Flokkur: Stjórnmál

Gildi gróðurs og skógræktar

Vel þekkt er að gróður og þá sérstaklega trjágróður, bætir hljóðvist og loftgæði og minnkar svifryk, jafnframt því sem hann skapar gott skjól fyrir veðri og vindum. Með því dregur trjágróður úr orkuþörf fyrir húsakyndingu og gerir útiveru notalegri og vistlegri. Þá hafa rannsóknir sýnt að trjágróður við umferðargötur dregur úr umferðarhraða og eykur þannig umferðaröryggi. Að þessu leyti stuðlar gróður og trjárækt að sjálfbæru samfélagi. Gróður vinnur koltvíoxíð úr loftinu og hjálpar okkur með því að draga úr óæskilegri mengun og uppfylla hnattrænar skyldur okkar um minnkun gróðurhúsaáhrifa. Nálægð við náttúruna og gróðursæld skapar vellíðan og dregur úr...

Read More

Framsókn og óháðir

Framsókn og óháðir tefla fram sterkum lista hér í Hafnarfirði. Um er að ræða einstaklinga sem hafa ólíka reynslu, bakgrunn og þekkingu. Ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni með þessu frábæra fólki. Saman höfum við heimsótt vinnustaði, félagsamstök og fyrirtæki til að heyra hvað brennur á íbúum bæjarins. Heimsóknirnar hafa verið virkilega góðar og gáfu okkur kjöt á beinin í stefnuskrá sem nú liggur fyrir. Ég hvet ykkur, kæru kjósendur, til að kynna ykkur stefnuskrána okkar en hún er aðgengileg á fbsíðu flokksins. Ég starfa sem skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef starfað sem skólastjórnandi frá 2004, fyrst...

Read More

Sjáðu sæta naflann minn

Miðbærinn er eitt af því sem gerir Hafnarfjörð frábrugðinn öðrum sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan Reykjavík. Það er í raun miðbærinn sem skilgreinir svolítið hvert bæjarfélag. Það bæjarfélag sem ekki á sinn miðbæ verður alltaf í smá tilvistarkreppu. Það vantar eitthvað. Það má því sagja að miðbærinn sé nafli hvers bæjarfélags. Miðbærinn í Hafnarfirði er búinn að breytast mikið á síðust árum og er á góðri leið með að verða frábær. Jólaþorpið er t.d. nauðsynlegur partur af jólum margra Íslendinga og svo höfum þar líka frábær kaffihús og veitingastaði og flottar verslanir sem fólk heimsækir víðsvegar að. Það eru...

Read More

Opin stjórnsýsla, aukið aðgengi

Umbætur á sviði stjórnsýslu og lýðræðis eru ær og kýr Pírata. Fáir aðrir málaflokkar standa grunnstefnu flokksins jafn nærri og það er hér sem möguleikarnir á kerfisbreytingum eru mestir. Kerfin skal fyrst og fremst hugsa út frá þörfum íbúa. Stöðugt þarf að leita leiða til að láta kerfin koma til móts við fólk og veita fólki gott aðgengi að þeim. Píratar vilja að Hafnarfjörður hafi skýra þjónustustefnu til að einfalda samskipti milli starfsmanna og bæjarbúa. Við viljum að bærinn móti sér lýðræðisstefnu sem tekur á skyldum bæjarins gagnvart íbúalýðræði í bænum. Einnig skal það vera stefna bæjarins að niðurstöður...

Read More

Tveir opnir kosningafundir í Hafnarfirði

Boðið er til opinna kosningafunda vegna bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. maí kl 20.00 og mánudaginn 21. maí kl 20.00 í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti. Alls eru átta listar sem bjóða fram í Hafnarfirði að þessu sinni og má búast við fjörlegum umræðum um þau mál sem brenna á Hafnfirðingum. Á fyrri fundinum verður fjallað um skólamálin, velferðina, tómstundir og menningu og á þeim seinni um lýðræði, framkvæmdir, skipulag og fjármálastefnu bæjarins. Listarnir verða með stutta framsögu og síðan taka þeir við spurningum úr sal. Fundunum verður streymt beint á netsamfelag.is og á vefjum bæjarblaðanna. Við hvetjum bæjarbúa til að fjölmenna í...

Read More