Flokkur: Tilkynningar

Rekstrarafgangur og engin lán tekin 2017

Fjármálastaða Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur styrkst umtalsvert á undanförnum árum. Þessi styrking kemur vel fram í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta nam 1.326 milljónum króna og veltufé frá rekstri var 3.646 milljónir króna, sem samsvarar 14,4% af heildartekjum. Þessi góða afkoma hefur leitt til þess að sveitarfélagið tók engin lán á árinu 2017 sem er annað árið í röð og langtímaskuldir voru greiddar niður um 300 milljónir króna umfram gjaldfallnar afborganir á árinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Framkvæmdir standa yfir við nýjan grunn-, leik- og tónlistarskóla í Skarðshlíð, nýtt æfinga- og kennsluhúsnæði hjá...

Read More

Barrokktónleikar í Hafnarborg

Tónleikar með tólf manna strengjasveit verða í Hafnarborg laugardag 14. apríl kl 17:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina La stracaganza og verkin eru frá barrokktímabilinu. Frítt er inn og allir velkomnir.  Þau sem spila eru: Fiðla: Ágústa María Jónsdóttir Hlíf Sigurjónsdóttir Kristján Matthíasson María Weiss Martin Frewer Sigrún Harðardóttir Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir Sigurlaug Eðvaldsdóttir Víóla Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Sarah Buckley Selló Þórdís Gerður Jónsdóttir Bassi Páll Hannesson Efnisskrá: A.Vivaldi (1678-1741) – La stravaganza fiðlukonsert Op.4 No.1 in Bb U.W. Van Wassenaer (1692-1766) – 6 Concerti Armonici No.1 in G J.M.Leclair (1697-1764) – Op.7 No.1 fiðlukonsert in Dm A.Vivaldi (1678 – 1741) – Concerto for strings RV 156 in Gm J.S.Bach (1685-1750) – Konset fyrir tvær fiðlur C. Tessarini (1690 – 1766) – La...

Read More

Tilkynning frá Almannavörnum vegna bruna

Tilkynning frá Almannavörnum: Stórbruni í Garðabæ veldur því að eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi. Fólk er beðið að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitastigið ef það verður vart við reyk. Bæði slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk annarra viðbragðsaðila, og er fólk vinsamlegast beðið að halda sig fjarri brunavettvangi, bæði vegna hugsanlegrar eitrunar og einnig til að gera viðbragðsaðilum kleift að vinna sína vinnu. Eldur kviknaði á níunda tímanum í morgun í atvinnuhúsnæði í Garðabæ. Mikill reykur er á staðnum og er slökkvilið enn að störfum að reyna að yfirbuga eldinn...

Read More

Guðlaug og Einar Birkir segja sig úr BF

Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. Vísir.is greinir nánar frá. ...

Read More

Hreinsunarátakið Flottur fjörður að hefjast

Næstkomandi laugardag blæs Hafnarfjarðarbær til vorhreinsunardaga í bænum þar sem íbúar eru hvattir til þátttöku sem skipulögð er við lóðir grunnskólanna og sundstaði í bænum. Þá verður einnig unnið með fyrirtækjum í hreinsun í þeirra umhverfi og gámum komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Hreinsunardagur starfsfólks verður 18. apríl en þá tekur starfsfólk bæjarins sig til að þrífa í nágrenni ráðhússins og annarra opinberra bygginga. Götuþvottur er þegar hafin og er á fullu í bænum og þá verður garðaúrgangur sóttur í...

Read More