Flokkur: Stjórnmál

Gera athugasemdir við samanburð SA

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar gera athugasemdir við samanburð SA á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Að þeirra mati er framsetning Samtaka atvinnulífsins á samanburði á rekstrarframmistöðu sveitarfélaga og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki af  gefa rétta mynd af rekstrarstöðu sveitarfélaganna í dag.  Ef það hefur verið ætlun samtakanna að gefa mynd af því hvernig þetta hefur verið að meðaltali frá 2002  hefði það átt að koma skýrar fram.  Eins og þetta er sett fram má ætla að samantektin segi til um stöðuna í...

Read More

Framboðslisti Bæjarlistans fullskipaður

Bæjarlistinn í Hafnarfirði hefur fullmótað sinn frambjóðendalista, að því er fram kemur í tilkynningu sem senda var fjölmiðlum. Listinn er þannig skipaður:   1 Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar 2 Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður 3 Helga Björg Arnardóttir, tónlistarmaður 4 Sigurður P Sigmundsson, hagfræðingur 5 Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur 6 Klara G Guðmundsdóttir, flugfreyja 7 Böðvar Ingi Guðbjartsson, pípulagningameistari 8 Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri 9 Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, lýðheilsufræðingur 10 Númi Arnarson, kennari 11 Jón Ragnar Gunnarsson, viðskiptastjóri 12 Steinunn Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur 13 Baldur Kristinsson, framhaldsskólanemi 14 Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur 15 Jóhanna Valdemarsdóttir, sérkennari 16 Hörður Svavarsson, leikskólastjóri 17 Sara...

Read More

Hugleiðing um upplifun og orkuvinnslu

Við nýtingu jarðvarma og orkuflutning ber að gæta ýtrustu varúðar. Sjálfbærni nýtingarinnar skal vera tryggð og sjónræn áhrif í lágmarki. Annað er í raun gagnstætt hugmyndafræði fólkvangs sem svæði til útivistar og almenningsnota og rímar tæpast við jarðminjagarð. Með tilkomu jarðvarmavirkjana fylgja sjónræn áhrif, bútun (e. fragmentation), sem virka neikvætt á upplifun fjölda fólks. Hugtakið nær t.d. yfir það þegar heildstætt svæði er rofið í smærri einingar af mannvirkjum s.s. vegum. Þótt töluvert sé í heildina eftir af upprunalega svæðinu verða jaðaráhrif áberandi þar sem hver hluti verður n.k. eyja, slitin úr beinum tengslum við næstu “eyju”. Bútunin er...

Read More

Atvinnulífið í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær á sér aldalanga sögu sem öflugur verslunar- og iðnaðarbær. Fjölbreytt atvinnulíf setur svip sinn á bæinn og gerir fjölmörgum hafnfirðingum kleift að sækja vinnu í bænum sínum í stað þess að leita út fyrir bæjarfélagið. Jákvæð afleiðing þess er minni umferðarþungi, styttri ferðatími, sjálfbærni samfélagsins og aukin lífsgæði. Mörg fyrirtæki bæjarins styðja íþrótta- og æskulýðsstarfsemi ötullega auk þess sem þau laða að fleiri íbúa sem gjarnan vilja búa nálægt vinnustað sínum. Skipulag bæjarins gerir ráð fyrir stórum svæðum sunnan álversins sem ætluð eru fyrir iðnað og aðra atvinnustarfsemi. Möguleikar til fjölgunar atvinnufyrirtækja í Hafnarfirði eru miklir, því hörgull...

Read More

Ungbarnaleikskólar

Margar og mismunandir raddir heyrast þegar rætt er um hvað eigi að taka við að fæðingarorlofi loknu. Fæðingarorlof fyrir mörg börn er 9 mánuðir en 6 mánuðir fyrir önnur. Yfirleitt ræðum við um vanda foreldranna, hvað þeir eigi að gera og að þetta setji þá í slæma stöðu. Ég spyr, hvað um börnin? Vissulega væri réttast að lengja fæðingarorlofið í a.m.k. 12 mánuði og tryggja að hvert barn fengi að lágmarki þann tíma, og að loknu orlofi fengi hvert barn úthlutað öruggu leikskólaplássi. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að staldra við og rýna í það...

Read More