Flokkur: Tilkynningar

Óska eftir umsóknum um styrki

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti fyrir 10. september 2018. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálnefnd Hafnarfjarðar eftir styrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt.  Með fastri búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar....

Read More

Gæludýrahald leyfilegt í félagslegum íbúðum

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á síðasta fundi ráðsins breytingar á reglum varðandi gæludýrahald í félagslegum íbúðum sveitarfélagsins. Leyfilegt er nú orðið að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Leyfið er háð þeim skilyrðum að ef um sameiginlegan inngang eða stigagang er að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/3 hluta eigenda. Ef um sérinngang er að ræða er gæludýrahaldið leyfilegt. Gæludýrahald hefur til þessa verið bannað í félaglegu húsnæði Hafnarfjarðarbæjar. Á næstu dögum verða breyttar reglur kynntar hlutaðeigandi. Mynd frá...

Read More

Svona náum við plastlausum september

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði til virkarar þátttöku í Plastlausum september, árvekniátaki sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Samhliða því að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Frá og með 1. mars 2018 hafa íbúar Hafnarfjarðar getað sett allt plast saman í lokaðan plastpoka beint í gráu sorptunnu heimilisins (orkutunnu).  Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli þegar í sorpu er komið og þeim komið til endurvinnslu. Ekki þarf neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka en gæta þar þess...

Read More

Snyrtileikinn 2018 afhentur

Hafnarfjarðarbær afhenti viðurkenningar fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í blíðaskaparveðri miðvikudaginn 29. ágúst. Fjöldi ábendinga frá bæjarbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði barst þegar óskað var eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð lóða og garða í sveitarfélaginu. Nánar verður fjallað um hverja viðurkenningu fyrir sig í tölublaði Fjarðarpóstsins í næstu viku.  Eigendur garða við Álfaskeið 85, Brekkuás 15, Erluhraun 15, Fjóluhvamm 9, Gauksás 37, Hellisgötu 7, Jófríðarstaðaveg 13 og Spóaás 18 fengu viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega garða með fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu og metnað í...

Read More

Tónleikar inni – partý úti

Framundan er tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar, sem haldin er í annað sinn frá miðvikudegi og fram á miðnætti á laugardagskvöld. Við ræddum við Páll Eyjólfsson, aðalskipuleggjanda hátíðarinnar, en hún verður með töluvert ólíku sniði en í fyrra.  „Í svona er mikilvægt að hugsa aðeins til framtíðar. Hátíðin í ár er afraksturinn af því hvernig við byrjuðum á þessu og lærðum af skemmtilegum mistökum. Tilgangurinn er, þegar sett hefur verið upp grind að hátíð sem þessari, að sem flestir geti notið og tekið þátt. Við erum búin að færa okkur úr portinu bakatil, sem var alls ekki nógu stórt,...

Read More