Flokkur: Stjórnmál

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um bætt kjör kvennastétta.  Flutningsmenn hennar eru nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Í tillögunni felst að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt um bætt launakjör kvennastétta.  Átakið fæli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks. Um er að ræða gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir stóra hópa sem vinna á vegum sveitarfélaga, einkum hópa sem annast kennslu á leik- og grunnskólastigi sem og starfsfólk í hvers konar umönnunarstörfum. Þessir hópar hafa í gegnum tíðina mátt...

Read More

Vinstri Græn – í þágu bæjarbúa

Enn á ný ganga Íslendingar til kosninga laugardaginn 26. maí nk. Nú vegna sveitarstjórnarkosninga. Sennilega eru margir búnir að fá nóg af kosningamaraþoni undanfarin ár vegna endurtekinna alþingiskosninga en hafa verður í huga að talsverður munur er á alþingiskosningum og sveitarstjórnarkosningum. Af hverju eiga landsmenn að mæta á kjörstað 26. maí? Sveitarstjórnarkosningar snúast um að kjósa fulltrúa bæjarins til að sjá um og framkvæma málefni sem snerta okkur bæjarbúa hvað mest. Því skiptir máli að bæjarbúar mæti á kjörstað til að hafa áhrif og tryggja að sveitarfélagið starfi í þágu bæjarbúa. Júlíus Andri Þórðarson heiti ég og býð mig...

Read More

Gerum þetta saman

Nú í vikunni var boðað til málþings um samstarf heimilis og skóla af hálfu Hafnarfjarðarbæjar.  Verkefni sem unnið hefur verið að á nýliðnum vetri og er svo sannarlega þarft.  Samstarf heimilis og skóla er hornsteinn þess að börnin okkar fái sem mest út úr skólagöngu sinni og geti horft jákvæðum augum til skólagöngu sinnar og skili sér sterk  á þann vettvang sem hugur þeirra stefnir til. Ábyrgð kennara og skólastjórnenda er mikil. En, ábyrgð okkar foreldra er ekki síður mikil.  Þegar átt er við með samstarfi heimilis og skóla þá er kannski ekki alveg ljóst til hvers er ætlast...

Read More

Ábyrgan rekstur áfram

Sumarið er komið í Hafnarfirði, hátíðin Bjartir dagar nýafstaðin með frábærri þátttöku í glæsilegum viðburðum. Sungið var í Heima-húsum og hoppað með (íþrótta)álfum í Hellisgerði og skapandi fólk lét ljós sitt skína um víðan völl. Ársreikningur bæjarins fyrir 2017 er kannski ekki eins spennandi viðburður, en hann er þó hluti af stærri vorkomu, sem lengi hafði verið beðið eftir. Árangurinn sem ársreikningurinn birtir kom ekki af sjálfu sér. Hann er árangur þrotlausrar vinnu Haraldar Líndar Haraldssonar bæjarstjóra og alls hins starfsfólksins hjá stofnunum bæjarins. Erfiðasti hjallinn var árið 2015, þegar endi var bundinn á áralanga skuldasöfnun. Á mannamáli má...

Read More

Heimsmarkmiðin og Hafnarfjörður

Þjóðir heims hafa sett sér markmið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem leitast er við að bæta líf jarðarbúa, frelsi og hagsæld og að tryggja að hver kynslóð skili náttúru og umhverfi í jafn góðu ástandi eða betra til komandi kynslóða. Heimsmarkmiðin snúa að fjölmörgum þáttum, s.s. útrýmingu fátæktar, eflingu heilsu, menntunar, jafnréttis, sjálfbærni, atvinnu og hagvexti, svo nokkur atriði séu nefnd. Við getum sjálf lagt af mörkum Þótt heimsmarkmiðin kunni að hljóma fjarri okkur og jafnvel framandi í dagsins önn eiga þau erindi við okkur hvert og eitt, hér í Hafnarfirði rétt eins og úti í hinum stóra...

Read More