Flokkur: Tilkynningar

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun fyrir 2018

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar núna undir kvöldmat. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins og er fjölskyldan í fyrirrúmi. Mikil áhersla er á umbætur í leik- og grunnskólum bæjarins, bæði hvað faglegt starf varðar sem og á húsnæði og aðbúnaði nemenda og starfsfólks. Þættir sem sérstaklega eru teknir fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ:  Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru lækkuð á íbúa og fyrirtæki og gjaldskrár hækka almennt ekki. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest...

Read More

Hádegistónleikarnir Hjónajól í Hafnarborg

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 12 verða desembertónleikar hádegistónleikaraðar í Hafnarborg. Yfirskrift tónleikanna er Hjónajól en það eru hjónin Þórunn Marinósdóttir, sópran, og Hlöðver Sigurðsson, tenór og meðlimur Sætabrauðsdrengjanna sem koma fram að þessu sinni. Að venju verður sérstakur hátíðarbragur yfir efnisskránni og þar mun einnig leynast jólauppskrift úr eldhúsi hjónanna. Hlöðver Sigurðsson er fæddur á Siglufirði og hóf söngnám hjá Antoníu Heves árið 1997. Hann lauk 8. stigs prófi frá Tónlistarskóla Siglufjarðar í apríl árið 2001. Veturinn 2001-2002 stundaði Hlöðver framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London hjá prof. Rudolf Piernay. Frá 2002-2007 stundaði Hlöðver nám við...

Read More

Jólaþorpið opnar á föstudagskvöld

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda...

Read More

Verkefnið Geitungarnir verðlaunaðir

EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðabæ EPSA viðurkenningu eða svokölluð European public sector award. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlauasnir á krefjandi viðfangsefnum. Það var nýsköpunarverkefnið Geitungar sem hlaut verðlaunin í ár.  „Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu sem er er til marks um þann metnað og fagmennsku sem stjórnendur og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sýna í störfum sínum. Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar er virkilega vel að þessum verðlaunum komin og gott að sjá þetta frumkvöðlastarf í þjónustu við fatlað fólk vekja athygli á alþjóðlegum vettvangi. Það er gefandi...

Read More

Haukar áfram í Kjörísbikarnum

A lið Hauka í kvennaflokki tryggði sér sæti í annarri umferð Kjörísbikarsins í blaki um síðustu helgi eftir öruggan sigur á Stjörnunni 3-1. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Álftanesi og var stúkan þétt setin af stuðningsfólki Hauka sem hvöttu sínar konur áfram. Önnur umferð Kjörísbikarsins fer fram í janúar, dregið verður í desmeber. Þess má geta að Haukar eru með þrjú kvennalið og eitt karlalið í keppni á Íslandsmóti þennan vetur. Blakdeild Hauka er ung en hratt stækkandi deild. Þjálfarar í deildinni eru Karl Sigurðsson, Egill Þorri Arnarsson og Sergej...

Read More