Flokkur: Stjórnmál

Ungbarnaleikskólar

Margar og mismunandir raddir heyrast þegar rætt er um hvað eigi að taka við að fæðingarorlofi loknu. Fæðingarorlof fyrir mörg börn er 9 mánuðir en 6 mánuðir fyrir önnur. Yfirleitt ræðum við um vanda foreldranna, hvað þeir eigi að gera og að þetta setji þá í slæma stöðu. Ég spyr, hvað um börnin? Vissulega væri réttast að lengja fæðingarorlofið í a.m.k. 12 mánuði og tryggja að hvert barn fengi að lágmarki þann tíma, og að loknu orlofi fengi hvert barn úthlutað öruggu leikskólaplássi. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að staldra við og rýna í það...

Read More

Lífsgæði eldri Hafnfirðinga

Viðreisn vill auka lífsgæði allra  Hafnfirðinga en ekki síst þeirra sem eldri eru og byggðu upp þennan bæ með dugnaði og hyggjuviti. Það eiga að vera lífsgæði að fá að eldast í firðinum fagra. Sem betur fer líður mörgum vel og geta notið allra þeirra lífsgæða sem tilveran býður upp á. Hins vegar er hópur eldri Hafnfirðinga sem þarf aðstoð til að hámarka lífsgæði sín. Það skiptir máli að fá að eldast með reisn og hluti af því eru félagsleg samskipti.  Því miður er stækkandi hópur eldra fólks í hættu á að einangrast heima hjá sér, sér í lagi...

Read More

Framsýn menningarmál

Hafnarfjarðarbær hefur í mörg ár staðið sem eitt öflugasta bæjarfélag Íslands hvað varðar árangur í íþróttum. Maður þarf ekki annað en að taka sér eilítinn göngutúr í íþróttahús bæjarins, til að skoða árangurinn í formi eðalmálma. Öflugir yngri flokkar hafa skapað gríðarlega íþróttamenningu þar sem stemmningin leynir sér ekki hjá keppnissömum bæjarbúum. Ef við höldum í annan  göngutúr og leggjum leið okkar niður  í miðbæ Hafnarfjarðar, kippum með okkur einum dísætum saltkaramellu Frappóchino af Súfistanum og stöldrum við í Bæjarbíói. Lykt af fornum sigrum og stolti fylla nasir okkar áður en við dustum rykið af sætinu okkar. Loks höldum...

Read More

Heilsubærinn Hafnarfjörður

Íslendingar lifa lengur nú en áður, þrátt fyrir aukinn aldur þá hefur heilbrigðum æviárum þó ekki fjölgað að sama skapi.  Samsetning þjóðarinnar er að breytast, eldra fólki er að fjölga meðan því yngra er að fækka. Í ljósi þess að lífárum fólks fjölgar ört er brýnt að heilbrigðum árum fjölgi að sama skapi. Með þessa þróun í huga er mikilvægt að reyna að skilja og greina þá þætti sem efla heilbrigði í stað þess að einblína eingöngu á mein og sjúkdóma. Rannsóknir sýna fram á mikla aukningu langvinnra lífsstílssjúkdóma á Íslandi síðastliðin tuttugu ár.  Þessir sjúkdómar eru fyrst og...

Read More

Stjórnmálaóþol

Ég þekki fullt af fólki með allskonar óþol. Ég þekki fólk með mjólkuróþol, glútenóþol, eggjaóþol, ananasóþol og allskonar. Það óþol sem er held ég útbreiddast á Íslandi er samt stjórnmálaóþol. Það er ótrúlega algengt. Fólk fæðist samt yfirleitt ekki með óþol. Ekki heldur stjórnmálaóþol. Það er eitthvað sem vex innra með fólki með árunum. Það sem hefur áhrif á vöxt stjórmálaóþols er m.a. svik, prettir, bakstungur, innantóm loforð, yfirborðsmennska og deilur. Allskonar hlutir sem virðast fylgja stjórnmálum og gera það að verkum að líkaminn byggir upp sitt eigið varnakerfi til að hafna þeim. Það er samt ótrúlega óhollt fyrir...

Read More