Flokkur: Sport

Leo Anthony krækti í brons í Búkarest

Leo Anthony Speight úr Taekwondodeild Bjarkanna náði um þarsíðustu helgi þeim frábæra árangri að komast á pall í annað skiptið á innan við mánuð á firna sterkum alþjóðlegum G-1 stigamótum í bardaga. Mótið var haldið í Búkarest og voru 644 keppendur á mótinu alls taðar að úr heiminum. Leo gekk vel og sigraði tvo af þrem bardögum sínum og fékk því brons í flokki junior -68kg. Sá sem hreppti gullið var bronsverðlaunahafi HM frá Serbíu. Fyrra mótið var haldið í Riga og voru keppendur þar 814. Leo sigraði þar í tveimur fyrstu bardögum sínum en tapaði svo gegn mjög...

Read More

Einstök samkennd og kraftur

Alls 240 manns troðfylltu líkamsræktarstöðina HRESS sl. laugardag þegar árlegir Hressleikar fóru fram. Hátt í tvær milljónir króna söfnuðust að þessu sinni. Eftir keppnina afhenti Linda Björk Hilmarsdóttir, annar eiganda stöðvarinnar, fjárhæðina Fanneyju Eiríksdóttur og fjölskyldu hennar. Átta 30 manna lið tóku þátt að þessu sinni og skörtuðu að venju litríkum búningum og mikil stemning var í hópnum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Í ár var ákveðið að styrkja Fanneyju og fjölskyldu, en Fanney greindist með leghálskrabbamein á 29. viku þegar hún gekk með son þeirra Ragnars Snæs Njálssonar, Erik Fjólar. Hann liggur á vökudeild og Fanney...

Read More

Haukahraunið er sprungið

Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir fimleikafélagið Björk á þriðjudags eftirmiðdegi að æfingaaðstaða hjá félaginu er löngu sprungin. Aðstaða og húsnæði félagsins hefur ekki fylgt þeirri miklu aukningu iðkenda sem hefur verið í öllum deildum og hefur í þó nokkur misseri verið milli tvö og þrjú hundruð börn á biðlista hjá félaginu. Hjá félaginu er starfandi fimleikadeild, klifurdeild, taekwondodeild, almenningsdeild ásamt félagadeild og ef skoðaðar eru tölur yfir iðkendur sem eru 12 ára og yngri þá er félagið stærst íþróttafélaga í Hafnarfirði þ.e. með flesta iðkendur 12 ára og yngri. Aðstöðuleysi félagsins mun hefta frekari uppbyggingu og eðlilega...

Read More

Hjördís fékk silfur

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite. Haukakonan Hjördís Helga Ægisdóttir var að keppa á sínu fyrsta fullorðins móti og stóð sig eins og hetja, venju samkvæmt. Hún endaði í öðru sæti í sínum þyngdarflokki eftir mjög góða frammistöðu. Hjördís heldur áfram að standa sig vel á mótum og erum við mjög stolt af því að vera komin með Karatekonu sem hefur sannað sig sem ein af þeim betri á landinu. Við hlökkum til að sjá hana verða enn betri. Mynd aðsend, Hjördís er lengst til...

Read More

Bessastaðabikarkeppni í brakandi blíðu

Kayak kappróðrarkeppnin Bessastaðabikarinn fór fram í hvílíkri blíðu fyrir skömmu. Keppendur réru frá Álftanesi að Siglingaklúbbnum Þyt við Flensborgarhöfn. Keppnin er liður í Íslandsbikarkeppni á kayak og þátttakendur voru í feikna formi. Sigurvegarinn varð Ólafur Brynjólfur Einarsson, margfaldur Íslandsmeistari, á tímanum 00:32:12. Í öðru sæti var Gunnar Svanberg og Þorbergur Kjartansson í því þriðja. Arnþór Ragnarsson var þó aðeins sekúdubroti á eftir Þorbergi. Efst kvenna var Unnur Eir Arnardóttir á tímanum 00:40:34, Björg Kjartansdóttir í öðru á 00:43:34 og Helga Garðarsdóttir í því þriðja á 00:50:25. Keppnishaldar tóku sérstaklega fram að siglingaleiðin hefði verið afrek út af fyrir sig...

Read More