Flokkur: Sport

Skákklúbburinn Riddarinn tvítugur

Riddarinn, skákklúbbur eldri borgara á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, á 20 ára afmæli í ár.  Af því tilefni var efnt til sérstaks hátíðar- og afmælismóts í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, með góðum verðlaunum og hátíðarkaffi.     Síðan haustið 1998 hafa eldri skákmenn víðs vegar að af höfuðborgarsvæðinu mætt  reglulega til tafls í Vonarhöfn, skáksal Riddarans. Skákfundirnir eru haldnir á miðvikudögum kl. 13 -17 allan ársins hring. Því lætur nærri að mótin séu nú orðin um 1000, umferðirnar um 11.000 og skákirnar vel á annað hundrað þúsund talsins. Það var Bjarni Linnet, póstmeistari, skákmeistari Hafnarfjarðar fyrr á tíð, sem sumarið 1998 leitaði ásamt tveimur...

Read More

Viðrar vel til vetraríþrótta

Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvær gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli. Önnur brautin er um 1 km og byrjar neðan við skálann og fer um Hvaleyrina. Hin brautin er um 2 km og byrjar við bílastæðin hjá Hraunkoti og fer yfir þann völl sem í daglegu tali heitir Hraunið. Brautirnar eru því mislangar og miserfiðar og ættu því að henta flestum. Upphaf brautanna er merkt með europallettum til bráðabirgða sem ættu að sjást auðveldlega og kort væntanlegt. Til stendur að Golfklúbburinn Keilir viðhaldi þeim brautum sem lagðar verða á...

Read More

Hrói höttur í hóp hafnfirskra íþróttafélaga

Nýjasta íþróttafélagið í flóru hafnfirskra félaga er Bogfimifélagið Hrói höttur. Félagið var stofnað 3. september síðastliðinn og hófst fyrsta námskeiðið í íþróttahúsi Hraunvallasskóla í desember.  Er hér um að ræða fyrsta bogfimifélagið á höfuðborgarsvæðinu sem er með aðstöðu í íþróttahúsi en mikil gróska virðist vera í bogfimi hérlendis. Hafnarfjarðarbær og Bogfimifélagið Hrói Höttur undirrituðu í dag samstarfssamning. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar úthlutar félaginu tímum og eru iðkendur á öllum aldri. 18 ára og yngri geta nýtt frístundastyk Hafnarfjarðarbæjar sem og þátttakendur 67 ára og eldri. Þátttakendur, sem mest geta verið 8 á hverju námskeiði, fá allan æfingabúnað lánaðan hjá félaginu.  Hvert...

Read More

„Gríðarlegur heiður fyrir mig“

Axel Bóasson, kylfingur frá Golfklúbbnum Keili, var undir lok síðasta árs kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 2018. Axel er einn af bestu kylfingum landsins og er á þriðja ári sem atvinnumaður. Hann er Íslandsmeistari og stigameistari karla á árinu. Hann sigraði á Evrópumóti atvinnumanna í blönduðum liðum ásamt Birgi Leif, Valdísi og Ólafíu á Gleneagles í Skotlandi. Axel varð einnig í öðru sæti liða í tvímenningi á Evrópukeppni atvinnumanna ásamt Birgi Leif. Ofan á þetta allt var Axel í landsliði ársins 2018. Axel sagði í stuttu samtali við Fjarðarpóstinn að titillinn íþróttamaður Hafnarfjarðar hafi verið gríðarlegur heiður fyrir hann. „Ég...

Read More

Íþróttakona Hafnarfjarðar hefur æft dans í 20 ár

Sara Rós Jakobsdóttir, dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2018. Sara Rós er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í standard, latin og 10 dönsum á árinu. Hún keppir fyrir landslið Dansíþróttasambands Íslands ásamt dansfélaga sínum og tóku þau þátt í fjölda alþjóðlegra móta víðsvegar um heiminn með góðum árangri. Þau náðu 6. sæti í úrlistakeppni Evrópumeistaramótsins í 10 dönsum. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá bjóst ég alls ekki við að hljóta þennan titil. Alls ekki vegna þess að mér fannst ég ekki eiga hann skilið, heldur vegna þess að ég er orðin svo vön því...

Read More