Flokkur: Tilkynningar

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir í Hafnarfirði hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Fjarðarpósturinn fékk rétt í þessu. Ákveðið hefur verið að Rósa Guðbjartsdóttir verði bæjarstjóri, Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Verið er að leggja lokahönd á málefnasamning nýs meirihluta sem kynntur verður stofnunum flokkanna og í kjölfarið opinberlega eftir helgi. Í samningunum er lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og...

Read More

Bygging almennra leiguíbúa hefst í sumar

Bæjarstjóri fyrir hönd Skarðshlíð íbúðafélag hses. og framkvæmdastjóri Modulus eignarhaldsfélags skrifuðu á dögunum undir verksamning um byggingu almennra leiguíbúða í Skarðshlíð. Til stendur að byggja 12 íbúðir á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð samkvæmt útboðslýsingu og á að skila þeim fullbúnum. Um er að ræða 6 tveggja herbergja 50 m2 íbúðir, 4 þriggja herbergja 60 m2 íbúðir og 2 fjögurra herbergja 80 m2 íbúðir, sex íbúðir á hvorri lóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Hafnarfjarðarbær hefur stofnað sjálfseignarstofnun sem byggir á lögum um almennar leiguíbúðir sem leigjendurnir sjálfir koma til með að stjórna en bæjarfélagið mun eiga aðild...

Read More

Víkingahátíð á Víðistaðatúni

Víkingahátíð í Hafnarfirði verður að þessu sinni haldin á Víðistaðatúni. Hátíðin verður undir stjórn víkingafélagsins Rimmugýgjar dagana 14.-17. júní næstkomandi. Á hátíðinni verða bardagasýningar, leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður og víkingaskóli barna, veitingar verða til sölu á svæðinu.  AÐGANGUR ER ÓKEYPIS á hátíðina sem stendur frá 13-19 alla hátíðardagana. Víkingahátíð hefur verið haldin dagana kringum 17. júní undanfarin 20 ár. Hátíðin hefur oftast verið haldin í tengslum við Fjörukrána en þrisvar áður hefur hún verið haldin á Víðistaðatúni þar sem fyrsta hátíðin var haldin árið 1995. Hér er slóð á viðburðinn á Facebook, svo að endilega fylgist með. Hér...

Read More

110 ára afmæli Hafnarfjarðar um helgina

Hafnarfjarðarkaupstaður fagnar 110 ára afmæli 1. júní og því verður fagnað með ýmsum hætti í hjarta Hafnarfjarðar. Föstudaginn 1. júní kl. 16 verður tilkynnt um úrslit í opinni hugmyndasamkeppni Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar og Arkitektafélags Íslands um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis. Sýning á öllum tillögum sem bárust í samkeppninni verður í „Apótekinu“ í Hafnarborg og stendur til 8. júní 2018. Sýningin er opin daglega frá kl.12-17 (lokað þriðjudag). Fimmtudaginn 7. júní verður sýningin opin til kl. 21, en þann dag verður efnt til opins fundar kl. 16 þar sem dómnefndarfulltrúar fara um sýninguna og gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Föstudaginn 1....

Read More

Tvöfalt afmæli Hafnarborgar um aðra helgi

Í ár á Hafnarborg tvöfalt afmæli en nú eru 35 ár liðin frá því að hjónin í Hafnarfjarðar Apóteki, Sverrir Magnússon og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, færðu Hafnarfjarðarbæ húsnæði sitt að Strandgötu 34 að gjöf, ásamt listaverkasafni sínu. Fimm árum síðar var Hafnarborg formlega vígð þann 21. maí 1988. Laugardaginn 2. júní kl. 15 verður opnuð sýning í tilefni þessa. Þar getur að líta valin verk úr safneign Hafnarborgar. Bæði verk sem oft hafa verið sýnd áður við ólík tækifæri eða fengið að prýða veggi margra stofnana bæjarins. Á sýningunni eru þó einnig verk sem ekki hafa verið hreyfð úr geymslunum...

Read More