Flokkur: Stjórnmál

Öflugt íþrótta- og frístundastarf fyrir fjölskyldur

Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi samfélag og hefur til margra ára verið þekktur sem íþróttabærinn. Íþróttalíf blómstrar í bænum og iðkendur eru 15.000 hjá félögum sem eru aðili að ÍBH sem gerir þau að stærstu samtökum Hafnarfjarðar. Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna og ungmenna hækkuðu um 25% í janúar síðastliðnum og ná nú líka t.d. til tónlistarnáms. Þessi styrkur er mikilvægur til að gera sem flestum ungmennum kleift að stunda íþróttir og tómstundir. Frístundabíllinn hóf göngu sína að nýju síðasta haust og hafa 300 börn á aldrinum 6-7 ára nýtt sér þá þjónustu. Í haust verður sú þjónusta einnig í boði...

Read More

Mótmælir háhýsum við Flensborgarhöfn

„Ég held að margir bæjarbúar hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er komið langt. Framkvæmdir eru hafnar þrátt fyrir kæru sem enn á eftir að taka fyrir,“ segir Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í Hafnarfirði sem stofnað hefur Facebook síðu og undirskriftarsíðu þar sem fólk er hvatt til að mótmæla byggingu háhýsa við Flensborgarhöfn. Guðmundur segist hafa heyrt að margir hafi ekki tekið þetta alvarlega, enda nýbúið að samþykkja skipulagslýsingu sem sagði til um lágreistar byggingar sem falli vel að aðliggjandi byggð. „Það eru líka kosningar framundan og því gott tækifæri fyrir fólk að ná eyrum bæjarstjórnar og...

Read More

Leikskólamál, heimaþjónusta og húsnæðismál

Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti í dag áherslumál sín í komandi bæjarstjórnarkosningum. Kynningin fór fram í tengslum við formlega opnun kosningaskrifstofu framboðsins. Adda María Jóhannsdóttir oddviti framboðsins segir tímabært að setja fólkið aftur í forgang í Hafnarfirði. Í ávarpi sínu fór hún yfir eftirfarandi áhersluatriði Samfylkingarinnar: Stóraukið framboð húsnæðis Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr hvað varðar uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og því er ætlum við að breyta. Tryggja á nægt framboð af lóðum og bjóða upp á fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði, meðal annars í samstarfi við við félög sem ekki eru rekin í hagnaðarsjónarmiði. Markmiðið er að allir geti notið húsnæðisöryggis...

Read More

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um bætt kjör kvennastétta.  Flutningsmenn hennar eru nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Í tillögunni felst að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leiða viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak, þjóðarsátt um bætt launakjör kvennastétta.  Átakið fæli í sér gerð sérstaks kjarasamnings um bætt launakjör fjölmennra kvennastétta, svo sem kennara og heilbrigðisstarfsfólks. Um er að ræða gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir stóra hópa sem vinna á vegum sveitarfélaga, einkum hópa sem annast kennslu á leik- og grunnskólastigi sem og starfsfólk í hvers konar umönnunarstörfum. Þessir hópar hafa í gegnum tíðina mátt...

Read More

Vinstri Græn – í þágu bæjarbúa

Enn á ný ganga Íslendingar til kosninga laugardaginn 26. maí nk. Nú vegna sveitarstjórnarkosninga. Sennilega eru margir búnir að fá nóg af kosningamaraþoni undanfarin ár vegna endurtekinna alþingiskosninga en hafa verður í huga að talsverður munur er á alþingiskosningum og sveitarstjórnarkosningum. Af hverju eiga landsmenn að mæta á kjörstað 26. maí? Sveitarstjórnarkosningar snúast um að kjósa fulltrúa bæjarins til að sjá um og framkvæma málefni sem snerta okkur bæjarbúa hvað mest. Því skiptir máli að bæjarbúar mæti á kjörstað til að hafa áhrif og tryggja að sveitarfélagið starfi í þágu bæjarbúa. Júlíus Andri Þórðarson heiti ég og býð mig...

Read More