Flokkur: Stjórnmál

Hugleiðing um upplifun og orkuvinnslu

Við nýtingu jarðvarma og orkuflutning ber að gæta ýtrustu varúðar. Sjálfbærni nýtingarinnar skal vera tryggð og sjónræn áhrif í lágmarki. Annað er í raun gagnstætt hugmyndafræði fólkvangs sem svæði til útivistar og almenningsnota og rímar tæpast við jarðminjagarð. Með tilkomu jarðvarmavirkjana fylgja sjónræn áhrif, bútun (e. fragmentation), sem virka neikvætt á upplifun fjölda fólks. Hugtakið nær t.d. yfir það þegar heildstætt svæði er rofið í smærri einingar af mannvirkjum s.s. vegum. Þótt töluvert sé í heildina eftir af upprunalega svæðinu verða jaðaráhrif áberandi þar sem hver hluti verður n.k. eyja, slitin úr beinum tengslum við næstu “eyju”. Bútunin er...

Read More

Atvinnulífið í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær á sér aldalanga sögu sem öflugur verslunar- og iðnaðarbær. Fjölbreytt atvinnulíf setur svip sinn á bæinn og gerir fjölmörgum hafnfirðingum kleift að sækja vinnu í bænum sínum í stað þess að leita út fyrir bæjarfélagið. Jákvæð afleiðing þess er minni umferðarþungi, styttri ferðatími, sjálfbærni samfélagsins og aukin lífsgæði. Mörg fyrirtæki bæjarins styðja íþrótta- og æskulýðsstarfsemi ötullega auk þess sem þau laða að fleiri íbúa sem gjarnan vilja búa nálægt vinnustað sínum. Skipulag bæjarins gerir ráð fyrir stórum svæðum sunnan álversins sem ætluð eru fyrir iðnað og aðra atvinnustarfsemi. Möguleikar til fjölgunar atvinnufyrirtækja í Hafnarfirði eru miklir, því hörgull...

Read More

Ungbarnaleikskólar

Margar og mismunandir raddir heyrast þegar rætt er um hvað eigi að taka við að fæðingarorlofi loknu. Fæðingarorlof fyrir mörg börn er 9 mánuðir en 6 mánuðir fyrir önnur. Yfirleitt ræðum við um vanda foreldranna, hvað þeir eigi að gera og að þetta setji þá í slæma stöðu. Ég spyr, hvað um börnin? Vissulega væri réttast að lengja fæðingarorlofið í a.m.k. 12 mánuði og tryggja að hvert barn fengi að lágmarki þann tíma, og að loknu orlofi fengi hvert barn úthlutað öruggu leikskólaplássi. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að staldra við og rýna í það...

Read More

Lífsgæði eldri Hafnfirðinga

Viðreisn vill auka lífsgæði allra  Hafnfirðinga en ekki síst þeirra sem eldri eru og byggðu upp þennan bæ með dugnaði og hyggjuviti. Það eiga að vera lífsgæði að fá að eldast í firðinum fagra. Sem betur fer líður mörgum vel og geta notið allra þeirra lífsgæða sem tilveran býður upp á. Hins vegar er hópur eldri Hafnfirðinga sem þarf aðstoð til að hámarka lífsgæði sín. Það skiptir máli að fá að eldast með reisn og hluti af því eru félagsleg samskipti.  Því miður er stækkandi hópur eldra fólks í hættu á að einangrast heima hjá sér, sér í lagi...

Read More

Framsýn menningarmál

Hafnarfjarðarbær hefur í mörg ár staðið sem eitt öflugasta bæjarfélag Íslands hvað varðar árangur í íþróttum. Maður þarf ekki annað en að taka sér eilítinn göngutúr í íþróttahús bæjarins, til að skoða árangurinn í formi eðalmálma. Öflugir yngri flokkar hafa skapað gríðarlega íþróttamenningu þar sem stemmningin leynir sér ekki hjá keppnissömum bæjarbúum. Ef við höldum í annan  göngutúr og leggjum leið okkar niður  í miðbæ Hafnarfjarðar, kippum með okkur einum dísætum saltkaramellu Frappóchino af Súfistanum og stöldrum við í Bæjarbíói. Lykt af fornum sigrum og stolti fylla nasir okkar áður en við dustum rykið af sætinu okkar. Loks höldum...

Read More