Flokkur: Tilkynningar

Hafnfirðingar á Íslandsmóti í töfrateningum

Vitað er um hóp Hafnfirðinga sem tekur þátt í Íslandsmóti í töfrateningum um helgina (9. og 10. júní) í Háskólanum í Reykjavík. 50 keppendur frá 11 löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verður í 12 flokkum en mótið er alþjóðlega viðurkennt og undir verndarvæng alþjóðlega töfrateningssambandsins (World Cube Association). Síðasta mót af þessu tagi var haldið í Reykjavík árið 2014. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á...

Read More

Kveðja frá fráfarandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar

Um helgina rennur út samningur minn við Hafnarfjarðarkaupstað um starf bæjarstjóra. Það hefur verið mikill heiður að fá að sinna þessu fjölbreytta og gefandi starfi í þessi fjögur ár og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Ég held að það hafi gengið nokkuð vel hjá okkur á þessu kjörtímabili og geng ég glaður og sáttur frá borði. Ég hef fengið tækifæri til þess að koma mörgum verkefnum áfram sem munu vonandi bæta samfélagið til framtíðar. Þó eru tvö mál sem ég hefði viljað að væru komin lengra. Annars vegar þær umbætur sem við höfum farið af...

Read More

Stytta af Jóhannesi Reykdal afhjúpuð

Nýverið var fagnað merkum áfanga í sögu Hafnarfjarðar þegar afhjúpuð var stytta af brautryðjandanum og athafnamanninum Jóhannesi J Reykdal, sem að öðrum ólöstuðum má telja einn merkasta son bæjarins, þó ekki hafi hann verið þar innfæddur.  Styttan var gjöf til Hafnarfjarðarbæjar frá Reykdalsvirkjun og voru það Björn Ingi Sveinsson, verkfræðingur og formaður félagsins, og Jóhannes Einarsson, fv. skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og dóttursonur Jóhannesar J Reykdal sem afhentu bænum gjöfina.  Sjálfseignarstofnunin Reykdalsvirkjun ses var sett á laggirnar um mitt ár 2008 gagngert með það að markmiði að halda á lofti nafni Jóhannesar J Reykdal. Listakonan og myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir...

Read More

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir í Hafnarfirði hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Fjarðarpósturinn fékk rétt í þessu. Ákveðið hefur verið að Rósa Guðbjartsdóttir verði bæjarstjóri, Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Verið er að leggja lokahönd á málefnasamning nýs meirihluta sem kynntur verður stofnunum flokkanna og í kjölfarið opinberlega eftir helgi. Í samningunum er lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og...

Read More

Bygging almennra leiguíbúa hefst í sumar

Bæjarstjóri fyrir hönd Skarðshlíð íbúðafélag hses. og framkvæmdastjóri Modulus eignarhaldsfélags skrifuðu á dögunum undir verksamning um byggingu almennra leiguíbúða í Skarðshlíð. Til stendur að byggja 12 íbúðir á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð samkvæmt útboðslýsingu og á að skila þeim fullbúnum. Um er að ræða 6 tveggja herbergja 50 m2 íbúðir, 4 þriggja herbergja 60 m2 íbúðir og 2 fjögurra herbergja 80 m2 íbúðir, sex íbúðir á hvorri lóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Hafnarfjarðarbær hefur stofnað sjálfseignarstofnun sem byggir á lögum um almennar leiguíbúðir sem leigjendurnir sjálfir koma til með að stjórna en bæjarfélagið mun eiga aðild...

Read More