Flokkur: Umfjöllun

Meiddir bangsar fengu plástur

Í tilefni Alþjóðlega bangsadagsins var haldinn bangsaspítali á Heilsugæslunni Sólvangi sl. sunnudag. Heimsóknin fór þannig fram að hvert barn kom með sinn eigin bangsa, sem ýmist hafði dottið, rekið sig í eða fann til á einhvern hátt. Börnin innrituðu bangsa, dúkkur og aðrar kærar verur og að því loknu kom bangsalæknir og vísaði börnum inn á læknastofu þar sem hann skoðaði bangsana, tók „röntgenmyndir“ og veitti hverjum bangsa þá aðhlynningu sem hann þurfti á að halda. Við kíktum við og smelltum af meðfylgjandi myndum.    Myndir...

Read More

Tónlistarganga á fallegu haustkvöldi

Hin nánast alfróði Jónatan Garðarsson leiddi tónlistargöngu um miðbæ Hafnarfjarðar þar sem farið var á stórskemmtilegan hátt yfir helstu samkomustaði bæjarins sem voru vinsælir hér á árum áður fyrir böll og tónleikahald. Gangan hófst við Byggðasafnið og Strandgatan gengin, með viðkomustöðum við Austurgötu og endað í Víkingastræti. Fjarðarpósturinn slóst í för með og sá alls ekki eftir því. Hafnarfjarðarbær stendur fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september í samstarfi við Ferðafélag Íslands undir kjörorðunum „Lifum og njótum“. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka um 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri...

Read More

Eiríkur stýrir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Eiríkur G. Stephensen hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Eiríkur hefur lengst af starfað sem skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar þar sem hann stýrði starfi og þróun tónlistarkennslu sem fór fram í þremur skólum í Eyjafjarðarsveit. Auk þess hefur Eiríkur sinnt starfi blásarakennara ásamt því að stjórna ýmsum lúðrasveitum. Eiríkur er með blásarakennarapróf, með trompet sem aðalhljóðfæri, ásamt lokaprófi úr tónfræðideild frá Tónlistarskóla Reykjavíkur. Eiríkur lauk meistaranámi í mennta- og menningarstjórnun með áherslu á menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Eiríkur hefur samið tónlist við leikrit ásamt leikverkum og er annar tveggja meðlima í hljómsveitinni „Hundur í óskilum“ sem er...

Read More

Fóru fyrstu míluna af mörgum

Nemendur og kennarar í Skarðshlíðarskóla fóru á dögunum fyrstu „míluna“ af mörgum frá skólanum. Um er að ræða verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og er skólinn fyrsti íslenski skólinn sem tekur þátt. Skarðshlíðarskóli tók til starfa haustið 2017 í bráðabirgðahúsnæði en flutti nýverið í glæsilega nýbyggingu í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Um 5000 skólar víðsvegar um heiminn eru þátttakendur í verkefninu sem snýr að því að daglega fara allir nemendur skólans út og ganga, skokka eða hlaupa í 15 mínútur. Til að marka upphaf verkefnis í Skarðshlíðarskóla var farið um 800 metra að veglegum steini þar...

Read More

Stoltur og þakklátur Hafnfirðingur

Einhver hætta er á því að fjöldi manns muni syngja afmælissönginn fyrir tónlistarmanninn Friðrik Dór Jónsson á stórtónleikunum Í síðasta skipti sem haldnir verða í Kaplakrika daginn áður en hann verður þrítugur. Þessi ljúfi, nýgifti Hafnfirðingur og mikli FH-ingur er ekki búinn að leggja míkrafóninn á hilluna en langar að láta þann draum rætast að búa um tíma á Ítalíu og sækja þar nám í innanhússhönnun. Við ræddum við kappann á Pallett. Friðrik Dór segist vera dæmigerður Hafnfirðingur að því leyti að vera stoltur af því og einnig stoltur af heimabænum. Hann er upp alinn í Setberginu eftir smá...

Read More