Flokkur: Sport

Alþjóðleg töfrateningakeppni í Flensborgarskóla

Dagana 4. og 5. janúar 2019 verður haldin keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þrjátíu keppendur frá 7 löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verður í 14 mismunandi greinum. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar? Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á öllum aldri að spreyta sig á upphaflega teningnum (Rubiks Cube 3×3) og ótrúlegri flóru annara sambærilegra teninga af öllum stærðum og gerðum. Mótið er alþjóðlega viðurkennt...

Read More

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð í dag

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa í dag fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2018. Hátt í 500 einstaklingum sem hafa á árinu 2018 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði er veitt viðurkenning á hátíðinni. Úthlutað verður úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára. Viðurkenningar verða veittar bikarmeisturum og þeim sem hafa náð alþjóðlegum titlum. Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði...

Read More

Róbert Ísak íþróttamaður fatlaðra 2018

Róbert Ísak Jónsson, 17 ára sundkappi hjá Firði, er íþróttamaður ársins meðal þroskahamlaðra, ásamt frjálsíþróttakonunni Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra, en kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Róbert hlýtur útnefninguna Íþróttamaður ársins en hann hefur verið á mikilli siglingu síðustu ár og m.a. unnið Nýársmót fatlaðra barna og unglinga þrjú síðustu ár og varð heimsmeistari á árinu 2017.  Magnað ár er að baki hjá Róberti sem vann til tvennra silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fór í Dublin síðastliðið sumar. Á árinu setti...

Read More

FH skiptir úr ADIDAS yfir í NIKE

Knattspyrnudeild FH samdi á dögunum við nýjan samstarfsaðila, NIKE, en búningar allra flokka innan deildarinnar höfðu verið merktir ADIDAS í 27 ár. Við spurðum formanninn Jón Rúnar Halldórsson, hverju sætti. „Það er í raun ekki flókið, við fengum tilboð sem erfitt var að hafna og í raun ómögulegt. Það er okkur að sjálfsögðu mikið gleðiefni að finna fyrir því að fyrirtæki sækist eftir samstarfi við okkur, þ.e. Knattspyrnudeild FH og munum við gera okkar til þess að NIKE fái allt það sem þeir búast við og rúmlega það. Það er undir okkur komið að sjá um að svo verði,“...

Read More

Tilvalið fyrir fyrsta stefnumótið

Eftir að fyrirtækið Berserkir axarkast var stofnað í vor er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að keppa innanhúss í axarkasti. Einnig er vinsælt fyrir pör og hópa að hittast þar og fá góða og óvenjulega útrás. Við kíktum í heimsókn að Hjallahrauni 9 og ræddum við eigendurna, Elvar Ólafsson og Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur og systur hennar, Rannveigu Magnúsdóttur, sem er einnig kærasta Elvars.  Fyrir ári síðan fór Elvar til Kanada með æskuvinum sínum þar sem þeir prófuðu axarkast. Hann kom heim með stjörnur í augunum og staðráðinn í stofna svona félag á Íslandi. Helga Kolbún er margfaldur Íslandsmeistari í...

Read More