Flokkur: Stjórnmál

Bærinn kaupir íþróttahús og knatthús FH-inga

Hafnarfjarðarbær og Fimleikafélag Hafnarfjarðar gerðu í gær með sér rammasamkomulag sem tryggir að Knatthús FH rísi í Kaplakrika á fyrri hluta næsta árs en framkvæmdir hefjist á næstu vikum. FH mun byggja og eiga húsið en Hafnarfjarðarbær kaupir eldri knatthús FH af félaginu auk íþróttahús félagsins í Kaplakrika. Hafnarfjarðarbær greiðir 790 milljónir fyrir byggingarnar en samhliða verður gengið frá heildareignaskiptasamningi um eignirnar sem hafa verið í sameign FH og bæjarins. FH skuldbindur sig til þess að byggja knatthús í staðinn. Með því að FH byggi húsið ber félagið ábyrgð á að kostnaður bæjarsjóðs verði ekki meiri en áætlað er og...

Read More

Ný bæjarstjórn fundaði í dag

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem lauk í kvöld var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018 – 2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Þá var Rósa Guðbjartsdóttir, fráfarandi formaður bæjarráðs, ráðin bæjarstjóri og kemur hún til starfa á morgun 21. júní. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra hafa gert með sér sáttmála um myndum meirihluta bæjarstjórnar, sem ber yfirskriftina „Bætt þjónusta, betri bær“. Í sáttmálanum kemur fram að áhersla sé lögð „á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og...

Read More

Áfram Hafnarfjörður!

Til hamingju Hafnfirðingar með dásamlega bæinn okkar sem fagnaði 110 ára kaupstaðarafmæli þann 1. júní sl. Bærinn hefur vaknað af vetrardvalanum og iðar af lífi!  Það verður mikið að gera hjá okkur um helgina en veislan byrjar á laugardaginn þegar bein útsending verður á Thorsplani af fyrsta leik Íslands á HM á móti Argentínu. Þar getum við öll safnast saman og stutt strákana  okkar. Látum HÚH-ið heyrast alla leið til Rússlands! Á sunnudaginn munum við svo halda 17. júní hátíðlegan með glæsilegri dagskrá eins og venjan er. Skrúðgangan fer frá Flensborg að Thorsplani þar  sem verður þétt dagskrá af...

Read More

Stóru skipulagsmálin

Nýafstaðin er verðlaunaafhending og kynning á hönnunarsamkeppni um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Þátttaka var vonum framar en alls bárust 14 tillögur í samkeppnina. Tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. verðlaunum.  Báðar þessar tillögur eru vel fram settar þar sem önnur þeirra leysir vel mótun byggðar í kringum Flensborgarhöfnina á meðan hin er með góða sýn á byggð með atvinnustarfsemi í bland við íbúabyggð upp með Óseyrarbraut og vestan við Flensborgarhöfn. Hraun vestur og miðbærinn Annað stórt verkefni er Hraun vestur. Gerð rammaskipulags er lokið, lóðarhafar geta hafið deiliskipulagsvinnu fyrir staka reiti, huga þarf að skóla og leikskólamálum, gatnakerfi...

Read More

Málefnasamningur nýs meirihluta undirritaður

Fulltrúar nýs meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hittust áðan á túninu við leikskólann Hörðuvelli og undirrituðu málefnasamning sín á milli. Það voru Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi bæjarstjóri, og Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknar og verðandi formaður bæjarráðs, sem skrifuðu undir. Aðrir viðstaddir voru frambjóðendur beggja flokkanna í liðnum sveitarstjórnarkosningum.  Myndir/OBÞ.  Hér eru skjáskot af málefnasamningnum:...

Read More