Flokkur: Tilkynningar

Hafnfirðingur ársins: þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Tilnefnd að þessu sinni eru átta manns og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga:    Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, samskiptafulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði. „Hún er einstaklega hjálpsöm, góð, setur alla aðra alltaf í forgang, er með stæsta hjarta sem ég veit um, gefur af sér til félags- og líknarmála, hefur starfað síðustu ár sem samskiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafnarfirði og komið m.a. að starfi Heimilisiðnaðarfélagsins. Hún er mörgum vel kunnug innan Hafnarfjarðar enda verið búsett þar alla sína ævi. Hún ætti virkilega þennan...

Read More

Selma Rún er dúx Flensborgarskóla

Alls voru útskrifaðir 67 stúdentar frá Flensborgarskólanum í gær. Dúx var Selma Rún Bjarnadóttir með 9,37 en semidux Sverrir Kristinsson með 9,07. Stúdentarnir skiptust í 34 karla og 33 konur. 20 ljúka skv. nýrri námskrá. Einn nemandi lýkur námi af nýrri námsbraut á tveimur og hálfu ári. Sá fyrsti sem það gerir. Á afrekssviði eru 13 manns en annars skiptist hópurinn svo niður á brautir: Af félagsfræðibrautum útskrifast 26, þar af fjögur skv. nýrri námskrá. Af málabrautum er einn nemandi. Af náttúru- og raunvísindabrautum 21 þar af 4 skv. nýrri námskrá. Af viðskiptabrautum átta – þar af einn af...

Read More

„Reykjanesbrautin þolir enga bið“

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sendi í gær þingmönnum Suðvesturkjördæmis, fjárlaganefnd og Samgönguráðherra bréf þar sem hann minnir alla þessa aðila á ályktun sem samþykkt var á fjölmennum íbúafundi þann 17. október síðastliðinn þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka vöru mættir. Fundurinn samþykkti þá eftirfarandi ályktun: „Íbúafundur um samgöngumál í Hafnarfirði skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi úrbætur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Tryggt verði að framkvæmdir við gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu hefjist á næsta ári og að jafnframt verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldársselsvegi að mislægum gatnamótum á Krísuvíkurvegi.“ Bæjarstjórinn bendir einnig á að fátt skorti...

Read More

Gáfu lögreglunni örmerkisskanna

Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga og Óskasjóður Púkarófu afhentu í dag lögregluembættinu örmerkiskanna til að auðkenna t.d. týnd dýr. Gjöfin er liður í dýravernd og er samfélagsverkefni. Fyrsti skanninn fór á lögreglustöðina á Flatahrauni í Hafnarfirði. Það voru Helga Þórunn Sigurðardóttir formaður og Erna Gunnarsdóttir varaformaður sem afhentu dýraauðkennisskannann kl. 13.30 í dag og Sævar Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, veitti honum viðtöku fyrir hönd lögreglunnar. Mynd: aðsend. ...

Read More

Íþróttafólk Hafnarfjarðar: þessi eru tilnefnd

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir  afhendingu viðurkenninga til  íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017.  Hátt í 500 einstaklingum sem hafa á árinu 2017 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði er veitt viðurkenning á hátíðinni. Úthlutað verður úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára. Viðurkenningar verða veittar bikarmeisturum og þeim sem hafa náð alþjóðlegum titlum. Vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fer...

Read More