Flokkur: Tilkynningar

Króli er ræðumaður Íslands

Hafnfirðingurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli úr rapp tvíeykinu Jói Pé og Króli, var valinn ræðumaður Íslands í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, Morfís. Kristinn Óli er nemandi við Flensborgarskólann, sem att kappi við Verzlunarskóla Íslands í úrslitaviðureigninni í Háskólabíói í kvöld. Umræðuefnið var raunveruleikinn, þar sem Flensborgarskólinn mælti með honum en Verzlunarskólinn á móti. Svo fór að lokum að Verzlunarskólinn fór með sigur af hólmi. RÚV greinir...

Read More

Spennulaust á miðnætti vegna breytinga

Vegna breytinga í aðveitustöð HS veitum  í Hafnarfirði verður spennulaust í kvöld, aðfaranótt föstudagsins 13. apríl 2018, á milli miðnættis og 02.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS veitum. Vonast til til að þetta taki styttri tíma en þetta og beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem þetta kann að valda.   Mynd:...

Read More

Daður og dans í Gaflaraleikhúsinu

Les Coquettes er danshópur sem varð til í Listdansskóla Íslands þegar meðlimirnir níu áttu að setja upp sýningu og gera allt sjálfar, semja dansverk, velja tónlist, búninga, finna stað til að sýna og sjá um að panta dansdúk og koma miðasölu af stað. Hópurinn hélt sína fyrstu sýningu í Gaflaraleikhúsinu 2017 og er nú komið að því að þær sýni þar aftur 12. apríl nk. „Við vildum að verkið í skólanum væri um sterkar ungar konur og sýna að konur mega daðra eins og þær vilja og gera smá grín af staðalímyndum. Les Coquettes merkir stelpur sem daðra en...

Read More

Nýtt framboð með áhugafólki um betri bæ

Áhugafólk um betri bæ vinnur nú að undirbúningi nýs framboðs í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hópurinn kemur úr ýmsum áttum, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, sum úr bæjarmálunum og önnur annars staðar frá. Stærsti samnefnarinn er brennandi áhugi á öflugu samfélagi og að gera góðan bæ enn betri. Framboðið er ótengt hefðbundnum stjórnmálaflokkum og verður vettvangur fyrir fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið sitt. Hluti hópsins hefur starfað í meirihluta bæjarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili og lagt sitt af mörkum í endurreisn fjárhags bæjarins og fjölbreyttum úrbótum í þjónustu og bæjarlífi. Þar má nefna aukinn stuðning við frístundir barna,...

Read More

Málþing um samstarf skóla og félagsþjónustu

Hafnarfjarðarbær blæs til sameinaðs málþings í næstu viku undir yfirskriftinni „Þjónusta við börn og ungmenni í Hafnarfirði“ en það fer fram í Hraunvallaskóla. Það eru tvö umfangsmestu svið sveitarfélagsins, fræðslu- og frístundaþjónusta og fjölskylduþjónustan sem standa sameiginlega að málþinginu en síðustu misseri hafa sviðin markvisst unnið að enn meira samstarfi í ýmsu málaflokkum sem snúa að börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra með það í huga að geta veitt þeim betri þjónustu og fyrr en áður hefur þekkst. Þó það sé ákveðinn rauður þráður í málþinginu er þó engu að síður um að ræða heildstæða og öfluga yfirlitsmynd af starfseminni og...

Read More