Flokkur: Tilkynningar

Einstæð móðir fær ferðastyrk

Beiðni Fjarðarpóstsins um að Hafnfirðingar hefðu augu opin vegna umslags með ferðasjóði einstæðrar móður og dætra hennar tveggja, bar þann árangur að hjartahlýr maður sendi póst til ritstjórans og vildi styrkja litlu fjölskylduna um þá fjárhæð sem týndist, en umslagið hefur ekki komið í leitirnar. Móðirin unga vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa dreift beiðninni. Hún er harðákveðin í að ef umslagið finnst þá ætlar hún að gefa peninginn til góðgerðarmála.   Umslagið, sem innihélt dágóða upphæð ferðasjóðs og tvo bleika miða með óska-áfangastöðum dætra konunnar, fauk líklega úr vasa móðurinnar á vindasömum gærdeginum, þegar...

Read More

FH athugar með að byggja eigið knatthús

Aðalstjórn Fimleikafélags Hafnarfjarðar hefur hafið athugun á að félagið byggi knatthús í Kaplakrika, en knatthús þetta verður þá þriðja knatthúsið sem félagið byggir. Athugun þessi er sett af stað í kjölfar ályktunar fjölmenns fundar foreldra barna og unglinga sem stunda knattspyrnu í félaginu. Ályktun fundarins var svohljóðandi: Foreldrar á opnum fundi Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH skorar á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og aðalstjórn félagsins að bæta úr aðstöðu til knattspyrnuæfinga og -keppni í Kaplakrika nú þegar. Samkvæmt skýrslu íþróttafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar frá því í maí 2017 er aðstaða til knattspyrnuæfinga í Kaplakrika löngu sprungin. Hafnarfjarðarbær hefur aftur á móti ekki...

Read More

Tveir opnir kosningafundir í Hafnarfirði

Boðið er til opinna kosningafunda vegna bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. maí kl 20.00 og mánudaginn 21. maí kl 20.00 í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti. Alls eru átta listar sem bjóða fram í Hafnarfirði að þessu sinni og má búast við fjörlegum umræðum um þau mál sem brenna á Hafnfirðingum. Á fyrri fundinum verður fjallað um skólamálin, velferðina, tómstundir og menningu og á þeim seinni um lýðræði, framkvæmdir, skipulag og fjármálastefnu bæjarins. Listarnir verða með stutta framsögu og síðan taka þeir við spurningum úr sal. Fundunum verður streymt beint á netsamfelag.is og á vefjum bæjarblaðanna. Við hvetjum bæjarbúa til að fjölmenna í...

Read More

Sjáið sigurdans FH-inga í klefanum

FH-ingar komust í kvöld í úrslit Íslandsmóts karla í handbolta annað árið í röð eftir sigur á Selfossi í oddaleik á Selfossi. Leiknum lauk 28-26 fyrir FH sem mætir ÍBV í úrslitum. Úrslitaeinvígið hefst á laugardag í Vestmannaeyjum. Á eldi Er ekki rétt að loka umfjöllun um sögulega seríu við Selfoss með fögnuði að hætti hússins. #viðerumFH Posted by FH Handbolti on 10. maí 2018   Meðfylgjandi myndir tók Jóhannes Long tók og voru birtar á Facebook síðu FH...

Read More

Gera athugasemdir við samanburð SA

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar gera athugasemdir við samanburð SA á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Að þeirra mati er framsetning Samtaka atvinnulífsins á samanburði á rekstrarframmistöðu sveitarfélaga og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki af  gefa rétta mynd af rekstrarstöðu sveitarfélaganna í dag.  Ef það hefur verið ætlun samtakanna að gefa mynd af því hvernig þetta hefur verið að meðaltali frá 2002  hefði það átt að koma skýrar fram.  Eins og þetta er sett fram má ætla að samantektin segi til um stöðuna í...

Read More