Flokkur: Stjórnmál

Samgöngur með fólk í fyrirrúmi

Samgöngumál eru einn áhugaverðasti málaflokkur sveitafélaganna. Viðreisn hefur þá einföldu og skýru samgöngustefnu að framtíð samgangna í Hafnarfirði séu fjölbreyttar sem setja fólk í forgang. Samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum þá vinna 31% Hafnfirðinga í Hafnarfirði. Þegar við bætast nemendur í leik- og grunnskólum þá er ljóst að um 50% ferða Hafnfirðinga í byrjun dags er innanbæjarumferð. Í ferðavenjukönnun sem var gerð á nemendum í grunnskólum Hafnarfjarðar kom í ljós að 35-56% nemenda er skutlað í skólann á meðan sama hlutfall í Reykjavík er 22%.  Bær sem kennir sig við heilsu...

Read More

Meirihlutinn fær falleinkunn fyrir kjörtímabilið

Í Hafnarfirði er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að reyna að telja fólki trú um að þau hafi tekið við alveg ómögulegu búi af vinstriflokkunum eftir að „gegndarlaus skuldasöfnun hafði komið bæjarfélaginu á ystu nöf…“ (Rósa Guðbjartsdóttir, Morgunblaðinu 29. mars 2018). Ég verð að viðurkenna það að mér er ekki vel við að sá árangur sem ég er hvað stoltust af að hafa unnið sem bæjarstjóri sé tekinn og látið eins og hann hafi bara ekki gerst. Hið rétta er að forsendur traustrar fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar byggir á þrotlausri tveggja ára vinnu Vinstri grænna og Samfylkingar við endurfjármögnun erlendra lána...

Read More

Árið er 2045

Ég sit hér og lít út um gluggann. Þessi þjónustuíbúð var nánast lífgjöf frá bænum. Félagsmiðstöðin á efstu hæðinni hefur gert það að verkum að ég þarf ekki lengur að húka einn og bora í naflann hvern einasta dag. Í gær komu nokkrir háskólanemar sem ræddu við mig og aðra um fyrri tíma. Fyrir 27 árum fóru fram bæjarstjórnarkosningar og Píratar komust í bæjarstjórn. Fjórum árum áður höfðu Píratar boðið fram í fyrsta skipti og þótti fólki nóg um því aðeins munaði 6 atkvæðum að það næðist inn Pírati í Hafnarfirði. Í landsmálunum höfðu Píratar sætt mikilli gagnrýni framan...

Read More

Samgöngur milli Hafnarfjarðar og höfuðborgarinnar

Björn Þorsteinsson sagnfræðingur birti áhugaverða grein um leiðina milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1962. Samkvæmt útreikningum hans ferðaðist rúm milljón manna þessa leið árlega á þessum tíma. Vegurinn, sem hann sagði mjóan hlykkjóttan og hættulegan, annaði ekki þessari umferð þannig að í stað þess að ferðin tæki 12 til 15 mínútur sem var að hans áliti eðlilegur tími, tók hún 25 mínútur eða meira. Með þessum forsendum reiknaði hann út að rúmlega 20 þúsund vinnudagar árlega færu í þennan óþarfa silagang. Vissulega er ekki hægt að jafna veginum sem liggur nú milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur við...

Read More

Bætum þjónustu fyrir eldri borgara

Fimmtudaginn 17. maí boðaði félag eldri borgara í Hafnarfirði til fundar með öllum þeim framboðum sem bjóða fram til sveitastjórnar. Við í Framsókn og óháðum þökkum fyrir afar góðan fund. Framsókn og óháðir ætla að blása til stórsóknar til að bæta þjónustu við eldri borgara. Það sem við ætlum m.a. að gera er eftirfarandi: Hækka frístundastyrk í 70.000 kr. á ári. Stórauka persónulega þjónustu við eldri borgara þegar kemur að heimaþjónustu. Bæta akstursþjónustu, m.a. með því að nýta frístundabílinn fyrri part dags fyrir eldri borgara. Ráðast strax í fjölgun hjúkrunarrýma og þjónustuíbúða. Auka framboð á dagvistun. Festa heilsueflingu í...

Read More