Flokkur: Sport

Krúttlegasta badmintonmót ársins

Snillingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 4. maí í íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er fyrir yngstu badmintoniðkendurna í flokkunum U9 og U11. Tæplega 70 iðkendur frá fimm félögum tóku þátt. Krakkarnir sýndu glæsileg tilþrif en mörg þeirra voru að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Að keppni lokinni fengu allir þátttakendur sumarglaðning sem var litríkur bolti til að nýta til útileikja í sumar. Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar spiluðu allir í nýjum bolum sem keyptir voru með stuðningi frá hafnfirska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls. Á mótinu var einmitt skrifað undir samstarfssamning milli BH og Williams & Halls til tveggja ára um...

Read More

Færri tölublöð og aukin áhersla á vef og útsendingar

Frá og með fyrsta tölublaði sumarsins 2. maí verða afmarkaðri áherslur í útgáfu Fjarðarpóstsins. Blaðið verður alltaf 16 til 32 síður og dreift á tveggja vikna fresti, í stað vikulega. Aukin áhersla á móti verður á vef, beinar útsendingar og samfélagsmiðla. „Við höfum velt þessum áherslum vel fyrir okkur frá áramótum og góð fordæmi eru fyrir því í sumum stærri sveitarfélögum á landinu af gefa út prentaða bæjarmiðla á 2-3 vikna fresti. Það hefur gefist vel hjá þeim miðlum og aukinn tími og rými til að vanda enn betur til verka og gefa út eigulegri blöð sem bæjarbúar geyma...

Read More

Ólympíuleikar eru draumurinn

Fimleikafélagið Björk hefur haldið úti öflugri starfsemi í Hafnarfirði í tæplega 70 ár og í gegnum tíðina hefur fjöldi afreksfólks æft hjá félaginu og skilað mörgum glæsilegum sigrum í hús. Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir er 12 ára upprennandi fimleikastjarna sem hefur staðið sig frábærlega í áhaldafimleikum undanfarin ár. „Ég byrjaði átta ára í fimleikum. Það telst nú frekar seint í þessari íþrótt en margar stelpur byrja að mæta á æfingar þriggja til fjögurra ára gamlar. Ég hef alltaf æft hjá Björkunum í Hafnarfirði, enda Hafnfirðingur í húð og hár. Ég fæddist reyndar í Vestmannaeyjum en mamma og pabbi fluttu hingað...

Read More

BH Íslandsmeistari – sjáðu sigurstundina

Borðtennisdeild BH varð um helgina Íslandsmeistari félagsliða í borðtennis í karlaflokki. Sigurinn er í meira lagi merkilegur en þetta er í fyrsta skipti sem BH fagnar þessum titli. Þá rauf BH 40 ára einokun Víkings og KR sem hafa verið með mikla yfirburði í borðtennis á Íslandi. Sig­urlið BH var skipað Magnúsi Gauta Úlfars­syni, Birgi Ívars­syni og bræðrun­um Pétri Marteini og Jó­hann­esi Bjarka Ur­bancic Tóm­as­son­um. Þjálf­ari liðsins er Tóm­as Shelt­on. Fögnuður BH-manna var að vonum innilegur þegar sigurstigið kom í hús og það má sjá nýju Íslandsmeistarana fagna titlinum í skemmtilegu myndbandi sem BH birti á Facebook. Til hamingju...

Read More

BH sópaði til sín verðlaunum

Badmintonfélag Hafnarfjarðar var í eldlínunni um helgina þegar Meistaramót Íslands var haldið á heimavelli félagsins í íþróttahúsinu við Strandgötu. Hafnfirskt badmintonfólk fór ekki tómhent heim en alls unnu BH-ingar átta Íslandsmeistaratitla. Einna hæst ber Íslandsmeistaratitill í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki þar sem Erla Björg Hafsteinsdóttir sigraði ásamt Skagakonunni Drífu Harðardóttur. Gabríel Ingi Helgason heldur áfram að gera frábæra hluti og varð þrefaldur Íslandsmeistari í B-flokki. Mikið efni og verður spennandi að fylgjast með hans framþróun næstu árin. Mikið kapp var lagt í að gera umgjörðina eins glæsilega og hægt var fyrir besta badmintonfólk landsins. Spilað var á nýjum keppnismottum...

Read More