Flokkur: Umfjöllun

Guðrún Helgadóttir heiðruð í heimabænum

Hafnfirðingurinn Guðrún Helgadóttir rithöfundur var heiðruð í vikunni og þakkað sérstaklega fyrir ritverkin og framlag hennar til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna sem haldin er þessa dagana í Hafnarfirði. Guðrúnu þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum en eftir hana liggja skáldverk og sögupersónur sem þjóðin hefur lært að elska í gegnum árin eins og Páll Vilhjálmsson, tvíburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni og þannig mæti lengi telja.  Með skrifum sínum í gegnum árin hefur Guðrún öðlast sess sem einn ástsælasti og vinsælasti rithöfundur okkar tíma.Skáldverk hennar telja á þriðja tug og hafa bækur hennar verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. Auk þess...

Read More

Söngleikur án hljóðfæra

Leikfélag Flensborgarskólans frumsýndi á dögunum söngleikinn Pitz Pörfekt og er það í fyrsta skipti sem hann er sýndur á Íslandi. Verkið er innblásið af samnefndri mynd sem hefur farið sigurför um allan heim. Pitz Pörfekt er hugljúft leikrit stútfullt af gleði, dansi og frábærri a-capella tónlist! Við ræddum við leikstjórann Björk Jakobsdóttur, en Hallur Ingólfsson er tónlistarstjóri og Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngstjóri.  „Ferlið í þessari sýningu byrjaði með því að velja verk. Við höfðum jú sett upp Mormónabókina í fyrra sem var gríðarlega metnaðarfullt verk og vildum náttúrulega setja upp jafn flotta sýningu í ár og vera með nýstárlega...

Read More

Myndir frá blússandi Bóka- og bíóhátíð

Bóka- og bíóhátíð barnanna fór fram undanfarna viku og var ýmislegt skemmtilegt í boði og fjölskyldur voru duglegar að mæta á viðburðina. M.a. var boðið upp á bíósýningu á Jóni Oddi og Jóni Bjarna, enda hátíðin tileinkuð Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. Þá skoruðu Fálkarnir úr Víti í Vestmannaeyjum á FH og Hauka í vítakeppni, boðið var upp á sögugöngu um sögusvið bóka Guðrúnar Helgadóttur og teikni- og textasmiðju í Hafnarborg. Við kíktum við á nokkrum stöðum og smelltum af myndum....

Read More

Flensborgarskólinn í úrslit í MORFÍs

Lið Flensborgarskóla er komið í úrslit í Mælsku- og rökræðukeppni Íslands (MORFÍs) eftir sigur í viðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð í kvöld.  Umræðuefni kvöldsins var Himnaríki (af því gefnu að það sé til) og voru liðsmenn Flensborgarskóla með því. Keppnin var haldin í Miklagarði, í húsnæði MH. Lið Flensborgarskóla mætir liði Verzló í...

Read More

„Það töff að týna rusl“

„Þessi hugmynd vaknaði fyrsta dag sólar í þarsíðustu viku og fannst okkur tilvalið að blása til göngu sem hefði það m.a. að markmiði að týna rusl í nærumhverfi okkar; tölta um fallega Fjörðinn okkar með tilgangi,“ segir Árdís Ármannsdóttir, sem ásamt hópi vinkvenna sem eru í barnsburðarleyfi tóku sig til og tíndu rusl á leið sinni um bæinn. Þær hittast einu sinni í viku. Árdís segir að hópurinn stefni að því að vera á fleygiferð með vagninn um Fjörðinn þegar sólin fer að sýna sig oftar og lengur. „Hér eftir verður ekki farið út að ganga nema með ruslapoka...

Read More