Flokkur: Tilkynningar

Plast má fara í gráar tunnur 1. mars

Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.  Gæta skal þess að halda plastinu frá öðru sorpi í lokuðum pokum þannig að tæki Sorpu geti flokkað plastið frá skilvirknislega. Ekki mun þurfa neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka. Þannig geta íbúar notað innkaupapoka og aðra plastpoka sem falla til á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og...

Read More

Átt þú hugmynd fyrir Bjarta daga?

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga en menningarhátíðin verður haldin dagana 18.-22. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði um allan bæ sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Viltu skrá viðburð til þátttöku? Það getur verið eitthvað sem stendur til nú þegar eða eitthvað alveg nýtt, eitthvað risastórt eða minna í sniðum, eitthvað fyrir börn eða eitthvað fyrir fullorðna en allavega eitthvað áhugavert sem hvetur bæjarbúa til virkrar...

Read More

Glittir í flutning rafmagnslína frá Völlunum

Um helgina birtist auglýsing í fjölmiðlum frá Landsneti um útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði, ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Það eru fyrstu merki um þær framkvæmdir frá því að uppbygging hófst á Völlunum í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  „Þetta er mikill áfangi fyrir Hafnarfjörð. Við höfum barist fyrir þessu frá því að byrjað var að byggja á Völlunum. Lítið hefur hreyfst og málið er orðið virkilega aðkallandi og áríðandi fyrir bæjarfélagið og íbúa þess að sjá aðgerðir og fyrir endann á færslu línanna úr byggð og nánast úr húsagörðum hjá fólki“,...

Read More

Miðflokkurinn býður fram í Hafnarfirði

Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 26. maí n.k.. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum.  Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins eru vinsamlegast beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar á hafnarfjordur@midflokkurinn.is: nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang ásamt því sæti sem óskað er eftir. Lokafrestur til að skila inn framboðum er klukkan 12:00, laugardaginn 3. mars n.k. Miðflokkurinn í Hafnarfirði var stofnaður í liðinni viku. Stjórnina skipa Sigurður Þ. Ragnarsson formaður, Tómas Ellert Tómasson, Elínbjörg Ingólfsdóttir, Gísli Sveinbergsson og Jónas...

Read More

Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss

Reykjanesbraut, á milli Suðurnesja og Hafnarfjarðar, hefur verið lokað vegna umferðarslyss á vegarkaflanum þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta bíla árekst­ur varð á Reykja­nes­braut um þrjú­leytið í dag og búið er að loka veg­in­um á milli Suður­nesja og Hafn­ar­fjarðar í báðar átt­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Árekst­ur­inn átti sér stað við af­leggj­ar­ann að Vog­um á Vatns­leysu­strönd. Lít­il slys urðu á fólki. Af­taka­veður er á Reykja­nes­braut­inni, fljúg­andi hálka, ekk­ert skyggni og hávaðarok. Lögreglan hefur ítrekað hvatt fólk til að halda sig heima við á meðan óveðrið gengur yfir. Töluvert er að gera hjá henni...

Read More