Flokkur: Stjórnmál

Hvenær eru 7 hæða blokkir lágreistar og hvenær ekki?

Þann 31.10. sl. nam meirihluti bæjarstjórnar skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 úr gildi. Skipulagslýsingin var útkoma tveggja ára samráðsverkefnis um svæðið með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Eins og ég benti á í grein í Fréttablaðinu 7.11. sl., gerist þetta einmitt þegar íbúar andmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Fornubúðum og vísa máli sínu til stuðning í niðurstöður skipulagslýsingarinnar, m.a.: Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð Með því að afnema skipulagslýsinguna losnar meirihlutinn við að taka tillit til þessa. Hvað er lágreist byggð? Bæjarfulltrúinn Ingi Tómasson (D) svaraði grein minni samdægurs á Vísi.is. Þar gerir hann lítið úr...

Read More

Markmiðið er að bæjarbúar gangi í takt

Markaðsstofa Hafnarfjarðar, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, vinnur þessar vikurnar að gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð í samstarfi við Manhattan Marketing. Segja má að MsH hafi allt frá stofnun stofunnar unnið að því að farið yrði í slíka vinnu. Ása Sigríður Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sagði okkur nánar frá því. „Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi stað til að búa á, starfa, reka fyrirtæki og heimsækja. Það er lögð er áhersla á samtal við bæjarbúa, fyrirtækin í bænum og hagaðila og þegar hafa verið tekin fjölmörg einstaklingsviðtöl (við íbúa og fulltrúa fyrirtækja), haldnir hafa...

Read More

Lækkuð skuldaviðmið og bætt þjónusta

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019 og 4 ára áætlun 2019-2022 verður lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu miðvikudaginn 14. nóvember. Síðari umræða um fjárhagsáætlun verður í desember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Í fjárhagsáætlun ársins 2019 verður álagningarstuðull fasteignaskatts lækkaður og eru það viðbrögð við mikilli hækkun á reiknuðu fasteignamati í Hafnarfirði milli ára. Þannig lækkar álagningarstuðull fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði úr 1,57% í 1,40% og fasteignaskattur af íbúðahúsnæði úr 0,28% í 0,26%. Útsvarsprósentan verður áfram 14,48% en hún var lækkuð úr 14,52% árið 2017. Systkinaafsláttur á leikskólagjöldum eykst og þriðja systkini í grunnskóla fær frítt fæðisgjald....

Read More

Háhýsi – hvað er háhýsi?

Ég var að taka til í blaðabunka hjá mér nýverið og rakst á dreifimiða sem borist hafði inn um bréfalúguna hjá mér en dreifimiðinn hafði farið fram hjá mér þegar hann barst. Dreifimiðinn Dreifimiðinn er ekki undirritaður af neinum sérstökum aðila en þar er bent á frekari upplýsingar á; sudurbakki.is / facebook.com/ekkihahysi. Frekar innihaldsrýrt efni sem þar er að finna fyrir utan samantekt og kynningarefni á því hvernig menn eigi að mótmæla.  Eftir því sem ég best veit er þessum netsíðum haldið úti af mjög fáum aðilum hér í bæ sem finna því allt til foráttu að reisa eigi...

Read More

Skarðshlíðarskóli formlega opnaður

Í síðustu viku var Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði opnaður formlega með nemendum og starfsmönnum en á morgun mun verktaki formlega afhenda bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði lykilinn að skólanum og þar með marka lok á fyrsta áfanga uppbyggingarinnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlegu opnunina.  Aðeins um Skarðshlíðarskóla Skarðshlíðarskóli tók til starfa haustið 2017 í bráðabirgðahúsnæði en flutti nýverið í glæsilega nýbyggingu í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Í fyrsta áfanga uppbyggingar á skólanum eru nemendur skólans í 1. – 4. bekk, í heild 97 nemendur í sex bekkjardeildum. Skólinn er áttundi grunnskóli bæjarins og þegar hann verður fullbyggður verður hann tveggja hliðstæðu grunnskóli...

Read More