Flokkur: Sport

Bjarkarfólk brilleraði á Íslandsmóti

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram helgina 7.-8. apríl. Þar kom allt fremsta fimleikafólk landsins saman og sýndi frábær tilþrif. Fimleikafélagið Björk var áberandi á mótinu og tók með sér fjölda verðlauna heim af mótinu. Í kvenna­flokki átti Björk sex keppendur. Þar tryggði Mar­grét Lea Kristinsdóttir sér Íslandsmeist­ara­titil­inn á slá og gólfi, báðum áhöld­un­um sem hún keppti á í úr­slit­um. Glæsi­legur ár­ang­ur hjá Mar­gréti sem er á sínu fyrsta ári í full­orðins­flokki, aðeins 15 ára. Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir keppti til úrslita á stökki og hlaut þar silfurverðlaun. Lilja Björk Ólafsdóttir varð í þriðja sæti í úrslitum á gólfi. Í stúlknaflokki kepptu fimm...

Read More

Ólafssalur vígður á Ásvöllum

Nýr og glæsilegur íþróttasalur Hauka var vígður á Ásvöllum í liðinni viku, á 87. afmælisdegi félagsins. Fjöldi manns var saman kominn til að fagna þessum tímamótum, en þetta er fyrsti sérhannaði körfuboltasalur á landinu og er nefndur eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, hinum mikla og merka Haukamanni sem lést fyrir aldur fram fyrir 5 árum. Viðburðinum stjórnaði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og til máls tóku m.a. vinir Ólafs heitins og ekkja hans, Gerður Guðjónsdóttir sem einnig færði félaginu eina milljón króna úr minningasjóði Ólafs. Fulltrúar S.Þ. verktaka afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, formanni bæjarráðs, lykil að húsinu sem færði síðan lyklavöldin yfir...

Read More

BUR FH harmar umræðu um knatthús

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar FH (BUR) harmar þá villandi og röngu umræðu um byggingu knatthúss í Kaplakrika sem mátt hefur lesa og heyra undanfarnar vikur. Frá árinu 2015 hefur BUR greitt fyrir hluta þeirra tíma sem ráðið hefur í þeim tveim knatthúsum sem þegar eru í Kaplakrika. Það er staðreynd sem allir sem vilja geta kynnt sér að Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) hefur byggt þessi tvö hús fyrir eigin reikning og alfarið á ábyrgð félagsins. Það að BUR hafi neyðst til þess að taka beinan þátt í kostnaði við byggingu “Dvergsins” er eitthvað sem í eðlilegu ástandi á ekki að...

Read More

Erla Björg og Halla María Íslandsmeistarar

Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar stóðu sig vel á Meistaramóti Íslands í badminton sem fram fór í TBR húsunum við Gnoðarvog um liðna helgi. Erla Björg Hafsteinsdóttir og Halla María Gústafsdóttir urðu Íslandsmeistarar og auk þess komu átta silfurverðlaun í hlut BH-inga. Erla Björg, sem keppir í meistaraflokki, varð Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni úr TBR. Hún vann einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik kvenna en þar lék hún með Snjólaugu Jóhannsdóttur úr TBR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Erlu í tvenndarleik í meistaraflokki en hún hefur tvisvar sigraði í tvíliðaleik, 2009 og 2014. Halla María Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í einliðaleik...

Read More

Haukar unnu Skallagrím í fyrsta einvíginu

Haukar unnu fyrsti leikinn í undanúrslitarimmu gegn Skallagrími í úrvalsdeild kvenna fór fram á Ásvöllum á mánudagskvöld. Haukar leiddu allan leikinn og tryggðu sér góðan 88-74 sigur. Bæði liðin hittu illa fyrstu mínúturnar en Haukastelpur hittu þó vel úr þristum og leikhlutanum lauk 20-12 fyrir heimastúlkum. Borgnesingar náðu með hörku að koma muninum í aðeins 3 stig og eftir það varð sókn Hauka aðeins stöðugari. Staðan í hálfleik var 35-29 fyrir Haukum, sem spiluðu einfaldlega miklu betur. Í lokaleikhluta fyrri hálfleiks fengu Haukar svo 12 stig og komu stöðunni í 61-49. Skallagrímur náði örlítið að saxa á forskotið fyrstu 2-3 mínúturnar...

Read More