Flokkur: Tilkynningar

Setja skilyrði um siðareglur íþróttafélaga

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða bókun í gær um skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundariðkun fyrir börn og unglinga. Meðal þeirra skilyrða er að félögin setji sér siðareglur, geri viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Þau skilyrði eru einnig sett að félögin stofni óháð fagráð sem tekur á móti kvörtunum og ábendingum frá iðkendum. Þeim félögum sem fá styrki frá Hafnarfjarðarbæ eða gera samninga við bæjarfélagið verður gert að sýna fram á að farið sé eftir jafnréttislögum í starfinu og að aðgerðaráætlun sé skýr. „Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun...

Read More

Gáfu Félagi eldri borgara hjartastuðtæki

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar afhenti Félagi eldri borgara í Hafnarfirði nýverið hjartastuðtæki sem komið hefur verið fyrir í húsnæðinu að Hjallabraut 33. Formleg afhending fór fram í matsal Hjallabrautar og fulltrúi frá HealthCo mætti og sýndi rétta notkun tækisins. Var mál manna að þarna væri afar mikilvægt tæki komið á góðan stað til að auka líkurnar á að hægt verði að bjarga mannslífum. Fjarðarpósturinn mætti og tók myndir.  Myndir: OBÞ  ...

Read More

Yfir 90% íbúa Hafnarfjarðar ánægðir

Ánægja íbúa í Hafnarfirði með þjónustu sveitarfélagsins eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem birtar voru á fundi bæjarráðs í morgun. Alls eru 91% íbúa í Hafnarfirði ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Ánægja með þjónustu við barnafólk og eldri borgara eykst mest sem og með leikskóla- og menningarmál. Þetta kemur fram á síðu Hafnarfjarðarbæjar.  Niðurstöður þjónustukönnunar gefa hugmynd um ánægju íbúa með ákveðna þjónustuþætti sveitarfélagsins. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Flestir eru ánægðir með sveitarfélagið sitt sem stað...

Read More

Jólaþorpið fær meðmæli í spænsku ferðatímariti

Jólaþorpið í Hafnarfirði hefur verið valið sem einn af áhugaverðustu áfangastöðunum til að heimsækja í desember árið 2018 af ferðatímaritinu El Viajero sem fylgir El País, einu stærsta dagblaði sem gefið er út á Spáni. Í greinininni er sagt að erfitt sé að muna þetta skrítna nafn sem „borgin“ beri en á sama tíma verður það ógleymanlegt eftir heimsókn í Jólaþorpið. Hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæ er fólk að vonum ánægt með þessa viðurkenningu og hlakka til að taka á móti Spánverjum sem og öðrum gestum sem eru spenntir að hitta jólasveinana, versla einstakar jólagjafir og heimsækja sundlaugar bæjarins...

Read More

Frístundastyrkir hækkuðu um 33% um áramótin

Frístundastyrkir vegna þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn á aldrinum sex til átján ára hækkuðu þann 1. janúar 2018, úr 3.000 kr. á mánuði í 4.000 kr. eða um 33% og hægt er að nota styrkinn 12 mánuði á ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Frá og með áramótum geta nemendur í tónlistarnámi eins og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar einnig notað frístundastyrkinn. Nú geta því börn stundað ýmsar tómstundir innan eða utan Hafnarfjarðar, í íþróttum, menningar- eða sköpunarnámi og öðrum tómstundum. Er þetta mikilvægt til þess að efla börn á þeim vettvangi sem þau vilja og virkja þau...

Read More