Flokkur: Stjórnmál

Rósa ræðir við Framsókn um meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og óháðir ætla að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu RÚV. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í sveitastjórnarkosningunum á laugardag og Framsókn og óháðir einn. Þetta var í fyrsta skipti í 20 ár sem Framsókn fékk mann kjörinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði. Eins og fram kemur í frétt RÚV hefur Rósa fundað með oddvitum allra flokkanna sem náðu kjöri eftir kosningarnar og segir hún hún hafi fundið fyrir mestri málefnalegri samstöðu með Framsókn og óháðum og þeim einstaklingur sem þar eru.  Ágúst Bjarni Garðarsson...

Read More

Fulltrúar frá 6 framboðum inni

Fyrstu tölur úr kjörkössum í Hafnarfirði voru lesnar upp í Lækjarskóla um kl. 22:15. Á kjörskrá eru 20.786 og talinn hefur verinn um helmingur atkvæða. Miðað við fyrstu tölur eru fulltrúar frá sex framboðum inni og skiptast hlutföll þannig: Sjálfstæðisflokkur  4   (Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Ingi Tómasson og Helga Ingólfsdóttir) Samfylkingin  3  (Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur H. Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir) Bæjarlistinn  1   (Guðlaug Svala Kristjánsdóttir) Framsókn og óháðir  1   (Ágúst Bjarni Garðarsson) Miðflokkur  1   (Sigurður Þ. Ragnarsson) Viðreisn  1   (Jón Ingi Hákonarson)  Vinstri græn  0 Píratar  0 Myndir úr Lækjarskóla/OBÞ Mynd frá RÚV:...

Read More

Hvert atkvæði skiptir máli

Líf og fjör var á kosningaskrifstofum framboðsaflanna átta sem bjóða fram krafta sína í bæjarstjórnarkoningunum í Hafnarfirði þetta árið. Fjarðarpósturinn kíkti við og tók púlsinn á oddvitum, öðrum frambjóðendum, stuðningsfólki og öðrum gestum. Í samtali við fólkið kom m.a. fram að algengt væri að ungt fólk færi á milli kosningaskrifstofa til að kynna sér endanlega málin áður en haldið var á kjörstað. Margir vildu hitta manneskjurnar í bæklingunum sem höfðu verið sendir heim og upplifa nærveru þeirra. Að baki hverju framboði er mikil vinna og mikið hefur gengið á, eins og oft fylgir kosningabaráttu. Bæði frambjóðendur flokkanna átta og...

Read More

Frambjóðendur komu í Hraunsel

Félag eldri borgara í Hafnarfirði stóð fyrir fundi í Hraunseli með frambjóðendum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Einhverjir sögðu frá uppruna sínum í Hafnarfirði og „hverra manna“ þeir voru, einn sagði sögur af uppáhaldi sínu, Ragga Bjarna og annar fóru á enn persónulegri nótur til að undirstrika mikilvægi málefni eldri borgara frá sinni hlið. Töluvert var af spurningum úr sal og svöruðu frambjóðendur þeim eftir bestu getu. Heilmiklar umræður skópust undir lokin um dvínandi áhuga yngri kynslóða á kosningum og voru viðstaddir sammála um að eitthvað þyrfti róttækt að gera til að fólk á...

Read More

Tryggjum áframhaldandi farsæld í Hafnarfirði

Í kosningunum á laugardaginn verður kosið um framtíð Hafnarfjarðar. Það verður kosið um það hvort haldið verði áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar og skynsamrar uppbyggingar líkt og undanfarin fjögur ár eða ekki. Við Sjálfstæðismenn höfum sýnt það að við erum traustsins verð.  Við höfum staðið við það sem við boðuðum fyrir síðustu kosningar og látið verkin tala. Það er mikilvægt að halda áfram að fylgja þeim árangri eftir sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins. Skuldahlutfall bæjarsjóðs hefur ekki verið lægra í 30 ár og búið hefur verið þannig um hnútana að afgangurinn af rekstrinum nægir fyrir afborgunum lána og...

Read More