Flokkur: Stjórnmál

Málefnasamningur nýs meirihluta undirritaður

Fulltrúar nýs meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hittust áðan á túninu við leikskólann Hörðuvelli og undirrituðu málefnasamning sín á milli. Það voru Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi bæjarstjóri, og Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og verðandi formaður bæjarráðs, sem skrifuðu undir. Aðrir viðstaddir voru frambjóðendur beggja flokkanna í liðnum sveitarstjórnarkosningum.  Myndir/OBÞ.  Hér eru skjáskot af málefnasamningnum:...

Read More

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir í Hafnarfirði hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Fjarðarpósturinn fékk rétt í þessu. Ákveðið hefur verið að Rósa Guðbjartsdóttir verði bæjarstjóri, Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Verið er að leggja lokahönd á málefnasamning nýs meirihluta sem kynntur verður stofnunum flokkanna og í kjölfarið opinberlega eftir helgi. Í samningunum er lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og...

Read More

Fötluð fer á fund

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir hefur í hálft ár skrifað greinar og viðtöl, öðru hverju, í Fjarðarpóstinn. Hún er með BA gráðu í félagsfræði og lauk MA prófi í blaðamennsku frá HÍ. Hún býr í Fossvoginum og mætti sem blaðamaður á fund um málefni fatlaðra í Hafnarborg í apríl. Þetta er saga hennar frá þeim degi. Ég fæddist fötluð. Af þeim sökum hafa málefni fatlaðs fólks alltaf verið mér hugleikin. Ég fæddist með möbíus heilkenni sem lýsir sér í skertu jafnvægisskyni og erfiðleikum með tal vegna stams. Þrátt fyrir mína fötlum komst ég alla minna ferða minna á tveimur jafn fljótum og var ekki...

Read More

Rósa ræðir við Framsókn um meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og óháðir ætla að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu RÚV. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í sveitastjórnarkosningunum á laugardag og Framsókn og óháðir einn. Þetta var í fyrsta skipti í 20 ár sem Framsókn fékk mann kjörinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði. Eins og fram kemur í frétt RÚV hefur Rósa fundað með oddvitum allra flokkanna sem náðu kjöri eftir kosningarnar og segir hún hún hafi fundið fyrir mestri málefnalegri samstöðu með Framsókn og óháðum og þeim einstaklingur sem þar eru.  Ágúst Bjarni Garðarsson...

Read More

Fulltrúar frá 6 framboðum inni

Fyrstu tölur úr kjörkössum í Hafnarfirði voru lesnar upp í Lækjarskóla um kl. 22:15. Á kjörskrá eru 20.786 og talinn hefur verinn um helmingur atkvæða. Miðað við fyrstu tölur eru fulltrúar frá sex framboðum inni og skiptast hlutföll þannig: Sjálfstæðisflokkur  4   (Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Ingi Tómasson og Helga Ingólfsdóttir) Samfylkingin  3  (Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur H. Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir) Bæjarlistinn  1   (Guðlaug Svala Kristjánsdóttir) Framsókn og óháðir  1   (Ágúst Bjarni Garðarsson) Miðflokkur  1   (Sigurður Þ. Ragnarsson) Viðreisn  1   (Jón Ingi Hákonarson)  Vinstri græn  0 Píratar  0 Myndir úr Lækjarskóla/OBÞ Mynd frá RÚV:...

Read More