Flokkur: Tilkynningar

Einar Baldvin stefnir á 4. – 6. sæti

Einar Baldvin Brimar stundaði nám í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Hann stundar knattspyrnu og er liðsmaður í Gettu Betur og Morfís liði Flensborgarskólans. Hann var hluti af Morfís-liði Flensborgar sem sigraði keppnina í fyrra. „Í Morfís er nauðsynlegt að hafa sterka skoðun, vinna sem ein heild, trúa á málstaðinn og hafa getu til að svara fyrir sig á málefnalegan hátt,“ segir Einar í fréttatilkynningu.  Það hefur verið lærdómsríkt að taka þátt, bæði í Gettu betur og Morfís, og það hefur gefið mér kjarkt til að standa upp og tjá skoðanir mínar.  Já, og fólk spyr mig síðan hvers vegna ég hef...

Read More

Ingi T. sækist eftir 2. sæti

Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram þann 10. mars næstkomandi. Ingi sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Inga. Eiginkona Inga er Anna Pálsdóttir hárgreiðslumeistari og eiga þau tvö börn, Pál og Hjördísi Ýr. Ingi er 64 ára menntaður húsasmiður og starfaði lengst af hjá slökkviliði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli jafnframt stofnaði og starfrækti hann Fjarðarplast sf. ásamt tengdaföður sínum í 16 ár samhliða starfi sínu í slökkviliðinu. Ingi var virkur í félagsstarfi slökkviliðsmanna, seinni árin hefur hann einbeitt sér að málefnum Hafnarfjarðarbæjar...

Read More

Bærinn og BFH undirrituðu samninga

Hafnarfjarðarbær og Brettafélag Hafnarfjarðar skrifuðu undir samning í dag en Brettafélagið hefur stækkað umtalsvert á fáum árum og deildum innan þess fjölgað. Í dag er þar afar stór snjóbrettadeild sem í dag ein sú stærsta á Íslandi. Brettafélagið var tómstundafélag en á síðasta ári breyttist félagið í íþróttafélag og tekur í dag virkan þátt í starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Gerðir eru tveir samningar við félagið, annar er rekstrarsamningur sem snýr að því að reka húsnæðið sem félagið hefur og hinn snýr að því styðja við félagið í tengslum við fjölda og gæði barna- og unglingastarfsins. Hafnarfjarðarbær leggur auk þessara samninga viðbótarframlag...

Read More

Margrét Vala sækist eftir 3.- 5. sæti

Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals, þar sem Styrkarfélag lamaðra og fatlaðara rekur sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni, sækist eftir 3.-5. sæti á lista Framsóknar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum.  Margrét Vala er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Margrét Vala telur mikilvægt fyrir sveitarfélög að bæta og auka þjónustu sína við einstaklinga með fötlun.  Einnig sé brýnt að lækka kostnað barnafólks í Hafnarfirði en nýleg samantekt sýndi að Hafnarfjörður er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. ,,Ég hef lengi haft áhuga á því að fara í framboð og hafa...

Read More

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim.  Á fundi fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Hafnarfirði var samþykkt að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum undir merkjum Framsóknar og óháðra. Markmið framboðsins er að lækka álögur á fjölskyldufólk, auka þjónustu, stuðla að meiri sátt og vinna að auknu samstarfi milli kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista. Uppstillinganefnd hefur verið skipuð og hefur þegar hafið störf. Óskað er eftir framboðum á lista Framsóknar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og skal framboðum skilað inn á netfangið xbohadir@gmail.com fyrir kl. 12...

Read More