Flokkur: Tilkynningar

Úrskurðarnefnd ógildir framkvæmdaleyfi

Í dag ógilti Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála framkvæmdaleyfi sem Hafnarfjarðarkaupstaður gaf út til Landsnets vegna Lyklafellslínu 1. Lagning Lyklafellslínu 1 hefur verið forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja Ísallínur.  Það voru Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins. „Úrskurðurinn er áfall fyrir sveitarfélagið og ljóst að áratuga bið eftir því að línurnar hverfi úr Skarðshlíð og Hamranesi styttist ekki við þennan úrskurð. Nú verður Landsnet að svara því með hvaða hætti þeir taka það verkefni áfram en það er ljóst að þetta þolir enga bið og bæjarbúar og bæjaryfirvöld vilja þessar línur burtu. Við eigum fund með þeim í...

Read More

Ágúst Bjarni leiðir lista Framsóknar og óháðra

Framsókn og óháðir samþykktu framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, á fjölmennum fundi fulltrúaráðs flokksins á laugardag. Listinn er á þessa leið. skv. fréttatilkynningu: Framsókn og óháðir – Sterkari saman fyrir Hafnarfjörð Í fréttatilkynningu segir jafnframt: „Markmiðið með þessum öfluga lista er að ná til allra bæjarbúa með því að stilla upp fjölbreyttum hópi fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu á því sem skiptir bæjarbúa máli. Framboðið er tilbúið að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ.“ Ágúst Bjarni Garðarsson er oddviti og verður stefnuskrá framboðsins kynnt fljótlega. Meðal þess sem Framsókn og óháðir ætla að vinna að fyrir...

Read More

Siggi stormur leiðir Miðflokkinn í Hafnarfirði

Almennur félagsfundur Miðflokksins í Hafnarfirði hefur samþykkti tillögu uppstillinganefndar um framboðslista Miðflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði 26. maí n.k. Oddvitasæti listans skipar Sigurður Þ. Ragnarsson veður- og jarðvísindamaður og í öðru sæti er Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.  „Við erum ákaflega stolt af þessum sterka lista sem við bjóðum fram hér í Hafnarfirði. Hafnarfjörðurinn er sterkt og samheldið samfélag byggt á grónum merg og við viljum byggja það upp til framtíðar á þeim grunni“ segir Sigurður. „Við leggjum höfuðáherslu á að finna skynsamlegar lausnir á þeim áskorunum sem Hafnarfjarðarbær stendur frammi fyrir og viljum...

Read More

Söngleikur án hljóðfæra

Leikfélag Flensborgarskólans frumsýndi á dögunum söngleikinn Pitz Pörfekt og er það í fyrsta skipti sem hann er sýndur á Íslandi. Verkið er innblásið af samnefndri mynd sem hefur farið sigurför um allan heim. Pitz Pörfekt er hugljúft leikrit stútfullt af gleði, dansi og frábærri a-capella tónlist! Við ræddum við leikstjórann Björk Jakobsdóttur, en Hallur Ingólfsson er tónlistarstjóri og Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngstjóri.  „Ferlið í þessari sýningu byrjaði með því að velja verk. Við höfðum jú sett upp Mormónabókina í fyrra sem var gríðarlega metnaðarfullt verk og vildum náttúrulega setja upp jafn flotta sýningu í ár og vera með nýstárlega...

Read More

Ályktun um Reykjanesbraut send þingmönnum

Úr ályktun var send öllum þingmönnum Alþingis í morgun: „Bæjaryfirvöld hér í Hafnarfirði sem og íbúar eru langþreyttir á þeim gríðarlega umferðaþunga sem fylgir Reykjanesbrautinni þar sem hún klýfur bæjarfélagið í tvennt á leið sinni frá Reykjavík út á Reykjanes og Keflavíkurflugvöll. Umferðarþunganum fylgir mikil hætta, mikið ónæði, tafir fyrir bæjarbúa á leið til og frá vinnu og með börn í frístundir og fleira.“ Fjöldi pósta hefur farið á þingmenn kjördæmisins og þeim boðið á opna íbúafundi og samtalsfundi með bæjarstjórninni. Á sama tíma hefur verið fundað með yfirmönnum vegagerðarinnar sem eru tilbúnir í framkvæmdir en vantar fé til...

Read More