Flokkur: Tilkynningar

Jólaganga á Þorláksmessu

Jólin hefjast í Hafnarfirði á Þorláksmessu með Jólagöngu frá Hörðuvöllum í Jólaþorpið. Safnast verður saman á Hörðuvöllum kl. 18:45 og lagt af stað kl. 19:00 og gengið sem leið liggur í Jólaþorpið á Thorsplani. (Vestur Tjarnarbraut og Skólabraut, út Austurgötu og vestur Lækjargötu og inn Strandgötu.) Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur kyndla á Hörðuvöllum. Við bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla. Í jólaþorpinu tekur Felix Bergsson á móti göngufólki og leiðir samsöng. Þá syngur Óperudúettinn Davíð og Stefán nokkur hress jólalög og Fanný Lísa Hevesi og Antonia Hevesi leika hátíðleg jólalög. Jólaþorpið er opið frá kl. 12-22 á Þorláksmessu. Jólasveinar og...

Read More

Samningur við Björgunarsveit Hafnarfjarðar undirritaður

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Gísli Johnsen, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar undirrituðu í vikunni rekstrarsamning fyrir árið 2018. Þar skuldbindur bærinn sig til að styðja við rekstur sveitarinnar á árinu sem nemur 19 milljónum króna og skv. fjárhagsáætlun 2018-2022. Rekstrarsamningurinn tekur að mestu á rekstri björgunar- og slysavarnarmiðstöðvar félagsins en forsendur fyrir framlagi Hafnarfjarðarbæjar til rekstrar eru byggðar á rauntölum úr rekstri liðinna ára sem er samskonar módel og haft er til hliðsjónar við stuðning bæjarins við íþróttafélögin. Haraldur bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs og Gísli Johnsen, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.  „Vel rekin og vel þjálfuð björgunarsveit er algjör undirstaða...

Read More

Hrafnhildur í 5. sæti og jafnaði metið

Hafnfirðingurinn Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 5. sæti í 50 m bringusundi á EM í 25 m laug í Kaupmannahöfn í dag. Hrafnhildur synti á 30,03 sek. í úrslitunum. Hún jafnaði Íslandsmetið sem hún setti klukkutíma fyrr í undanúrslitunum. Fyrir daginn í dag var Íslandsmet Hrafnhildar 30,42 sek., þannig að hún bætti metið sitt í dag um alls 39 hundraðhlusta úr sekúndu. Hún synti á sjöunda besta tíma allra í undanrásunum í morgun og á sjötta besta tímanum í undanúrslitunum og varð svo fimmta í úrslitunum í kvöld.   Mynd í eigu Hrafnhildar úr viðtali í Fjarðarpóstinum í...

Read More

Anna María kjörin varaformaður KÍ

Hafnfirðingurinn Anna María Gunnarsdóttir hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún var tekur við embættinu af Aðalheiði Steingrímsdóttur á 7. þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Anna María kennir íslensku við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.  Á kjörskrá voru 10.307 og greiddu 3.127 atkvæði, eða 30,34%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst klukkan 9.00 fimmtudaginn 7. desember og lauk klukkan 14 í dag, miðvikudaginn 13. desember. Atkvæðin féllu atkvæði þannig:  Anna María Gunnarsdóttir hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86%  Ásthildur Lóa Þórsdóttir hlaut 845 atkvæði eða 27,02%  Heimir Björnsson hlaut 259 eða 8,28%  Simon Cramer Larsen hlaut 135 atkvæði eða...

Read More