Flokkur: Stjórnmál

Átak fyrir börnin okkar

Við stöndum frammi fyrir nýrri ógn í samfélaginu en það eru aukin geðheilbrigðisvandamál hjá ungu fólki. Í greinaskrifum og umfjöllun í samfélaginu er m.a. talað um aukna notkun snjalltækja og samfélagsmiðla sem orsakavald. Aukinn námsleiði og brottfall úr skóla hjá ungum strákum og kvíði og þunglyndi hjá stelpum í 9. og 10. bekk er mikið áhyggjuefni. Rannsóknin ​Ungt fólk 2016 8.-10. bekk ​sýnir til að mynda sláandi aukningu á kvíða og þunglyndi hjá stelpum í efstu bekkjum grunnskóla. Við þessu þarf að bregðast. Við í Miðflokknum viljum sjá bætta geðheilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á forvarnir,...

Read More

Hugum vel að eldri bæjarbúum

Eldri Hafnfirðingar eru virkir samfélagsþegnar sem gefa mikið til samfélagins og hafa rutt leiðina fyrir yngri bæjarbúa á fjölbreyttann hátt og af mikilli elju. Síðastliðin 4 ár hefur Hafnfirðingum sem eru 67 ára eða eldri fjölgað og skipa þeir um 10% allra bæjarbúa. Það er mikilvægt að líta á öldrun þjóðarinnar sem tækifæri til framþróunar og hefur Hafnarfjarðarbær góða burði og sterka innviði til að efla framþróun í málum eldri bæjarbúa. Líkt og á öðrum aldursskeiðum lífsins er ekki síður mikilvægt að lifa lífinu með reisn og njóta hvers dags í nálægð við vini og ættingja. Eldri borgarar eru...

Read More

Það skiptir máli hverjir stjórna

26. maí kjósa bæjarbúar nýja bæjarstjórn. Þetta er lýðræðislegur réttur sem við nýtum okkur til þess að velja okkar fulltrúa í bæjarstjórn til næstu fjögurra ára. Í dag liggur fyrir að 8 framboð bjóða fram lista í Hafnarfirði og því reynir á kjósendur að leggja sig eftir ólíkum sjónarmiðum þeirra sem bjóða fram krafta sína fyrir sveitarfélagið. Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan Sjálfstæðisflokkurinn hefur á því kjörtímabili sem nú er að ljúka starfað í meirihluta með Bjartri framtíð sem biður ekki um endurnýjað umboð hjá kjósendum.  Í upphafi kjörtímabilsins var ákveðið að ráða ópólitískan bæjarstjóra sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og hefur það...

Read More

Stóraukum og eflum heimaþjónustu

Forgangsmál Samfylkingarinnar er að bæta velferð og kjör alls almennings. Sveitarstjórnir gegna alltaf stærra og mikilvægara hlutverki í samfélaginu, ekki síst í velferðarmálum. Það er rökrétt þar sem reynslan sýnir að því nær íbúum sem þjónustan er, því betri er hún. Full ástæða er því til þess að auka hlutdeild sveitarfélaganna í samneyslunni. Þjónusta við eldri bæjarbúa er dæmi um verkefni sem ætti að vera á hendi sveitarfélaganna. Í dag er heimaþjónustan verkefni sveitarfélaganna á meðan ábyrgðin á framkvæmd heimahjúkrunar er hjá ríkinu. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga má ekki vera ráðandi þáttur þegar þjónustan er veitt. Samþætting heimahjúkrunar og...

Read More

Framfarir til framtíðar

Í dag er Hafnarfjörður á mun betri stað hvað varðar fjárhag og þjónustu við íbúa en hann var fyrir fjórum árum. Og hvað sem andstæðingar núverandi meirihluta segja er þessi staða ekki sjálfgefin. Í fyrsta skipti í það minnsta frá árinu 2002 er verið að lækka skuldir sveitarfélagsins, framkvæma fyrir eigið fé, auka þjónustu og lækka álögur á bæjarbúa. Til framtíðar litið verður þetta svona áfram fáum við áframhaldandi umboð í komandi kosningum. Skipulagsmál Glæsilegt skipulag í Skarðshlíð liggur fyrir, búið er að úthluta yfir 350 íbúðum og framkvæmdir komnar af stað ásamt því að bygging grunn- tónlistar- og...

Read More