Flokkur: Stjórnmál

Það skiptir máli hverjir stjórna

26. maí kjósa bæjarbúar nýja bæjarstjórn. Þetta er lýðræðislegur réttur sem við nýtum okkur til þess að velja okkar fulltrúa í bæjarstjórn til næstu fjögurra ára. Í dag liggur fyrir að 8 framboð bjóða fram lista í Hafnarfirði og því reynir á kjósendur að leggja sig eftir ólíkum sjónarmiðum þeirra sem bjóða fram krafta sína fyrir sveitarfélagið. Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan Sjálfstæðisflokkurinn hefur á því kjörtímabili sem nú er að ljúka starfað í meirihluta með Bjartri framtíð sem biður ekki um endurnýjað umboð hjá kjósendum.  Í upphafi kjörtímabilsins var ákveðið að ráða ópólitískan bæjarstjóra sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og hefur það...

Read More

Stóraukum og eflum heimaþjónustu

Forgangsmál Samfylkingarinnar er að bæta velferð og kjör alls almennings. Sveitarstjórnir gegna alltaf stærra og mikilvægara hlutverki í samfélaginu, ekki síst í velferðarmálum. Það er rökrétt þar sem reynslan sýnir að því nær íbúum sem þjónustan er, því betri er hún. Full ástæða er því til þess að auka hlutdeild sveitarfélaganna í samneyslunni. Þjónusta við eldri bæjarbúa er dæmi um verkefni sem ætti að vera á hendi sveitarfélaganna. Í dag er heimaþjónustan verkefni sveitarfélaganna á meðan ábyrgðin á framkvæmd heimahjúkrunar er hjá ríkinu. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga má ekki vera ráðandi þáttur þegar þjónustan er veitt. Samþætting heimahjúkrunar og...

Read More

Framfarir til framtíðar

Í dag er Hafnarfjörður á mun betri stað hvað varðar fjárhag og þjónustu við íbúa en hann var fyrir fjórum árum. Og hvað sem andstæðingar núverandi meirihluta segja er þessi staða ekki sjálfgefin. Í fyrsta skipti í það minnsta frá árinu 2002 er verið að lækka skuldir sveitarfélagsins, framkvæma fyrir eigið fé, auka þjónustu og lækka álögur á bæjarbúa. Til framtíðar litið verður þetta svona áfram fáum við áframhaldandi umboð í komandi kosningum. Skipulagsmál Glæsilegt skipulag í Skarðshlíð liggur fyrir, búið er að úthluta yfir 350 íbúðum og framkvæmdir komnar af stað ásamt því að bygging grunn- tónlistar- og...

Read More

Gera athugasemdir við samanburð SA

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar gera athugasemdir við samanburð SA á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Að þeirra mati er framsetning Samtaka atvinnulífsins á samanburði á rekstrarframmistöðu sveitarfélaga og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki af  gefa rétta mynd af rekstrarstöðu sveitarfélaganna í dag.  Ef það hefur verið ætlun samtakanna að gefa mynd af því hvernig þetta hefur verið að meðaltali frá 2002  hefði það átt að koma skýrar fram.  Eins og þetta er sett fram má ætla að samantektin segi til um stöðuna í...

Read More

Framboðslisti Bæjarlistans fullskipaður

Bæjarlistinn í Hafnarfirði hefur fullmótað sinn frambjóðendalista, að því er fram kemur í tilkynningu sem senda var fjölmiðlum. Listinn er þannig skipaður:   1 Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar 2 Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður 3 Helga Björg Arnardóttir, tónlistarmaður 4 Sigurður P Sigmundsson, hagfræðingur 5 Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur 6 Klara G Guðmundsdóttir, flugfreyja 7 Böðvar Ingi Guðbjartsson, pípulagningameistari 8 Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri 9 Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, lýðheilsufræðingur 10 Númi Arnarson, kennari 11 Jón Ragnar Gunnarsson, viðskiptastjóri 12 Steinunn Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur 13 Baldur Kristinsson, framhaldsskólanemi 14 Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur 15 Jóhanna Valdemarsdóttir, sérkennari 16 Hörður Svavarsson, leikskólastjóri 17 Sara...

Read More