Flokkur: Sport

Ofurhetjur til fyrirmyndar í Ólafssal

Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur verið í áralöngu samstarfi við SOI, alþjóðasamtök Special Olympics og nú er mikil áhersla á körfubolta fyrir börn. Kristinn Jónasson fór sem fulltrúi Íslands á fund Special Olympics í Portúgal í vor, þar sem verkefnið var kynnt og hefur í kjölfarið unnið að því að setja á fót körfuboltaæfingar hjá Haukum í Hafnarfirði. Við kíktum á æfingu sl. sunnudagsmorgun og kynntum okkur málið. Æfingarnar fara í Ólafssal, en Ólafur Rafnsson heitinn, fyrrum forseti ÍSÍ var einn af frumkvöðlum hjólastólakörfubolta á Íslandi. Kristinn segir litla fjölbreytni í úrvali íþrótta fyrir börn með sérþarfir. „Ég tók að mér...

Read More

Samtal um knatthús

Þeir félagar Valdimar Svavarsson og Hlynur Sigurðsson rituðu grein í Fjarðarpóstinn fyrir skemmstu og deildu með okkur skoðunum sínum á nokkrum þáttum er varða byggingu knatthúss í Kaplakrika. Mér finnst því sjálfsagt að ég blandi mér í það samtal og komi viðhorfi Viðreisnar í málinu til skila. Þó svo að fjórir bæjarfulltrúar séu samferða í málinu þýðir það ekki að forsendur flokkanna séu þær sömu. Ég birti hér punkta þeirra félaga og blanda mér í umræðuna við hvern og einn punkt. Ítrekað hefur verið gefið í skyn að fjárhagsstaða FH sé slæm, illa sé farið með fé og félagið...

Read More

Guðni þjálfar meistaraflokk FH

Guðni Eiríksson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH. Guðni er þrautreyndur þjálfari og hefur starfað lengi fyrir félagið. Hann var aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna árin 2015 og 2016. Sumarið 2015 vann liðið sér síðast rétt til þess að spila í úrvalsdeildinni og spilaði svo í Pepsí deildinni 2016. Árið 2015 var hann einnig þjálfari 2. flokks kvenna og gerði liðið að Íslandsmeisturum. Þetta fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild FH. Guðni er spenntur fyrir verkefninu sem er framundan. „Ég þekki vel til meistaraflokks kvenna hjá FH eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar í tvö ár og veit...

Read More

Tónlistarganga á fallegu haustkvöldi

Hin nánast alfróði Jónatan Garðarsson leiddi tónlistargöngu um miðbæ Hafnarfjarðar þar sem farið var á stórskemmtilegan hátt yfir helstu samkomustaði bæjarins sem voru vinsælir hér á árum áður fyrir böll og tónleikahald. Gangan hófst við Byggðasafnið og Strandgatan gengin, með viðkomustöðum við Austurgötu og endað í Víkingastræti. Fjarðarpósturinn slóst í för með og sá alls ekki eftir því. Hafnarfjarðarbær stendur fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september í samstarfi við Ferðafélag Íslands undir kjörorðunum „Lifum og njótum“. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka um 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri...

Read More

Blossandi lukka í árlegu hlaupi ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2018 var sett við Hraunvallaskóla í ljómandi fínu veðri 6. september. Um 800 nemendur skólans tóku þátt í setningunni og gátu valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, var á staðnum til að hvetja nemendur áfram og fór einnig vel á með Blossa og skólastjóranum Lars Imsland.  Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttöku-þjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ hefur því ákveðið...

Read More