Flokkur: Sport

BH sópaði til sín verðlaunum

Badmintonfélag Hafnarfjarðar var í eldlínunni um helgina þegar Meistaramót Íslands var haldið á heimavelli félagsins í íþróttahúsinu við Strandgötu. Hafnfirskt badmintonfólk fór ekki tómhent heim en alls unnu BH-ingar átta Íslandsmeistaratitla. Einna hæst ber Íslandsmeistaratitill í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki þar sem Erla Björg Hafsteinsdóttir sigraði ásamt Skagakonunni Drífu Harðardóttur. Gabríel Ingi Helgason heldur áfram að gera frábæra hluti og varð þrefaldur Íslandsmeistari í B-flokki. Mikið efni og verður spennandi að fylgjast með hans framþróun næstu árin. Mikið kapp var lagt í að gera umgjörðina eins glæsilega og hægt var fyrir besta badmintonfólk landsins. Spilað var á nýjum keppnismottum...

Read More

Stórt skref að Ásvöllum

Hafnarfjarðarbær og Sport-Tæki ehf. undirrituðu í gær samning um kaup og uppsetningu á áhorfendabekkjum í Ólafssal, íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum. Samningurinn nær til fullbúinna áhorfendabekkja með stólum meðfram hliðum vallarins en áætlað er að bekkirnir verði tilbúnir til notkunar 1. ágúst 2019. Stólarnir verða rúmlega 600 talsins og frá sumri geta því leikir í efstu deildum körfuboltans farið fram í salnum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikil bylting þetta verður fyrir alla umgjörð og aðstöðu körfuboltadeildarinnar. Haukar ætla sér að verða í fremstu röð í bæði karla- og kvennaflokki um ókomin ár og Ólafssalur gegnir stóru...

Read More

Það er bannað að gefast upp

Margrét Brandsdóttir, yfirleitt kölluð Gréta, er mörgum Hafnfirðingum að góðu kunn en Margrét hefur þjálfað ungar knattspyrnukonur hjá FH um árabil. Þjálfarinn hefur lyft Grettistaki í yngriflokkastarfi FH og það eru ófáar kempurnar sem hafa stigið sín fyrstu spor undir handleiðslu hennar. Margrét gaf sér tíma til að ræða við okkur fyrir skömmu og það kom blaðamanni nokkuð á óvart að Gréta er ekki „Gaflari“ í hefðbundnum skilningi þess orðs. „Ég fæddist í Vestmannaeyjum en fluttist til Hafnarfjarðar fimm ára gömul og lít auðvitað á mig sem Hafnfirðing fyrst og síðast. Ég er búin að vera í íþróttum síðan...

Read More

Góð uppskera hjá hafnfirsku fimleikafólki

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram um helgina og fimleikafélagið Björk átti að sjálfsögðu glæsilega fulltrúa á mótinu. Emilía Björt Sigurjónsdóttir fékk bronsverðlaun í heildarkeppni í kvennaflokki og Vigdís Pálmadóttir varð í fjórða sæti. Frammistaða keppenda í yngri flokkum vakti mikla athygli en þar unnust glæstir sigrar. Björk vann þrefaldan sigur í 2. þrepi karla og þar var það Ari Freyr Kristinsson sem varð Íslandsmeistari. Stelpurnar í þessum flokki létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja og röðuðu sér fimm efstu sætin. Glæsileg frammistaða! Þar varð Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir Íslandsmeistari. Keppendur frá fimleikafélaginu Björk unnu til eftirfarandi verðlauna: Kvennaflokkur Emilía...

Read More

Íslandsmeistaramót í dönsum í Hafnarfirði um helgina

Íslandsmeistaramót í 10 dönsum er haldið núna um helgina í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppni hófst klukkan 12:00 í dag og 11:00 á sunnudaginn. Aðgangseyrir er 2000 kr en frítt er inn fyrir eldri borgara og börn yngri en 10 ára. Tilvalin fjölskylduskemmtun.  Meðal keppenda eru m.a. Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir sem voru að vinna danskeppni í Svíþjóð, Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir sem sigruðu í Essex, Englandi , Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir sem sigruðu bæði í Mílanó og í Boston, Bandaríkjunum ásamt Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir. Einnig koma til landsins Nicolò Barbizi og Sara Rós...

Read More