Flokkur: Sport

Haukar Íslandsmeistarar í 5. flokki eldri

5. flokkur kvenna eldri hjá Haukum varð í síðasta mánuði Íslandsmeistari í handknattleik 2018.  Á myndinni eru, standandi frá vinstri: Nadía, Thelma, Viktoría, Agnes, Mikaela. Neðri röð: Birgitta, Hekla, Sonja, Elín Klara, Emilía. Þálfarar eru Herbert Ingi Sigfússon og Þorkell Magnússon.   Mynd:...

Read More

11 milljónir til 12 íþróttafélaga

Úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH fór fram í dag, samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Úthlutunin árlega fer fram í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi í Straumsvík. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjaðarbæjar. Samningar hafa verið gerðir til þriggja ára í senn og er nýjasti samningurinn frá árinu 2017 og lýkur honum í árslok 2019. Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða 10 milljónir á ári hvor aðili inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna og unglinga í Hafnarfirði. Í dag er verið...

Read More

Munu hvetja Söru Björk á Ásvöllum

Wolfsburg og Lyon mætast í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu kvenna í dag, fimmtudaginn 24. maí. Útsending byrjar kl. 15.30 og leikurinn kl. 16.00. Með liði Wolfsburgar leikur Haukastúlkan Sara Björk Gunnarsdóttir og Haukar ætla að styðja hana í leiknum með því að horfa á hann saman á tjaldi á 2. hæð á Ásvöllum. Sara Björk sem verður að öllum líkindum fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefur svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálina til þess að koma liðinu í úrslitaleikinn. Hún hefur skorað sex mörk fyrir Wolfsburg til þessa í keppninni. Líklega...

Read More

Sjáið sigurdans FH-inga í klefanum

FH-ingar komust í kvöld í úrslit Íslandsmóts karla í handbolta annað árið í röð eftir sigur á Selfossi í oddaleik á Selfossi. Leiknum lauk 28-26 fyrir FH sem mætir ÍBV í úrslitum. Úrslitaeinvígið hefst á laugardag í Vestmannaeyjum. Á eldi Er ekki rétt að loka umfjöllun um sögulega seríu við Selfoss með fögnuði að hætti hússins. #viðerumFH Posted by FH Handbolti on 10. maí 2018   Meðfylgjandi myndir tók Jóhannes Long tók og voru birtar á Facebook síðu FH...

Read More

Haukar Íslandsmeistarar í körfubolta

Haukar tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna eftir sigur á Val í mögnuðum háspennu-oddaleik, 74-70, á Ásvöllum. Frá þessu er greint á karfan.is. Leikurinn var mjög jafn og en þó sveiflukenndur en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir áhlaup Vals. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka með þrefalda tvennu; 21 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Helena var einnig með þrefalda tvennu að meðaltali í allri úrslitakeppninni; 20,8 stig; 12,5 fráköst og 10 stoðsendingar – fyrst allra. Hjá Val var það Aalyah Whiteside sem leiddi með 26 stig og 10 fráköst. Staðan í einvíginu fyrir leikinn...

Read More