Flokkur: Stjórnmál

Verum áfram samferða

Kjörtímabilinu sem senn lýkur hefur verið jákvætt og uppbyggilegt fyrir okkur Hafnfirðinga. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í umfangsmikla úttekt á rekstri bæjarins. Í kjölfarið var ráðist í hagræðingaraðgerðir og endurskipulagningu á rekstrinum sem hefur skilað verulegum ábata fyrir okkur öll án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa, þvert á móti skiluðu aðgerðir okkar aukinni þjónustu og lægri álögum til Hafnfirðinga og hafnfirska fyrirtækja. Á réttri braut Á síðastu tveimur árum hefur Hafnarfjarðarbær framkvæmt fyrir eigið fé og er af nógu að taka þegar kemur að framkvæmdum kemur.  Meðal annars var leikskóli byggður á Völlum og glæsilegt íþróttahús tekið...

Read More

Fulltrúar Bæjarlistans kynntir til leiks

Bæjarlistinn Hafnarfirði hefur skipað fólk í sex efstu sæti fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eftir mánuð. Í tilkynningu segir að Bæjarlistinn Hafnarfirði sé stjórnmálaframboð skipað fólki sem vilji hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt. Bæjarlistinn sé óháður stjórnmálaflokkum. Listinn er á þennan veg: 1. Guðlaug S Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og forseti bæjarstjórnar 2. Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður 3. Helga Björg Arnardóttir tónlistarmaður 4. Sigurður P Sigmundsson hagfræðingur 5. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir íþróttafræðingur 6. Tómas Ragnarsson rafvirki...

Read More

Jón Ingi leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði

Jón Ingi Hákonarsson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu og MBA, leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi. Vaka Ágústsdóttir, ráðningar og þjálfunarstjóri LSR er í öðru sæti og Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri, í því þriðja. Í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum kemur fram að Viðreisn se frjálslynt stjórnmálaafl sem leggur áherslu á jafnrétti og jöfn tækifæri allra, frelsi til orðs og athafna sem heftir ekki frelsi annarra. „Markmið Viðreisnar er að berjast fyrir réttlátu samfélagi, fjölskylduvænna samfélagi og virkja almenning til áhrifa. Við viljum virkja lýðræðið og setjum almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum.“   Félag Viðreisnar í Hafnarfirði hefur nú...

Read More

Upplandið og framtíðarskipulag Hvaleyrarvatns

Með hækkandi sól fer bæjarbúum að kítla í útivistartærnar. Við í Hafnarfirði búum svo vel að eiga eitt fallegasta og fjölbreytilegasta útivistarsvæði á landinu og þótt víðar væri leitað. Í upplandi Hafnarfjarðar erum við með vötn, fjöll, ósnert hraun, á, læki og skóga. Enda nýtur svæðið sívaxandi vinsælda bæði hjá bæjarbúum og gestum hvaðan af frá. Þessum auknu vinsældum fylgir hinsvegar álag á svæðið og því er mikilvægt að skipulag þess og aðgengi sé til fyrirmynda til að koma í veg fyrir rask og skemmdir. Þess má geta, í þessu samhengi, að Helgafell er í harðri samkeppni við Esjuna...

Read More

Börnin okkar og skólinn

Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Um leið og við þurfum að hvetja þau til dáða og skapa þeim tækifæri til að efla sig í gegnum áhugasvið sín og styrkleika þurfum við líka að gæta þeirra vel og vernda þau. Skólinn er þeirra vinnustaður. Þangað fara þau til að búa sig undir framtíðina. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo fikra þau sig áfram þar til þau útskrifast úr grunnskóla. Þegar þau ná þeim tímamótum viljum við að þau séu undirbúin til þess að velja sér frekari farveg til framhaldsmenntunar og þátttöku í atvinnulífi. Til þess að ná...

Read More