Flokkur: Stjórnmál

Umhverfis- og auðlindastefna bæjarins upp á punt?

Síðastliðið haust var lögð fram til umsagnar endurskoðuð umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðarbæjar. Eldri stefna var komin til ára sinna en umhverfismál eiga að endurspegla samtímann og þann lífstíl sem við bæjarbúar höfum valið okkur og mikilvægt að uppfæra stefnuna reglulega í takti við tíðarandann. Leiðarstef í nýrri stefnu er sjálfbærni og náttúruvernd með áherslu á verndun auðlinda, náttúru- og menningarminja. Einnig áhersla á umhverfisvöktun, hún sé virk og niðurstöður aðgengilegar. Jafnframt að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum við að draga úr myndun úrgangs með vistvænum innkaupum, ábyrgri neyslu, og virkri endurnýtingu og endurvinnslu. Þá er afdráttarlaust í stefnuskránni að...

Read More

Engin fátæk börn í Hafnarfirði

Við Vinstri græn trúum því að bæjarfélög séu fyrst og fremst samfélög en ekki fyrirtæki. Með þessa hugsun að leiðarljósi nálgumst við allar okkar áherslur í  bæjarmálum. Í stefnu okkar fyrir þessar bæjarstjórnarkosningar leggjum við mikla áherslu á að gera betur við börn og barnafjölskyldur. Við viljum að öllum börnum séu tryggð þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Við viljum breyta því að mörg hundruð börn á Íslandi búa við fátækt, sú staðreynd er fullkomlega óásættanlegt. Við leggjum m.a. fram eftirfarandi þrjú atriði sem koma barnafjölskyldum vel. VG vill að Hafnarfjarðarbær greiði strætófargjöld fyrir öll börn...

Read More

Virkjum kraft, reynslu og þekkingu eldri borgara

Réttlátt samfélag virðir mannréttindi og mætir þörfum allra. Þá ber hæst réttur til aðgengis að þjónustu sem er í samræmi við þarfir einstaklinganna. Við viljum að málefni aldraðra verði á forræði sveitarfélagsins því þannig verður best tryggt að þjónustan sé í samræmi við þarfir okkar fólks. Við ætlum að leggja þunga á að þrýsta á fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði. Við ætlum að stórefla heimaþjónustu og legga áherslu á að þeir sem það kjósa geti búið sem lengst í heimahúsum til að tryggja sem best rétt til persónufrelsins og friðhelgi einkalífs. Við í VG viljum að kraftur, reynsla og þekking...

Read More

Skipulagsmál í ólestri

Árið 1966 flutti ég til Hafnarfjarðar. Frá þeim tíma hef ég haft gaman af að fylgjast með uppbyggingu bæjarins. Árið 1969 byrjaði Norðurbærinn að byggjast upp. Verktakar, stórir sem smáir og einstaklingar fengu lóðir og uppbygging svæðisins gekk hratt og vel fyrir sig. Ég man ekki eftir því að við byggingu Norðurbæjarins hafi þurft að margbreyta deiliskipulagi eins og sífellt er verið að gera t.a.m. með Skarðshlíðina. Ástand bygginamála í bænum er nú orðið mjög alvarlegt og verktakar stórir sem smáir farnir að leita annað og sumir þegar farnir úr bænum.  Þessi staða er grafalvarleg. Þessu ætlar Miðflokkurinn breyta...

Read More

Stórátak í þjónustu við eldri borgara

Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hefur fólki 80 ára og eldri fjölga um 15% í Hafnarfirði. Talið er að allt að 20% fólk á þessum aldri hafi þörf fyrir húkrunarrými eða um 170 manns. Því miður hefur fjölgun hjúkrunarrýma ekki haldist í hendur við þessa þróun og engin aukning verið í tíð núverandi meirihluta. Þegar ný viðbygging verður tekin í notkun á Sólvangi bætast einungis þrjú hjúkrunarrými við, sem annar engan vegin eftirspurn. Einnig er fyrirsjáanleg fækkun hjúkrunarrýma hjá Hrafnistu þar sem verið er að fjölga einbýlum. Af þessum ástæðum eru biðlistar langir eftir hjúkruarrými í Hafnarfirði...

Read More