Flokkur: Tilkynningar

Árleg áramótabrenna á Haukasvæðinu

Áramótabrenna verður sem fyrr haldin á íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum kl. 20:00 á gamlárskvöld. Nánar tiltekið í hrauninu fyrir framan íþróttamiðstöðina en það eru Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni. Gestum og gangandi er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri, skilja flugeldana eftir heima og njóta til fulls samveru með vinum, ættingjum og öðrum hressum íbúum og gestum Hafnarfjarðar. Íþrótta- og tómstundanefnd, forvarnarfulltrúi, foreldraráð og foreldrafélög í Hafnarfirði ásamt lögreglu hvetja foreldra barna og unglinga í Hafnarfirði til að gera gamlárskvöld að fjölskylduvænu og skemmtilegu kvöldi. Að venju má...

Read More

Alþjóðleg töfrateningakeppni í Flensborgarskóla

Dagana 4. og 5. janúar 2019 verður haldin keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þrjátíu keppendur frá 7 löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verður í 14 mismunandi greinum. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar? Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á öllum aldri að spreyta sig á upphaflega teningnum (Rubiks Cube 3×3) og ótrúlegri flóru annara sambærilegra teninga af öllum stærðum og gerðum. Mótið er alþjóðlega viðurkennt...

Read More

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð í dag

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa í dag fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2018. Hátt í 500 einstaklingum sem hafa á árinu 2018 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði er veitt viðurkenning á hátíðinni. Úthlutað verður úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára. Viðurkenningar verða veittar bikarmeisturum og þeim sem hafa náð alþjóðlegum titlum. Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði...

Read More

Hafnfirðingur ársins: Þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Sjö aðilar fengu tilnefningar að þessu sinni og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga. HÆGT VERÐUR AÐ KJÓSA FRAM AÐ MIÐNÆTTI Á GAMLÁRSKVÖLD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á ÞENNAN HLEKK   Björgunarsveit Hafnarfjarðar:  „Þarna fer fram einstök starfsemi sem felst í undirbúningi fyrir að bjarga eignum og mannslífum. Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir mikilvægi björgunarsveitarinnar, allt árið um kring.“     Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður: „Hann stóð sig svo vel á HM í fótbolta, þar sem hann var valinn...

Read More

Launamunur kynja lækkar hjá Hafnarfjarðarbæ

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017. Viðhaldsvottun sem framkvæmd var af BSI á Íslandi nú í desember leiðir í ljós lækkun á launamun um 1,4% frá því að jafnlaunamerkið var afhent. Í ágúst 2017 var launamismunur 4,8%, karlmönnum í hag, en mælist nú 3,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Niðurstöður viðhaldsvottunar BSI (British Standards Institution) á Íslandi, sem er faggild skoðunarstofa, staðfesta að sveitarfélagið uppfyllir þær kröfur sem lagðar eru fram samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Í samantekt úttektaraðila kemur fram að mikinn einhug er að...

Read More