: Sport

BUR FH harmar umræðu um knatthús

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar FH (BUR) harmar þá villandi og röngu umræðu um byggingu knatthúss í Kaplakrika sem mátt hefur lesa og heyra undanfarnar vikur. Frá árinu 2015 hefur BUR greitt fyrir hluta þeirra tíma sem ráðið hefur í þeim tveim knatthúsum sem þegar eru í Kaplakrika. Það er staðreynd sem allir sem vilja geta kynnt sér að Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) hefur byggt þessi tvö hús fyrir eigin reikning og alfarið á ábyrgð félagsins. Það að BUR hafi neyðst til þess að taka beinan þátt í kostnaði við byggingu “Dvergsins” er eitthvað sem í eðlilegu ástandi á ekki að...

Read More

Erla Björg og Halla María Íslandsmeistarar

Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar stóðu sig vel á Meistaramóti Íslands í badminton sem fram fór í TBR húsunum við Gnoðarvog um liðna helgi. Erla Björg Hafsteinsdóttir og Halla María Gústafsdóttir urðu Íslandsmeistarar og auk þess komu átta silfurverðlaun í hlut BH-inga. Erla Björg, sem keppir í meistaraflokki, varð Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni úr TBR. Hún vann einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik kvenna en þar lék hún með Snjólaugu Jóhannsdóttur úr TBR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Erlu í tvenndarleik í meistaraflokki en hún hefur tvisvar sigraði í tvíliðaleik, 2009 og 2014. Halla María Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik...

Read More

Haukar unnu Skallagrím í fyrsta einvíginu

Haukar unnu fyrsti leikinn í undanúrslitarimmu gegn Skallagrími í úrvalsdeild kvenna fór fram á Ásvöllum á mánudagskvöld. Haukar leiddu allan leikinn og tryggðu sér góðan 88-74 sigur. Bæði liðin hittu illa fyrstu mínúturnar en Haukastelpur hittu þó vel úr þristum og leikhlutanum lauk 20-12 fyrir heimastúlkum. Borgnesingar náðu með hörku að koma muninum í aðeins 3 stig og eftir það varð sókn Hauka aðeins stöðugari. Staðan í hálfleik var 35-29 fyrir Haukum, sem spiluðu einfaldlega miklu betur. Í lokaleikhluta fyrri hálfleiks fengu Haukar svo 12 stig og komu stöðunni í 61-49. Skallagrímur náði örlítið að saxa á forskotið fyrstu 2-3 mínúturnar...

Read More