Flokkur: Stjórnmál

Brotið á mannréttindum fatlaðs fólks

Meðalbiðtími eftir húsnæði 6 ár Á biðlista eftir íbúðum fyrir fatlað fólk eru 56 einstaklingar og þar af eru 28 í brýnni þörf. Meðalbiðtími er 6 ár og flestir á biðlistanum hafa sótt um fyrir 5 árum. Bráðavandinn er því mikill og aðkallandi. Þessar upplýsingar koma fram í svörum Fjölskyldusviðs við fyrirspurn Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði. Á bak við þennan hóp eru fjölskyldur og aðstandendur sem varið hafa ómældum tíma og vinnu í baráttu við kerfið. Þetta er óviðunandi ástand og brot á mannréttindum fatlaðs fólks. Ábyrgð sveitarstjórnar skýr Fatlað fólk á rétt á sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélaginu....

Read More

Óska eftir umsóknum um styrki

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti fyrir 10. september 2018. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálnefnd Hafnarfjarðar eftir styrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt.  Með fastri búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar....

Read More

Tryggja eigi bólusetningar hafnfirskra barna

Eins og fram hefur komið í fréttum vill borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Einnig hefur sóttvarnarlæknir lýst yfir áhyggjum af minnkandi þátttöku í almennum bólusetningum og megi jafnvel búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafi sést um árabil. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnafirði tekur undir þessar áhyggjur. „Eftir umræðuna sem hefur átt sér stað um þessi mál í Reykjavík hef ég verið dálítið hugsi. Mér finnst að við eigum að tryggja það að öll börn í Hafnarfirði séu bólusett...

Read More

Lækjargata 2 – Mótmæli íbúa

Í síðasta tölublaði Fjarðarpóstins er fjallað um uppbyggingu á Dvergsreitnum. Farið er yfir ferlið og skipulagsforsögn sem var forsenda nýgerðra deiliskipulagsbreytinga. Vitnað er í forsögnina með þessum orðum „ Í skipulagsforsögninni segir m.a. að almennt skuli ekki gera ráð fyrir að byggt verði hærra en 2 hæðir og nýtanlegt ris.“ Hér er rétt að öll málsgrein forsagnarinnar sé birt, en þar segir „Leitast skal við að fella húsin að aðliggjandi húsum við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar form, efnisval og stærðarhlutföll, þannig að þau virki sem eðlilegt framhald af þeirri byggð. Almennt skal ekki gera ráð fyrir að byggt...

Read More

Lækjargata 2 – Dvergslóðin

Það var mikið fagnaðarefni þegar Dvergur var loks rifinn í júlí 2017. Þar með var verið að framfylgja ákvörðun bæjarstjórnar frá hátíðarfundi 1. júní 2008. Í upphafi síðasta kjörtímabils var farið í að vinna nýja skipulagsforsögn fyrir reitinn. Skipulagsforsögnin er forsenda þess deiliskipulags sem samþykkt var í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar þann 12. júlí sl. Í skipulagsforsögninni segir m.a. að almennt skuli ekki gera ráð fyrir að byggt verði hærra en 2 hæðir og nýtanlegt ris. Ferlið Í byrjun árs 2017 samþykkti skipulags- og byggingarráð (SBH) að efna til forvals um deiliskipulag, hönnun og uppbyggingu á Dvergsreitnum. Á sama...

Read More