Flokkur: Sport

Munu hvetja Söru Björk á Ásvöllum

Wolfsburg og Lyon mætast í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu kvenna í dag, fimmtudaginn 24. maí. Útsending byrjar kl. 15.30 og leikurinn kl. 16.00. Með liði Wolfsburgar leikur Haukastúlkan Sara Björk Gunnarsdóttir og Haukar ætla að styðja hana í leiknum með því að horfa á hann saman á tjaldi á 2. hæð á Ásvöllum. Sara Björk sem verður að öllum líkindum fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefur svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálina til þess að koma liðinu í úrslitaleikinn. Hún hefur skorað sex mörk fyrir Wolfsburg til þessa í keppninni. Líklega...

Read More

Sjáið sigurdans FH-inga í klefanum

FH-ingar komust í kvöld í úrslit Íslandsmóts karla í handbolta annað árið í röð eftir sigur á Selfossi í oddaleik á Selfossi. Leiknum lauk 28-26 fyrir FH sem mætir ÍBV í úrslitum. Úrslitaeinvígið hefst á laugardag í Vestmannaeyjum. Á eldi Er ekki rétt að loka umfjöllun um sögulega seríu við Selfoss með fögnuði að hætti hússins. #viðerumFH Posted by FH Handbolti on 10. maí 2018   Meðfylgjandi myndir tók Jóhannes Long tók og voru birtar á Facebook síðu FH...

Read More

Haukar Íslandsmeistarar í körfubolta

Haukar tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna eftir sigur á Val í mögnuðum háspennu-oddaleik, 74-70, á Ásvöllum. Frá þessu er greint á karfan.is. Leikurinn var mjög jafn og en þó sveiflukenndur en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir áhlaup Vals. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka með þrefalda tvennu; 21 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Helena var einnig með þrefalda tvennu að meðaltali í allri úrslitakeppninni; 20,8 stig; 12,5 fráköst og 10 stoðsendingar – fyrst allra. Hjá Val var það Aalyah Whiteside sem leiddi með 26 stig og 10 fráköst. Staðan í einvíginu fyrir leikinn...

Read More

Bjarkarfólk brilleraði á Íslandsmóti

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram helgina 7.-8. apríl. Þar kom allt fremsta fimleikafólk landsins saman og sýndi frábær tilþrif. Fimleikafélagið Björk var áberandi á mótinu og tók með sér fjölda verðlauna heim af mótinu. Í kvenna­flokki átti Björk sex keppendur. Þar tryggði Mar­grét Lea Kristinsdóttir sér Íslandsmeist­ara­titil­inn á slá og gólfi, báðum áhöld­un­um sem hún keppti á í úr­slit­um. Glæsi­legur ár­ang­ur hjá Mar­gréti sem er á sínu fyrsta ári í full­orðins­flokki, aðeins 15 ára. Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir keppti til úrslita á stökki og hlaut þar silfurverðlaun. Lilja Björk Ólafsdóttir varð í þriðja sæti í úrslitum á gólfi. Í stúlknaflokki kepptu fimm...

Read More

Ólafssalur vígður á Ásvöllum

Nýr og glæsilegur íþróttasalur Hauka var vígður á Ásvöllum í liðinni viku, á 87. afmælisdegi félagsins. Fjöldi manns var saman kominn til að fagna þessum tímamótum, en þetta er fyrsti sérhannaði körfuboltasalur á landinu og er nefndur eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, hinum mikla og merka Haukamanni sem lést fyrir aldur fram fyrir 5 árum. Viðburðinum stjórnaði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og til máls tóku m.a. vinir Ólafs heitins og ekkja hans, Gerður Guðjónsdóttir sem einnig færði félaginu eina milljón króna úr minningasjóði Ólafs. Fulltrúar S.Þ. verktaka afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, formanni bæjarráðs, lykil að húsinu sem færði síðan lyklavöldin yfir...

Read More