Flokkur: Tilkynningar

Fleiri grunnskólanemar vilja hádegismat

Þátttaka nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar í hádegismat hefur aukist í vetur. Þannig eru að jafnaði 75,5% nemenda í grunnskólunum sem eru að kaupa hádegismat, um 73% í fastri áskrift og nálægt 3% í lausasölu (dagval). Alls eru framreiddar rúmlega um 2.600 máltíðir á dag fyrir grunnskólanemendur í þeim sjö grunnskólum sem kaupa mat frá Skólamat ehf og rúmlega 3.500 nemendur sækja. Einn skóli, Áslandsskóli, er utan þessarra talna þar sem hann framreiðir sjálfur mat til nemenda og er þátttaka nemenda í hádegismat þar einnig góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Þetta er aukning á þátttöku frá því...

Read More

Allir unglingar í grunnskólum fá spjaldtölvur

Á þessu skólaári fá allir nemendur í 8.-10. bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði iPad  til persónulegrar notkunar í skólastarfinu og til notkunar heima fyrir. Spjöldin hafa verið að fara í dreifingu til nemenda frá því fyrir jól og eru að komast til allra nemenda þessa dagana. Enda um mikinn fjölda spjalda að ræða eða nálægt 1000 spjöld sem talsverður undirbúningur hefur farið í að gera spjöldin aðlögðuð að skipulagi og námskerfum skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Með tilkomu spjaldanna gefast nemendum, og kennurum sömuleiðis, ný tækifæri og möguleika að nýta sér betur tækninnar og internetsins í námi...

Read More

Bilun í Hraunavík meiri en virtist

Bilunin sem kom upp fyrir helgi í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík er alvarlegri en virtist við fyrstu skoðun. Þurft hefur að panta hluta búnaðar hennar sem reyndist bilaður frá erlendum birgja þannig að viðgerð mun standa yfir lengur sýndist við fyrstu skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Leiðrétting:  Í dælu og hreinsistöðinni í Hraunavík eru alla jafnan tvær hreinsunardælur í notkun og ein til vara. Hreinsunardæla 1 er í dag á fullum afkostum og hreinsar skólp sem fyrr. Hreinsunardæla tvö er sú sem bilaði fyrir helgi og verið er bíða eftir varahlut...

Read More

Bilun í dælu- og hreinsistöð í Hraunavík

Bilun kom upp í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík í dag. Eftir athuga var ljóst að ekki var óhætt að keyra hreinsibúnað stöðvarinnar á fullum afkostum meðan unnið er að viðgerðum. Hluti skólps frá stöðinni mun frá og með þessum klukkutíma renna fram hjá kerfinu og beint út í sjó í gegnum frárennslisrör sem nær tvo kílómetra út í sjó. Viðgerð mun taka sólarhring eða tvo í mesta lagi að mati þeirra sem eru á vettvangi. Heilbrigðiseftirliti bæjarins var gert viðvart áðan um bilunina um leið og hennar var vart og ljóst var til hvaða aðgerða...

Read More

Safnanótt framundan í Hafnarfirði

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða uppá skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar frá kl. 18-23. Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð – www.vetrarhatid.is – sem stendur yfir dagana 1. – 4. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá verður í söfnum víða um höfuðborgarsvæðið og mun Safnanæturstrætóinn sjá um að keyra gestum á milli safnanna. Safnanæturleikurinn verður í gangi – laufléttar spurningar og stimplar frá mismunandi söfnum. Þátttökublað verður hægt að nálgast á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt. Hafnarborg. Mynd OBÞ....

Read More