Flokkur: Umfjöllun

Þrjú hafnfirsk mjúkdýr í úrslitum

Teikningar eftir þrjár hafnfirskar stúlkur voru valdar í úrslit í samkeppni um drauma-mjúkdýr hjá IKEA og fara teikningarnar í alþjóðlega keppni um mjúkdýr sem verða framleidd og seld í verslunum IKEA á heimsvísu. Þær Embla Katrín Oddsteinsdóttir, Karen Ólafía Guðjónsdóttir og Sonia Laura Krasko voru glæsilegir fulltrúar Hafnfirðinga. Sonia er með dálitla reynslu í þessum „bransa“, því hún á nokkur dýr sem hafa verið saumuð eftir teikningum hennar. IKEA hefur undanfarin ár staðið fyrir teiknisamkeppni meðal barna 12 ára og yngri. Börnin geta sent inn myndir af drauma-mjúkdýrunum sínum og teikningarnar eiga möguleika á að enda í lokakeppninni og...

Read More

„Töffarinn er dauður“

Ingvar Jónsson, sem margir landsmenn kannast m.a. við sem söngvara í hljómsveitinni Pöpunum breytti um lífsviðhorf fyrir 10 árum þegar hann skellti sér í háskólanám. Hann gaf nýverið út bókina Sigraðu sjálfan þig, sem er þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira. Ingvar er einn eigenda fyrirtækisins Profectus við Strandgötu hér í bæ. Lengi vel var Ingvar ekki á góðum stað í lífinu og það tók stakkaskiptum breyttist þegar hann dreif sig í nám 37 ára. Hann er vottaður ACC markþjálfi og alþjóða markaðsfræðingur með MBA frá CBS í Kaupmannahöfn. Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald...

Read More

Setja skilyrði um siðareglur íþróttafélaga

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða bókun í gær um skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundariðkun fyrir börn og unglinga. Meðal þeirra skilyrða er að félögin setji sér siðareglur, geri viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Þau skilyrði eru einnig sett að félögin stofni óháð fagráð sem tekur á móti kvörtunum og ábendingum frá iðkendum. Þeim félögum sem fá styrki frá Hafnarfjarðarbæ eða gera samninga við bæjarfélagið verður gert að sýna fram á að farið sé eftir jafnréttislögum í starfinu og að aðgerðaráætlun sé skýr. „Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun...

Read More

Hamraneslína skuli víkja fyrir árslok

Vegna fréttar Fréttablaðsins í dag, föstudaginn 19. janúar vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að nokkrum lóðum í Skarðshlíð hefur verið skilað inn til bæjarins en stærstur hluti þeirra hefur farið í úthlutun þeirra sem voru á biðlistum eftir lóðum í hverfinu. Þeir aðilar sem skilað hafa lóðum hafa einkum borið við tveimur ástæðum. Annarsvegar að fjármögnun fyrir viðkomandi framkvæmda hafi ekki tekist og hins vegar sú óvissa sem skapast hefur vegna kæru ferla sem nú er til meðferðar er varða flutnings Landsnets á Hamraneslínu sem þverar Skarðshlíðarhverfið. Staðan varðandi línurnar og innskil lóða vegna þeirra...

Read More

„Upplifunin var þorp í stórum bæ“

Myndband sem dreift var á Facebook síðu Fjarðarpóstsins, vegna 35 ára afmælis bæjarblaðsins í ár, hefur vakið mikla athygli og áhorf er komið hátt í 8000. Myndbandsgerðarmennirnir Beit, þeir Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Roy Jóhannson, fengu nokkuð frjálsar hendur með gerð þess, en undirbúningurinn fólst aðallega í því að ritstjóri blaðsins tók vænan rúnt með þeim um bæinn og benti þeim á kennileiti og staði. Í stuttu máli heilluðust félagarnir mjög af Hafnarfirði og okkur fannst því tilvalið að fjalla um hvernig utan að komandi upplifa Hafnarfjörð á svona skömmum tíma og kynna um leið hvernig myndband sem þetta...

Read More