Flokkur: Tilkynningar

Áramótabrennan á gamlárskvöld

Áramótabrennan verður sem fyrr haldin á íþróttasvæði Hauka á Völlunum á gamlárskvöld kl 20:00. Nánar tiltekið í hrauni fyrir framan íþróttamiðstöð en það eru Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni.  Gestum og gangandi er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri, skilja flugeldana eftir heima og njóta til fulls samveru með vinum, ættingjum og öðrum hressum íbúum og gestum Hafnarfjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd, forvarnafulltrúi, foreldraráð og foreldrafélög í Hafnarfirði ásamt lögreglu hvetja foreldra barna og unglinga í Hafnarfirði að gera gamlárskvöld að fjölskylduvænu og skemmtilegu kvöldi. Að venju má búast...

Read More

2.6 milljónir í framlög á 11 árum

Undanfarin ellefu ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með framlögum fyrir jólin. Fulltrúar nefndarinnar komu á jólaskemmtun í Áslandsskóla, miðvikudaginn 20. desember, og tóku við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Í ár söfnuðust 244.543.- krónur. Á ellefu árum hefur skólasamfélagið í Áslandi því styrkt Mæðrastyrksnefnd um alls 2.661.984.- krónur. „Þessi hugsun okkar til þeirra sem minna mega sín tengist einni af fjórum hornstoðum skólans, þjónustu við samfélagið,“ segir í tilkynningu frá skólanum.   Leifur afendir fulltrúa Mæðrastyrksnefndar styrkinn. Myndir:...

Read More

Hafnfirðingur ársins: þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Tilnefnd að þessu sinni eru átta manns og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga:    Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, samskiptafulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði. „Hún er einstaklega hjálpsöm, góð, setur alla aðra alltaf í forgang, er með stæsta hjarta sem ég veit um, gefur af sér til félags- og líknarmála, hefur starfað síðustu ár sem samskiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafnarfirði og komið m.a. að starfi Heimilisiðnaðarfélagsins. Hún er mörgum vel kunnug innan Hafnarfjarðar enda verið búsett þar alla sína ævi. Hún ætti virkilega þennan...

Read More

Selma Rún er dúx Flensborgarskóla

Alls voru útskrifaðir 67 stúdentar frá Flensborgarskólanum í gær. Dúx var Selma Rún Bjarnadóttir með 9,37 en semidux Sverrir Kristinsson með 9,07. Stúdentarnir skiptust í 34 karla og 33 konur. 20 ljúka skv. nýrri námskrá. Einn nemandi lýkur námi af nýrri námsbraut á tveimur og hálfu ári. Sá fyrsti sem það gerir. Á afrekssviði eru 13 manns en annars skiptist hópurinn svo niður á brautir: Af félagsfræðibrautum útskrifast 26, þar af fjögur skv. nýrri námskrá. Af málabrautum er einn nemandi. Af náttúru- og raunvísindabrautum 21 þar af 4 skv. nýrri námskrá. Af viðskiptabrautum átta – þar af einn af...

Read More

„Reykjanesbrautin þolir enga bið“

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sendi í gær þingmönnum Suðvesturkjördæmis, fjárlaganefnd og Samgönguráðherra bréf þar sem hann minnir alla þessa aðila á ályktun sem samþykkt var á fjölmennum íbúafundi þann 17. október síðastliðinn þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka vöru mættir. Fundurinn samþykkti þá eftirfarandi ályktun: „Íbúafundur um samgöngumál í Hafnarfirði skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi úrbætur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Tryggt verði að framkvæmdir við gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu hefjist á næsta ári og að jafnframt verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldársselsvegi að mislægum gatnamótum á Krísuvíkurvegi.“ Bæjarstjórinn bendir einnig á að fátt skorti...

Read More