Flokkur: Sport

Höluðu inn gulli og silfri á bikamóti í Taekwondo

Bikarmót Taekwondosambands Íslands var haldið helgina 27. til 28. apríl í húsnæði Ármanns í Laugardal. Á mótinu kepptu 12 iðkendur frá Björk í bardaga. Bjarkarkrakkarnir stóðu sig glæsilega þar sem meðal annars Leo Speight fékk gull í A senior -80, erfiðasta flokki mótsins, og Sigurður Pálsson fékk svo silfur í sama flokki. Anton Orri fékk svo Gull í B cadet -52, Ísabella Speight silfur í A cadet -51 og Jóhannes Cesar silfur í A cadet -61. Í minior flokki fengu svo Steinar Grétarson Gull, Marel jónsson Silfur auk fjögura brons medalía sem yngri keppendur...

Read More

Mögnuð handboltatenging Áslandsskóla

Handbolti er líklega sú íþrótt sem Hafnarfjörður er þekktastur fyrir. Nú stendur yfir einvígi Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla en liðin leika hreinan úrslitaleik um sæti í sjálfri úrslitarimmunni nk. laugardag að Ásvöllum. Áslandsskóli leikur stórt hlutverk í þessu einvígi, eins og skólastjórinn Leifur Garðarsson benti nýverið á með færslu á Twitter. Þar telur Leifur upp allar þær tengingar sem leikmenn liðanna eiga við Áslandsskóla og það verður að viðurkennast að það er með ólíkindum hversu margir þeirra tengjast skólanum. Hér eru færslurnar frá stoltum skólastjóra: Alls eru því sjö leikmenn liðanna sem tengjast skólanum hans Leifs...

Read More

Eyðimerkurgangan er búin

Borðtennisdeild BH vann nýverið mikið afrek þegar Íslandsmeistaratitillinn í liðakeppni kom í hús eftir 43 ára einokun KR og Víkings. Þjálfarinn Tómas Shelton stýrði BH-ingum til sigurs en liðið er skipað þeim Birgi Ívarssyni, Magnúsi Gauta Úlfarssyni og bræðrunum Pétri og Jóhannesi Urbancic Tómassonum. Við hittum á þá bræður nýlega á lokamóti Grand Prix mótaraðarinnar þar sem Jóhannes hafnaði í öðru sæti og Pétur tók bronsið. Það fyrsta sem rifjað var upp voru innileg fagnaðarlæti BH-manna eftir þennan sögulega sigur á Íslandsmótinu. „Pétur náttúrulega missti sig aðeins“, segir Jóhannes brosandi. „ Já ég tæklaði óvart Magnús Gauta, liðsfélaga okkar...

Read More

Krúttlegasta badmintonmót ársins

Snillingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 4. maí í íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er fyrir yngstu badmintoniðkendurna í flokkunum U9 og U11. Tæplega 70 iðkendur frá fimm félögum tóku þátt. Krakkarnir sýndu glæsileg tilþrif en mörg þeirra voru að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Að keppni lokinni fengu allir þátttakendur sumarglaðning sem var litríkur bolti til að nýta til útileikja í sumar. Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar spiluðu allir í nýjum bolum sem keyptir voru með stuðningi frá hafnfirska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls. Á mótinu var einmitt skrifað undir samstarfssamning milli BH og Williams & Halls til tveggja ára um...

Read More

Færri tölublöð og aukin áhersla á vef og útsendingar

Frá og með fyrsta tölublaði sumarsins 2. maí verða afmarkaðri áherslur í útgáfu Fjarðarpóstsins. Blaðið verður alltaf 16 til 32 síður og dreift á tveggja vikna fresti, í stað vikulega. Aukin áhersla á móti verður á vef, beinar útsendingar og samfélagsmiðla. „Við höfum velt þessum áherslum vel fyrir okkur frá áramótum og góð fordæmi eru fyrir því í sumum stærri sveitarfélögum á landinu af gefa út prentaða bæjarmiðla á 2-3 vikna fresti. Það hefur gefist vel hjá þeim miðlum og aukinn tími og rými til að vanda enn betur til verka og gefa út eigulegri blöð sem bæjarbúar geyma...

Read More