Flokkur: Stjórnmál

Húsnæðismál í Hafnarfirði

Hafnarfjörður er ólíkur nágrannabæjarfélögunum. Í stað þess að vera sofandalegt úthverfi er hann lifandi bær með sterkum sérkennum. Flestir hafnfirðingar vilja halda í þennan bæjarbrag, sem einkennist m.a. af því að sækja sem mesta atvinnu og þjónustu innan bæjarfélagsins og að fólk á öllum aldri og í mismunandi stöðu geti búið í firðinum án vandkvæða. Skipulag húsnæðismála er afgerandi þáttur varðandi aldurssamsetningu og fjölbreytileika hverfa og bæjarfélaga og ræður jafnframt mestu um hvort viðkomandi svæði verður lifandi bær eða ekki. Píratar í Hafnarfirði vilja leggja áherslu á blandaða byggð þar sem íbúar geta lifað, starfað og leikið. Þetta innifelur...

Read More

Við byggjum á árangri

Nú liggur fyrir að átta framboð ætla að gefa kost á sér til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði. Það hlýtur að vera kjósendum umhugsunarefni hvaða hugmyndafræði og framtíðarsýn liggi fyrir mörgum þessara framboða, hvaða málefnagrunnur aðskilji þau hvert frá öðru og hvort kjósendur í Hafnarfirði treysti þeim fyrir stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Það mun koma í ljós. Við höfum sýnt að okkur er treystandi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur látið verkin tala undanfarin fjögur ár í bæjarstjórn, allt frá því að sú farsæla ákvörðun var tekin að ráða í starf bæjarstjóra einstakling sem hafði þá faglegu færni sem þurfti til að...

Read More

Endurbætum Suðurbæjarlaug

Hafnarfjörður er heilsubær og því mikilvægt að hafa aðstöðu fyrir íbúana til að stunda heilsurækt. Sund er ein vinsælasta afþreying landsmanna og þær þrjár sundlaugar sem eru í Hafnarfirði eru vel sóttar bæði af bæjarbúum og gestum. Suðurbæjarlaug er eina útilaugin okkar og í áranna rás hefur orðið til uppsöfnuð viðhaldsþörf sem nú er mál að gefa gaum. Ég man þegar að Suðurbæjarlaug þótti flottasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu og hingað streymdi fólk hvaðanæva að til að prufa sveppinn, rennibrautina sem var ein sú stærsta og njóta veðurblíðunnar í sundlaugargarðinum. Sveppurinn þótti mikil nýjung og var samskonar pottur settur í...

Read More

Jafnrétti skal vera skilyrðislaust

,,Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur”. Þetta kemur fram í grunnstefnu Pírata sem fjallar um borgararéttindi. Þessvegna telja Píratar í Hafnarfirði að við alla stefnumótun skuli hafa í huga jafnréttissjónarmið varðandi kyn, kynhneigð, kyntjáningu, kynvitund eða annað kyngervi og að vinna skuli með virkum hætti gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi gegn öllu fólki af öllum kynjum. Eitt mikilvægasta jafnréttismál samtímans er framkoma hins opinbera við trans fólk og fólk af öðrum kynjum. Píratar í Hafnarfirði vilja leggja áherslu á að opinber skráningarform geri ráð fyrir öllum kynjum og að...

Read More

Reykjanesbrautina í stokk. Takk fyrir

„Þorgerður mín, það er tómt mál að ræða einhver göng og stokka hér á svæðinu. Það er útópía“ sagði ágætur reynslubolti við mig þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á Alþingi fyrir tæpum 20 árum síðan. Ég hafði í einfeldni minni viðrað á fundi að Suðvesturhornið yrði líka að vera hluti af jarðgangaáætlun. Gott og vel. Eitt brýnasta hagsmunamálið á landsbyggðinni eru betri samgöngur og fleiri jarðgöng. Ég tek undir það. Þau eru lykilatriði fyrir betri lífsgæði íbúa. Á suðvesturhorninu eru aðstæður aðrar sem kalla á annars konar samgöngubætur. Sem líka erum umfangsmiklar og kostnaðarsamar. Aðstæður og...

Read More