Flokkur: Tilkynningar

Gáfu fé fyrir leitarhundi og þjálfun

Nýverið komu nokkrir félagar úr Lionsklúbbi Hafnarfjarðar í heimsókn til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og eins og fyrri daginn komu þeir færandi hendi og færðu sveitinni myndarlega fjárupphæð að gjöf. Fjárhæðin verður nýtt til kaupa og þjálfunar nýs leitarhundar sveitarinnar, Urtu. Lionsklúbburinn hefur um margra ára skeið stutt Björgunarsveitina fjárhagslega og hefur hin seinni ár einbeitt sér í að styrkja  þjálfun leitarhunda sveitarinnar. Björgunarsveit Hafnarfjarðar er eina björgunarsveit landsins sem heldur leitarhund og það er hún Perla. Perla hefur unnið mörg frábær afrek þó ekki sé hún gömul, aðeins 7 ára. Hún hefur verið í eigu sveitarinnar frá því hún var...

Read More

Knatthús á Ásvöllum verður að veruleika

Hönnun og undirbúningur að byggingu knatthúss í fullri stærð knattspyrnuvallar hefst í byrjun næsta árs eftir að bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti að gera samkomulag við Hauka um hönnun og undirbúning byggingar knatthúss að Ásvöllum. Eins og sjá má á tölvumynd af Facebook síðu Haukanna af fyrirhugaðri byggingu verður um að ræða glæsilegt mannvirki sem sóma mun sér vel við hlið þeirra vönduðu bygginga sem byggðar hafa verið á Ásvöllum. Fram kemur á síðunni að Haukar munu bjóða til opins kynningarfundar fyrir íbúa í nágrenni Ásvalla um áform Hauka í desember. Hann verður þá væntanlega auglýstur sérstaklega...

Read More

Síðustu dagar sýningar Karels á Hrafnistu

Nú fer að styttast í lok myndasýningar Karels Ingvars Karelssonar í menningarsal Hrafnistu hér í bæ, en henni lýkur 21. þessa mánaðar. Þar er um að ræða myndir af öllum sem heiðraðir hafa verið á sjómannadaginn í Hafnafirði frá upphafi, ásamt nöfnum þeirra.  Sýningin hefur hefur vakið heilmikla eftirtekt og ánægju enda eru margir tengdir því ágæta fólki sem prýðir myndirnar. Fjarðarpósturinn heyrði í Karel, sem verið hefur í undirbúningsnefnd sjómannadagshátíðarinnar áratugum saman. Hann vildi láta vita að sýningunni lýkur fljótlega, ef einhverjir skyldu vilja njóta hennar áður. Á forsíðumynd eru þeir aðilar sem heiðraðir voru í ár. Halldór...

Read More

Heilsueflandi spilastokkar inn á öll heimili

Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur nú í samstarfi við hagsmunaaðila mótað heilsustefnu. Liður í aukinni heilsueflingu er að benda íbúum og öðrum áhugasömum á þá möguleika sem eru til staðar í Hafnarfirðinum fagra. Hafnfirðingar búa í náttúruparadís og eru tækifæri í kringum bæinn til útivistar, heilsueflingar og afþreyingar fjölmörg. Þessi spilastokkur sem sendur er til allra hafnfirskra heimila og fyrirtækja inniheldur 52 hugmyndir af heilsueflandi afþreyingu allt árið um kring. Listinn er langt frá því að vera tæmandi heldur einfaldlega nokkrar góðar og heilsueflandi hugmyndir fyrir fjölskyldur og vini....

Read More

Ókeypis erindi um stjúptengslamál

Félag stjúpfjölskyldna í samstarfi við Fræðsluráð Hafnarfjarðar býður upp á erindið „Sterkari stjúpfjölskyldur – helstu áskoranir“ þann 16. nóvember frá kl. 17 til 19.00 í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skráning er hafin á stjuptengsl@stjuptengsl.is Stjúpfjölskyldur, þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna eiga barn/börn úr öðrum samböndum, eru algengar hér á landi. Rannsóknir benda til að þær eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir margbreytileika þeirra. Farið verður yfir helstu áskoranir stjúpfjölskyldna og hvernig megi takast á við þær. Erindið er öllum opið og hentar foreldrum, stjúpforeldrum, stjúp/ömmum og öfum, frænkum, frændum, vinum, ungmennum...

Read More