Flokkur: Stjórnmál

Bætum þjónustu fyrir eldri borgara

Fimmtudaginn 17. maí boðaði félag eldri borgara í Hafnarfirði til fundar með öllum þeim framboðum sem bjóða fram til sveitastjórnar. Við í Framsókn og óháðum þökkum fyrir afar góðan fund. Framsókn og óháðir ætla að blása til stórsóknar til að bæta þjónustu við eldri borgara. Það sem við ætlum m.a. að gera er eftirfarandi: Hækka frístundastyrk í 70.000 kr. á ári. Stórauka persónulega þjónustu við eldri borgara þegar kemur að heimaþjónustu. Bæta akstursþjónustu, m.a. með því að nýta frístundabílinn fyrri part dags fyrir eldri borgara. Ráðast strax í fjölgun hjúkrunarrýma og þjónustuíbúða. Auka framboð á dagvistun. Festa heilsueflingu í...

Read More

Forvarnir fyrir velferð

Píratar vilja stuðla að öflugri velferðarstefnu með áherslu á valdeflingu og notendamiðaða þjónustu við íbúa. Forvarnarstarf er áhrifarík aðferð til skaðaminnkunar og mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar félagslegra aðstæðna á heilsu, þá sérstaklega geðheilsu. Forvarnarstarf eykur lífsgæði fólks. Fólk hefur orðið fyrir sviptingum eða áfalli í lífi sínu, sem leitt hefur til tímabundinnar vanheilsu, atvinnumissis og jafnvel húsnæðismissis. Píratar í Hafnarfirði vilja að strax sé hugað að forvörnum. Sérstkalega þarf að huga að þjónustu við börn og eldri borgara t.d. í skólum og heilsugæslum. Sálfræðiþjónusta og virkniúrræði geta dregið úr þeim fjölda fólks...

Read More

Kæri Hafnfirðingur

Á laugardaginn ræðst hvaða einstaklingar  skipa bæjarstjórn Hafnarfjarðar næstu fjögur árin. Við í Miðflokknum  höfum  á síðustu vikum verið að fara ofaní saumana á fjölmörgum þáttum samfélagsins hér í bænum. Niðurstaðan er sú að hér hefur margt gott verið gert á liðnu kjörtímabili og er það ánægjulegt. Hins vegar blasa líka við fjölmörg verkefni og sum þeirra afar brýn. Á velferðarsviðinu bíða mörg mjög áríðandi verkefni. Meðal þeirra eru málefni eldri borgara þar sem þriggja ára bið er eftir sjálfsagðri þjónustu eins og dagdvöl. Ennfremur eru 70 hafnfirskir eldri borgarar á biðlista eftir hjúkrunarrými og athugið, þetta eru okkar...

Read More

Samfélag jöfnuðar og réttlætis

Jöfnuður og góð velferðarþjónusta eru forsenda réttláts samfélags og skapar öryggi og efnahagslegan stöðugleika. Öruggt húsnæði! Húsnæðismálin eru eitt stærsta velferðarmálið. Við í Samfylkingunni viljum stórauka framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að húsnæðissamvinnufélög reisi hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, fyrir stúdenta, aldraða og fólk með lágar tekjur. Hvað þetta varðar hefur núverandi meirihluti skilað nær auðu! Einungis er búið að úthluta lóð undir 42 leiguíbúðir til Bjargs leiguíbúðafélags ASÍ og BSRB á kjörtímabilinu. Og framkvæmdir eru enn ekki hafnar vegna strangra skipulagsskilmála. Hverju sætir það? Félagslegar...

Read More

Hverjum treystir þú?

Nú keppast ýmsir flokkar sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitastjórnarkosningum  að tala niður bæjarfélagið, tala niður flokka, fólk og málefni, hver á sinn hátt. Hafnarfjörður  stendur mun betur að vígi en fyrir fjórum árum þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda og tók við vægast sagt við erfiðu búi. Ég fagna allri gagnrýni sem nýtist okkur að hér sé gert betur. En hverjum treystum við til að gera svo ? Í upphafi kjörtímabilsins var farið í áhrifaríkar aðgerðir sem leiddu til þess að í dag stendur bæjarfélagið mun betur fjárhagslega og  einungis hefur verið framkvæmt fyrir eigið fé en...

Read More