Flokkur: Tilkynningar

Rósa örugg í 1. sæti

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, sitj­andi odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Hafnar­f­irði, hlaut ör­ugga kosn­ingu í efsta sæti lista fyr­ir næst­kom­andi sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar, með 539 at­kvæði. Í efstu sjö sæt­un­um sitja 5 kon­ur og 2 karl­ar. Tal­in voru 876 at­kvæði, auðir seðlar og ógild­ir 27. Tal­in at­kvæði voru því 849.   Rósa Guðbjarts­dótt­ir  539 at­kvæði í fyrsta sæti Krist­inn And­er­sen  315 at­kvæði í fyrsta til annað sæti Ingi Tóm­as­son  317 at­kvæði í fyrsta til þriðja sæti Helga Ing­ólfs­dótt­ir  354 at­kvæði í fyrsta til fjórða sæti Krist­ín Thorodd­sen  344 at­kvæði í fyrsta til fimmta sæti Guðbjörg Odd­ný Jón­as­dótt­ir  383 at­kvæði í fyrsta til sjötta sæti Unn­ur Lára Bryde  362 at­kvæði í fyrsta til sjö­unda...

Read More

Framboðslisti klár – Adda María oddviti

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í morgun. 

Mikil endurnýjun er á listanum og margt nýtt fólk gengið til liðs við flokkinn á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér til forystu á næsta kjörtímabili.   

Nýr oddviti flokksins er Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi. Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi 2. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og varabæjarfulltrúi 3. Sigrún Sverrisdóttir, leiðbeinandi í fyrstu hjálp 4. Stefán Már Gunnlaugsson, prestur 5. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari 6. Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri 7. Steinn Jóhannsson,...

Read More

Jóhanna Erla býður sig fram í 3. sæti

Jóhanna Erla Guðjónsdóttir býður sig fram í 3. sæti á lista Framsóknar og óháðra fyrir sveitastjórnarkosningarnar í maí nk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnmálaaflinu.  Jóhanna Erla er félagsráðgjafi að mennt og starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur. ,,Ég hef mikin áhuga á öllu sem snýr að velferð barna og félagsþjónustu og eftir samtöl mín við þá sem koma að þessu framboði þá veit ég að þessi mál verða ofarlega á forgangslistanum. Ég er einnig afar ánægð með hversu breið fylking Hafnfirðinga kemur að þessu framboði og að markmiðið sé að ná sátt meðal allra. Ég hlakka til að takast...

Read More

Tryggvi kosningastjóri Framsóknar og óháðra

Tryggvi Rafnsson, leikari, hefur verið ráðinn kosningastjóri fyrir Framsókn og óháða í komandi sveitarstjórnarkosninum þann 26. maí næskomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórnmálaflinu.  Tryggvi er menntaður leikari frá Rose Bruford háskólanum í London. Hefur tekið að sér fjölmörg verkefni eins og veislu- og viðburðarstjórnun. Samhliða leiklistarverkefnum starfar Tryggvi sem sviðslistakennari í Öldutúnsskóla. ,,Ég tek að mér þetta verkefni vegna þess að ég hef trú á þessu og veit að hægt er að gera margt betur hér í bæ. Einnig hugnast mér vel aðferðafræðin sem framboðið ætlar að beita í samstarfi eftir kosningar en það er mikil og...

Read More

45 lóðir auglýstar til úthlutunar

Hafnarfjarðarbær hefur auglýst 45 lóðir fyrir um 90 íbúðir til úthlutunar í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið mikilli náttúrufegurð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Öll aðstaða verður til fyrirmyndar í hverfinu og til marks um það var fyrsta skóflustunga að Skarðshlíðarskóla tekin í haust sem leið og standa framkvæmdir yfir við hann núna. Skólinn mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um...

Read More