Flokkur: Tilkynningar

Logi og Ingvar á árlegu bjórkvöldi Lions

Föstudaginn 2. mars, heldur Lionsklúbburinn Ásbjörn sitt árlega bjórkvöld. Þessi viðburður er ein aðalfjáröflun klúbbsins og hefðin hófst fyrir 29 árum, eða þegar bjórinn var leyfður. „Við leggjum áherslu á að halda þetta kvöld á þeim degi sem er næstur 1. mars ár hvert, eða fyrsta föstdag marsmánaðar hvert ár,“ segir Gissur Guðmunsson, einn stjórnenda klúbbsins.  Myndirnar þrjár eftir Tolla sem boðnar verða upp.  Á bjórkvöldið koma að meðaltali um 200 gestir og segir Gissur að boðið verði upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Madda kokks og fyrsta flokks veisluhöld. Þrjú verk eftir myndlistarmanninn Tolla verði boðin upp og...

Read More

Íbúafundur í Setbergi vegna innbrotafaraldurs

Innbrotafaraldur hefur herjað á Setbergshverfið í vetur eins og önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu og eru margir íbúar þar uggandi og finna fyrir óöryggi. Eftir samskipti á íbúasíðu hverfisins á Facebook var blásið til íbúafundar sem verður haldinn 1. mars. Við spurðum Kristínu Thoroddson, íbúa í Setbergi og eina af þeim standa að fundinum, út í hann. „Íbúar Setbergsins eru með íbúasíðu og á henni hafa að undanförnu skapast umræður um innbrotin og stendur íbúum ógn af þeim. Við viljum vita hvernig og með hvaða hætti við getum varið okkur, hvaða mildunaraðgerðir eru mögulegar og með hvaða hætti við getum...

Read More

Kristinn gefur áfram kost á sér í 2. sæti

Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi og verkfræðingur, býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði til að skipa áfram 2. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, en prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristni.  Kristinn hefur setið í bæjarráði, umhverfis- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði á þessu kjörtímabili. Hann leggur áherslu á að styrkja áfram rekstur og fjármál Hafnarfjarðarbæjar, bætta þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki og dregið verði enn frekar úr álögum og gjöldum með hagræðingum og umbótum í rekstri. Þá leggur hann áherslu á menningu og mannlíf í Hafnarfirði, áframhaldandi eflingu í fræðslumálum og mikilvægi...

Read More

Guðbjörg gefur kost á sér í 3. – 4. sæti

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram þann 10. mars nk. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðbjargar til fjölmiðla.  Guðbjörg hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ og Sjálfstæðisflokkinn. Hún er varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Hún  hefur tekið þátt í starfshópi um málefni dagforeldra og er nú í starfshópi um bættar starfsaðstæður á leikskólum bæjarins. Guðbjörg telur að hægt sé að gera enn betur í dagvistunarmálum barna og huga betur að þörfum fjölskyldna og starfsmanna. Guðbjörg vill leggja áherslu á meiri samfellu í skóla-, íþrótta og tómstundastarfi hjá hafnfirskum...

Read More

Styrkja samskiptahæfni nemenda

Hafnarfjarðarbær skrifaði nýverið undir samning við þjálfunarfyrirtækið KVAN sem miðar að því að efla samskiptahæfni nemenda. Í þeim tilgangi fá grunnskólakennarar í 5. eða 6. bekk fræðslu á námskeiði sem gengur undir heitinu Verkfærakistan, en það hófst í byrjun mánaðarins. KVAN stendur fyrir kærleik, vinátta, alúð og nám og hefur fyrirtækið unnið í mörg ár að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að þjálfun, fræðslu og menntun ungs fólks, fagaðila, stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja. Markmið bæjaryfirvalda með því að bjóða upp á þessa fræðslu fyrir alla grunnskóla er að fjölga þeim verkfærum sem kennurum og skólum standa til boða til að vinna með samskipti...

Read More