Flokkur: Tónlist

Grunnskólahátíð í Gaflaraleikhúsinu

Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði fór fram sl. miðvikudag. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til mikils sóma. Að deginum til voru leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu þar sem nemendur úr skólum bæjarins sýndu atriði og leikhópur Gaflaraleikhússins sýndi einnig afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Fjarðarpósturinn kom við á generalprufu sem haldin var kvöldið áður. Myndir...

Read More

Mátuðu ýmis hljóðfæri á Degi tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um allt land sl. laugardag og var einnig mikið um dýrðir í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Um morguninn komu nemendur sem eru í forskóla 2 í hljóðfærakynningu og eftir það í skólastofurnar þar sem þeim gafst tækifæri á að prófa þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af nokkrum myndum. Það var mat ljósmyndara, sem sjálf lærði á klarinett sem barn, að kennarar sem kenna á hljóðfæri hafi einstaklega þægilega nærveru sem einkennist af þolinmæði, áhuga og alúð.   Myndir/OBÞ...

Read More

Elmar og Antonía á hádegistónleikum

Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12 mun Elmar Gilbertsson, tenór, koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi. Á tónleikunum syngur Elmar aríur eftir Verdi, Donizetti og Lehár. Elmar Gilbertsson nam söng við Söngskóla Sigurðar Demetz og Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi, þar sem Jón Þorsteinsson var hans aðalkennari. Elmar hefur starfað vítt og breitt um Evrópu síðastliðin ár, m.a. við Hollensku ríkisóperuna, Opera Zuid í Maastricht, La Monnaie de Munt í Brussel, Opera de Nantes og Opera de Toulon í Frakklandi, Ruhrtrienalle-óperuhátíðina í Ruhrhéraði í Þýskalandi, auk þess að hafa komið fram með Útvarpshljómsveit Norður-Þýskalands í Elbphilharmonie...

Read More

Nýtt lag og tónleikar í Bæjarbíói

Einar Bárðarson, fyrrverandi samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, lokar 20 ára höfundarafmælisári með útgáfu á plötunni Myndir og útgáfutónleikum í Bæjarbíói í á laugardag. Fyrsta lag sem Einar sendir frá sér í yfir í tíu ár verður frumflutt á útvarpsstöðvum landsins í vikunni. Lagið heitir „Okkar líf” og eru flytjendur lagsins höfundurinn sjálfur og nafni hans og vinur til áratuga, Einar Ágúst Víðisson úr Skítamóral. Lagið er bæði falleg ástarsaga og einnig samið og tileinkað Sálinni hans Jóns míns, sem hætti störfum í haust.  ÚR TEXTA LAGSINS: Er ég heyri Sálina hljóm’ í gegnum nóttina Er ég heyri „Okkar nótt“ Þá koma fljótt Allar...

Read More

„Besti dótakassinn fyrir organista“

Innan skamms kemur út fyrsta einleiksplata Guðmundar Sigurðssonar, organista Hafnarfjarðarkirkju. Platan ber nafnið Haf og á henni leikur Guðmundur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjan gefur plötuna út á 10 ára afmæli orgelanna og Guðmundur mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikaferðalagi um landið og einnig eitthvað á erlendri grundu. Síðastliðið haust opnaðist á þann möguleika að organistinn Guðmundur kæmist sex mánaða tónleikahald og spilamennsku vegna útgáfu plötunnar, vegna 10 ára afmælis orgelanna í kirkjunni. „Þetta gerðist mjög hratt fyrir jólin í fyrra og sóknarnefndin að var svo elskuleg að veita mér þetta leyfi frá störfum og hingað kom maður sem...

Read More