Flokkur: Stjórnmál

„Það geta allir gert eitthvað“

Heimir Sigurðsson flutti frá Breiðholti til Hafnarfjarðar, nánar tiltekið í Skipalón, fyrir tveimur árum. Hann er hættur að vinna og hefur á þessum tveimur árum skoðað nýja heimabæinn vel. Heimi finnst margt gott gert hér í bæ en mikið vanti upp á snyrtileika, sérstaklega við fyrirtæki og opinbera staði. Hann langar að vekja athygli á þessu og er til í samtal við bæjaryfirvöld um hvað sé hægt að gera betur og jafnvel nýta krafta hans, þekkingu og reynslu. Heimir hefur alla tíð skoðað gaumgæfilega það sem er í kringum hann og segist vera jákvæður á það sem hægt sé...

Read More

Ósanngjörn umræða um skólasamfélagið

Kennaraskortur er landlægur vandi og á ekki eingöngu við um Hafnarfjörð. Staðreyndin er sú að færri eru að útskrifast sem kennarar nú en áður og því er baráttan um fagfólkið mikil. Allir hagmunaaðilar þurfa að leggjast á eitt, tala þessi faglegu störf upp og koma þeim á þann stall sem þau með réttu eiga að vera á. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Ef öll sveitarfélög eiga að uppfylla skilyrði laganna um að hverjir 2 af 3 starfmönnum leikskóla séu með leikskólakennaramenntun þá vantar um 1500 leikskólakennara til starfa á Íslandi. Árið 2017 var einungis eitt sveitarfélag sem...

Read More

Af samgöngumálum og fjármögnun

Ég fagna því að í samgönguáætlun til næstu fimm ára sé gert ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi. Framkvæmdirnar munu hefjast strax á næsta ári, en hægt er að bjóða út verkið um leið og samgönguáætlun verður samþykkt á Alþingi. Í fyrsta skipti er raunhæf áætlun sett fram með fyrirsjáanleika sem hægt er að vinna eftir. Hér er einnig verið að taka heildstætt á vandanum og er fimm ára samgönguáætlun fullfjármögnuð. Á árinu 2020 munu 300 milljónir króna fara í vegkaflann milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þeim framkvæmdum skal vera lokið árið 2028, hugsanlega fyrr ef hægt er...

Read More

Fjölgun leikskólarýma í Hafnarfirði

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að bæta þjónustu fyrir barnafjölskyldur í Hafnarfirði og er það í stefnu núverandi meirihluta. Á næsta ári verður opnaður 4 deilda leikskóli við Skarðshíðarskóla sem tekur um 90 börn.  Leikskólinn er mikil og góð viðbót við þá góðu leikskóla sem við höfum nú þegar í bæjarfélaginu. Einnig verður hafist handa við undirbúning og hönnun að viðbyggingu við leikskólann Smáralund sem staðsettur er í  Suðurbæ og vonir standa til að geti opnað árið 2020. Í ljósi íbúaþróunar á komandi árum liggur fyrir að fjöldi ungra barna fer fjölgandi í ákveðnum hverfum...

Read More

Munu endurmeta öryggismál

Ölvaður maður gekk inn í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á skólatíma sl. fimmtudag og lét þar öllum illum látum. Viðstaddir; börn, foreldrar og starfsfólk skólans, urðu að vonum skelkuð en þrír karlar yfirbugðu manninn þar til lögreglan kom og handtók hann. Fjarðarpósturinn leitaði viðbragða hjá Eiríki Stephensen, skólastjóra TH, sem segir málið litið mjög alvarlegum augum þar á bæ. „Þetta gerist á skólatíma í tónlistarskólanum og því nokkuð líf í húsinu en sem betur fer var hópurinn ekki stór sem upplifði sjálft atvikið. Mikil áhersla var lögð á það um leið að veita öllum þeim sem vitni urðu að atvikinu viðeigandi...

Read More