Flokkur: Sport

Fyrsta Berserkjamótið í axarkasti

Berserkir axarkast héldu sitt fyrsta mót í axarkasti fyrir skömmu, sem kallað var Berserkjamót. Stefnt er að því að halda fleiri mót á árinu. Keppendur á mótinu voru 15 og var það töluvert fleiri en keppnishaldarar þorðu að vona og mótið gekk mjög vel. Flestir keppendanna höfðu aðeins kastað öxum í stuttan tíma en stóðu sig ótrúlega vel og síðustu leikirnir voru æsispennandi. Í fyrsta sæti var Unnar Karl Halldórsson, öðru sæti David Orlando og í þriðja sæti var Ægir Kjartansson. Strax eftir keppnina vorum við kynningarhóf fyrir þau sem styrkt hafa Berserki í söfnun á Karolina Fund og...

Read More

Lengi lifir í gömlum glæðum

Flestir hafa eflaust spilað Brennó á sínum yngri árum og í Hafnarfirði er hress hópur af konum á besta aldri sem hittist og spilar þennan skemmtilega leik. Keppnisskapið er til staðar en aðalatriðið er að hafa gaman af því að hittast og rifja upp gamla takta. „Við hittumst tvisvar í viku og spilum brennó, alveg eins og í gamla daga. Þetta eru alveg sömu reglur og fólk þekkir af skólavellinum og liðin eru að sjálfsögðu með einn „kóng“ eða kannski eina „drottningu“ í okkar tilfelli. Fólk er miskunnarlaust skotið út og þetta er bara hörkubarátta. Hópurinn byrjaði að hittast...

Read More

Sigursteinn tekur við FH

Handknattleiksdeild FH boðaði í dag til blaðamannafundar og þar var nýr þjálfari meistaraflokks karla í handbolta kynntur til sögunnar. Sigursteinn Arndal tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem mun taka við U-21 landsliði Barein.  Sigursteinn er uppalinn hjá FH og lék um 300 meistaraflokksleiki með félaginu. Hann hefur starfað fyrir uppeldisfélagið í um 20 ár og meðal annars komið að afreksstarfi FH og verið spilandi aðstoðaþjálfari meistaraflokks. Þá hefur Sigursteinn einnig þjálfað U-19 og U-21 landslið karla með góðum árangri. Þetta verður fyrsta starf Sigursteins sem aðalþjálfari meistaraflokks en samningurinn er til þriggja ára. Mynd:...

Read More

Haukar meistarar – FH fékk silfur

Haukar eru bikarmeistarar í 4. flokki kvenna yngri eftir 24-23 sigur gegn ÍBV í hörkuspennandi úrslitaleik. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sigurmarkið þegar um tvær sekúndur voru til leiksloka og var síðan kosin besti leikmaður úrslitaleiksins. Til hamingju stelpur! FH átti líka fulltrúa í bikarúrslitum yngri flokka í dag þegar bráðefnilegt lið FH í 3. flokki karla mætti sameinuðu liði Fylkis/Fjölnis og þurfti að sætta sig við svekkjandi tap, 32-27. Einar Örn Sindrason skoraði átta mörk fyrir...

Read More

Langþráður titill FH

Eftir 25 ára eyðimerkurgöngu, náði FH loks að tryggja sér langþráðan sigur í bikarkeppni HSÍ með því að leggja Val að velli í skemmtilegum úrslitaleik, 27-24. Liðsheild FH reyndist of sterk fyrir rándýrt lið Vals og þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon lagði leikinn fullkomlega upp. Til hamingu FH! Leikmenn og þjálfarar liðsins mættu að sjálfsögðu með bikarinn heim í Kaplakrika, þar sem vel var tekið á móti þeim. Að sjálfsögðu byrjuðu menn á því að hittast á heimavelli Sigga bakara í Bæjarbakarí og svo var rölt yfir í Kaplakrika með bikarinn í hendi. Þar tók við við skemmtileg dagskrá með...

Read More