Flokkur: Stjórnmál

Jón Ingi leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði

Jón Ingi Hákonarsson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu og MBA, leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi. Vaka Ágústsdóttir, ráðningar og þjálfunarstjóri LSR er í öðru sæti og Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri, í því þriðja. Í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum kemur fram að Viðreisn se frjálslynt stjórnmálaafl sem leggur áherslu á jafnrétti og jöfn tækifæri allra, frelsi til orðs og athafna sem heftir ekki frelsi annarra. „Markmið Viðreisnar er að berjast fyrir réttlátu samfélagi, fjölskylduvænna samfélagi og virkja almenning til áhrifa. Við viljum virkja lýðræðið og setjum almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum.“   Félag Viðreisnar í Hafnarfirði hefur nú...

Read More

Upplandið og framtíðarskipulag Hvaleyrarvatns

Með hækkandi sól fer bæjarbúum að kítla í útivistartærnar. Við í Hafnarfirði búum svo vel að eiga eitt fallegasta og fjölbreytilegasta útivistarsvæði á landinu og þótt víðar væri leitað. Í upplandi Hafnarfjarðar erum við með vötn, fjöll, ósnert hraun, á, læki og skóga. Enda nýtur svæðið sívaxandi vinsælda bæði hjá bæjarbúum og gestum hvaðan af frá. Þessum auknu vinsældum fylgir hinsvegar álag á svæðið og því er mikilvægt að skipulag þess og aðgengi sé til fyrirmynda til að koma í veg fyrir rask og skemmdir. Þess má geta, í þessu samhengi, að Helgafell er í harðri samkeppni við Esjuna...

Read More

Börnin okkar og skólinn

Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Um leið og við þurfum að hvetja þau til dáða og skapa þeim tækifæri til að efla sig í gegnum áhugasvið sín og styrkleika þurfum við líka að gæta þeirra vel og vernda þau. Skólinn er þeirra vinnustaður. Þangað fara þau til að búa sig undir framtíðina. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo fikra þau sig áfram þar til þau útskrifast úr grunnskóla. Þegar þau ná þeim tímamótum viljum við að þau séu undirbúin til þess að velja sér frekari farveg til framhaldsmenntunar og þátttöku í atvinnulífi. Til þess að ná...

Read More

Nýtt framboð með áhugafólki um betri bæ

Áhugafólk um betri bæ vinnur nú að undirbúningi nýs framboðs í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hópurinn kemur úr ýmsum áttum, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, sum úr bæjarmálunum og önnur annars staðar frá. Stærsti samnefnarinn er brennandi áhugi á öflugu samfélagi og að gera góðan bæ enn betri. Framboðið er ótengt hefðbundnum stjórnmálaflokkum og verður vettvangur fyrir fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið sitt. Hluti hópsins hefur starfað í meirihluta bæjarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili og lagt sitt af mörkum í endurreisn fjárhags bæjarins og fjölbreyttum úrbótum í þjónustu og bæjarlífi. Þar má nefna aukinn stuðning við frístundir barna,...

Read More

Rekstrarafgangur og engin lán tekin 2017

Fjármálastaða Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur styrkst umtalsvert á undanförnum árum. Þessi styrking kemur vel fram í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta nam 1.326 milljónum króna og veltufé frá rekstri var 3.646 milljónir króna, sem samsvarar 14,4% af heildartekjum. Þessi góða afkoma hefur leitt til þess að sveitarfélagið tók engin lán á árinu 2017 sem er annað árið í röð og langtímaskuldir voru greiddar niður um 300 milljónir króna umfram gjaldfallnar afborganir á árinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Framkvæmdir standa yfir við nýjan grunn-, leik- og tónlistarskóla í Skarðshlíð, nýtt æfinga- og kennsluhúsnæði hjá...

Read More